Erlent

Enn einn Serbi gefur sig fram

Þeim fjölgar stöðugt sem gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Drago Nikolic, fyrrverandi liðþjálfi í serbneska hernum, gaf sig fram í dag, en hann er sjöundi Serbinn á tveimur mánuðum sem gefur sig fram. Hann var eftirlýstur fyrir að hafa verið einn skipuleggjenda fjöldamorðanna í Srebrenica í Bosníu árið 1994. Enn eru þó fimmtán menn á lista alþjóðadómstólsins eftirlýstir fyrir stríðglæpi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×