Innlent

Slippstöðin féll á staðlavottun

m Tilboð Slippstöðarinnar á Akureyri í endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý, var metið þriðja hæsta tilboðið. Slippstöðin var metin jöfn pólska fyrirtækinu Morska, sem var hlutskarpast, í reynslu. Þá var Slippstöðin metin tveimur stigum neðar en Morska í verði. Þar hlaut Slippstöðin 68 stig, en Morska 70 stig. Pólska skipasmíðastöðin Nauta var talið vera með annað besta tilboðið. Það fékk átta sigum minna en Slippstöðin fyrir verð og tveimur stigum minna fyrir reynslu. Það sem skipti mestu máli var að Slippstöðin hlaut ekkert stig fyrir ISO vottun, en Morska hlaut 20 stig sem og Nauta. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að hlutur ISO vottunar í stigagjöf hafi verið rækilega kynnt í útboðsgögnum og sé henni ekki kunnugt um að bjóðendur hafi gert athugasemdir við það. Þá segir í tilkynningu að Landhelgisgæslan taki ekki sjálfstæðar ákvarðanir um við hvern er rætt eða samið, hún sé skyldug að skipta við Ríkiskaup og bjóða út svo stór verkefni á evrópska efnahagssvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×