Innlent

Olíuskip frestar för vegna hafíss

Enn veldur hafísinn usla á Norðurlandi. Breska olíuskipið Cield D Bafin þurfti að fresta för frá Akureyri í gær vegna slæms skyggnis og íslaga á siglingaleiðinni austur fyrir land. Gunnar Arason yfirhafnsögumaður segir að líklega muni skipstjórinn reyna að sigla á brott í nótt í von um að ná siglingaleiðinni austur fyrir land í björtu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×