Erlent

Stálu tvö hundruð tyggjóvélum

Áhugamenn um tyggigúmmí virðast hafa verið á ferðinni í þýska bænum Steinfurt í nótt. Þar brutust þjófar inn í birgðageymslu og höfðu á brott með sér 200 fullhlaðnar tyggjóvélar að sögn lögreglu bæjarins. Vélarnar og gúmmíið eru sögð vera 10 þúsund evra virði, andvirði 800 þúsunda íslenskra króna. Lögregla segist ekki hafa neina vísbendingu um hverjir girntust allt þetta tyggjó.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×