Innlent

Siglingaleiðir enn varasamar

Siglingaleiðir fyrir norðan land eru enn varasamar sökum hafíss. Leiðin um Horn er illfær en þar er ísinn mjög þéttur. Búist er við að litlar breytingar verði á legu íssins næsta sólarhringinn. Hafísinn heldur sig enn við Íslandsstrendur og hefur Landhelgisgæslan síðan í nótt varað við siglingaleiðinni fyrir Horn en leiðin er illfær sökum íss. Við Kögur er ísinn aðeins tvær sjómílum frá landi. Hafísinn hefur aftur færst nær Grímsey og er nokkuð mikill við norðanverða eyna. Enn er norðaustanátt og heldur ísinn áfram að safnast í víkum á Ströndum. Krapi er að mestu í vestanverðum Skagafirði og því virðist sem ísinn þar sé byrjaður að bráðna. Í dag hefur ekki frést af ís fyrir sunnan Langaness. Olíuflutningaskipið sem beið átekta í Akureyrarhöfn í gær vegna hafíss hélt af stað á miðnætti. Með í för var Gunnar Arason yfirhafnsögumaður, en hann var skipverjum til halds og trausts á leiðinni út úr ísnum. Klukkan fjögur í dag var honum síðan komið í land í Norðfirði. Útlit er fyrir að aðstæður verði svipaðar næsta sólarhringinn og þær eru nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×