Innlent

Kosið á morgun

Á morgun munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér rektor í seinni umferð rektorskosninga. Fyrri umferð kosninganna var fyrir viku síðan og urðu Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir mest fylgi. Kristín varð efst í fyrri umferðinni og fékk 28,7 prósenta fylgi. Ágúst varð næstefstur og fékk 27,6 prósenta fylgi. Er því búist við spennandi kosningu í seinni umferð kosningarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×