Erlent

Sleppa indverskum föngum

Stjórnvöld í Pakistan slepptu í dag úr haldi 589 indverskum föngum til að rétta Indverjum sáttahönd. Flestir fanganna eru fiskimenn sem hafa farið inn fyrir landhelgi Pakistans við veiðar. Að minnsta kosti 600 aðrir indverskir fiskimenn eru enn í haldi í Pakistan og 140 pakistanskir fiskimenn eru í varðhaldi á Indlandi. Löndin tvö hafa eldað grátt silfur frá því Pakistan varð sjálfstætt ríki árið 1947 og þrisvar háð stríð. Nú reyna ráðamenn að draga úr spennu meðal annars með því að sleppa föngum og Pervez Musharraf, forseti Pakistans, er á leið í heimsókn til Indlands til að fylgjast með krikketleik milli landanna tveggja, en krikket er mjög vinsæl íþrótt í báðum löndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×