Erlent

Greitt fyrir upplýsingar um Aslan

Rússneska leyniþjónustan borgaði tæplega 600 milljónir íslenskra króna fyrir upplýsingarnar sem leiddu til þess að Aslan Maskhadov, uppreisnarleiðtogi Tsjetsjena, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá leyniþjónustunni segir að nokkrir almennir borgarar hafi komið upplýsingum um dvalarstað Maskhadovs á framfæri við yfirvöld og hafi fengið borgað fyrir það. Maskhadov var talsmaður hófsamra aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena og lagði mikla áherslu á að andstæðar fylkingar ræddu málin. Rússnesk stjórnvöld töldu hann hins vegar ótíndan hryðjuverkamann og réttdræpan sem slíkan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×