Erlent

Fóstureyðingar orðnar kosningamál

Umræða um fóstureyðingar er hafin í Bretlandi í aðdraganda kosninga eftir að Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði í viðtali við tímaritið Cosmopolitan að hann vildi banna fóstureyðingar eftir tuttugustu viku meðgöngu, en mörkin eru nú dregin við 24 vikur. Tony Blair, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði hins vegar í viðtali í sama blaði að þetta væri erfitt og viðkvæmt mál og hann hefði engar áætlanir um að breyta lögunum. Forystumenn í kaþólsku kirkjunni hafa fagnað yfirlýsingu Howards.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×