Erlent

Skorar á Hizbollah

George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær Hizbollah-samtökin til að leggja niður vopn og heyja baráttu sína á vettvangi stjórnmálanna. Þetta sagði hann á fundi með Abdullah II, konungi Jórdaníu í Hvíta húsinu. Bandarísk stjórnvöld hafa lengi grunað samtökin um græsku og í gær skoraði fulltrúadeild þingsins á ríki Evrópusambandsins að setja Hizbollah á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök. Þá tók sýrlenska leyniþjónustan að rýma skrifstofur sínar í Beirút í gær en tæp milljón manna mótmælti veru hennar í landinu í fyrradag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×