Innlent

Meiri fjölgun en tvö ár á undan

Íslendingum fjölgaði um eitt prósent á síðasta ári og voru 293.577 talsins 1. desember í fyrra. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands er þetta talsvert meiri fjölgun en árin tvö þar á undan og má einkum rekja hana til vaxandi flutninga til landsins. Á höfuðborgarsvæðinu hefur dregið nokkuð úr fólksfjölgun undanfarið. Íbúum þar fjölgaði um 1,3 prósent í fyrra. Á landsbyggðinni var fólksfjölgun aftur á móti meiri en verið hefur eða 0,6 prósent. Íbúum fjölgaði mest á Austurlandi, um 4,6 prósent, en stór hluti þeirrar fjölgunar var erlendir karlar, það er starfsmenn að Kárahnjúkum. 11,2 prósent karla á Austurlandi og 4,2 prósent kvenna voru skráð með erlent ríkisfang samanborið við 3,5 prósent karla og 3,7 prósent kvenna á landsvísu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×