Fleiri fréttir

Auðun hafði engin mannaforráð

Auðun Georg Ólafsson, nýr fréttastjóri Ríkisútvarpsins, var ráðinn vegna reynslu sinnar af rekstri og stjórnun, að því er útvarpsstjóri segir. Auðun Georg hafði þó engin mannaforráð í fyrra starfi sínu heldur samræmdi sölustarf umboðsmanna Marel í Suðaustur-Asíu. </font /></b />

Fé til höfuðs Maskhadov

Rússnesk yfirvöld upplýstu í gær að þau hefðu greitt 60 milljónir króna fyrir upplýsingar sem leiddu til þess að þau fundu og drápu Aslan Maskjadovs, leiðtoga Tsjetsjena, í síðustu viku.

Aðildarviðræðum slegið á frest

Allt benti til þess í gær, að Evrópusambandið ákveddi að slá því á frest að hefja aðildarviðræður við Króatíu.

Um umsækjendurna

<strong>Úr upplýsingum um umsækjendur sem Útvarpsráð byggði ákvörðun sína á.</strong>

Forseta Kosovo sýnt banatilræði

Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, komst óskaddaður frá banatilræði í gærmorgun, er öflug sprengja sprakk við bílalest forsetans er hún ók í gegnum miðborg héraðshöfuðborgarinnar Pristina.

Úkraínumenn á heimleið

Fyrsti hermannahópurinn, sem úkraínsk stjórnvöld hafa kallað heim frá Írak, lenti þar í gær. Til stendur að síðasti úkraínski hermaðurinn verði farinn frá Írak fyrir áramót.

Gerðu þrettán tölvur upptækar

Þrettán tölvur sem innihalda barnaklám voru teknar í leit í húsum í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri í gær. Lögregluembættin samræmdu aðgerðir sínar og hófu leit á sama tíma en upplýsingar þessa efnis höfðu borist frá finnsku lögreglunni í lok febrúar.

Pólitískir andstæðingar undir grun

Reynt var að ráða Ibrahim Rugova, forseta Kosovo-héraðs, af dögum í morgun en árásin mistókst. Ekki er vitað hver var að verki en grunur beinist að pólitískum andstæðingum Rugova úr röðum fyrrverandi uppreisnarmanna.

Ofvirknilyf meðal söluhæstu lyfja

Geðlyf sem aðallega er gefið börnum er meðal söluhæstu lyfja síðasta árs. Áttatíu prósenta aukning varð á notkun lyfsins milli ára og eru engin fordæmi fyrir slíku.

Utanríkisráðherra taki af skarið

Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang.

Telur fólk geta orðið 1000 ára

Mun fólk geta orðið þúsund ára? Erfðafræðingur við Cambridge-háskóla fullyrðir að rannsóknir á stofnfrumum geri slíkt kleift. Hann nær þó ekki að sannfæra þá sem stunda slíkar rannsóknir hér á landi.

Laugar í Sælingsdal lifna við á ný

Yfirgefinn heimavistarskóli að Laugum í Sælingsdal er að lifna á ný. Þar hafa skólabúðir verið opnaðar en með þeim skapast tíu heilsársstörf í Dalabyggð.

Fengu ekki í Kastljósið

"Það varð samkomulag á milli Kastljóssins og fréttastofunnar að þeir birtu frétt um málið og þess vegna tókum við þetta ekki upp hjá okkur," segir Sigmar Guðmundsson, einn umsjónarmanna Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu.

Fjórir teknir með barnaklám

Fjórir menn voru handteknir í fyrrakvöld eftir að lögregla í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri fann talsvert magn barnakláms við húsleitir sem gerðar voru eftir ábendingu frá lögreglunni í Finnlandi. Voru ellefu tölvur gerðar upptækar og er verið að fara yfir það efni sem í þeim vélum er.

Frávísun hafnað fyrir héraðsdómi

Frávísunarkröfu þriggja manna sem stefnt hafði verið til greiðslu skaðabóta af hálfu auglýsingastofunnar Gott fólk var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verður málinu því fram haldið enda taldi dómurinn það nægilega reifað af hálfu stefnanda en Gott fólk fer fram á greiðslu 200 milljóna króna af mönnunum þremur.

Rannsakar fjársvik á Ebay

"Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay.

Tekjur RÚV aukast um 400 milljónir

Tekjur Ríkisútvarpsins aukast um 400 milljónir á ári með nýjum nefskatti sem koma á í stað afnotagjalda samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Það er 1.360 krónur á einstakling sextán ára og eldri á mánuði og rúmar fimm þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. </font /></b />

Meirihlutaviðræður í kvöld

"Ég á fulla von á að mér verði veitt umboð á fundinum til að mynda meirihluta fyrir hönd fulltrúa sjálfstæðismanna," sagði Ágúst Þór Bragason, bæjarfulltrúi á Blönduósi. Í gærkvöldi fór fram fundur sjálfstæðismanna um myndun nýs meirihluta á Blönduósi en stefnt er að viðræðum í kvöld við H-lista vinstri manna og óháðra.

Hlutverk RÚV endurskilgreint

Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið skilgreint og útvarp í almannaþágu er meðal annars sagt fela í sér eftirfarandi:

Uppsögn EES-samningsins skoðuð

Kostnaður Íslendinga við þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu nemur allt að tveimur milljörðum á ári. Evrópustefnunefnd Alþingis fjallar á næstunni um hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. </font /></b />

Ekki glóra í orðum Markúsar

Formaður Félags fréttamanna á RÚV segist ekki geta séð hvernig Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og fréttamenn Útvarps eigi að geta unnið saman eftir það sem á undan sé gengið.

Mótmæla handtöku ferðamanns

Við viljum einfaldlega sýna lögreglunni að það er gjörsamlega ólíðandi hvernig farið er með fólk," segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir. Hún tilheyrir hópi fólks sem ætlar að mæta fyrir framan Alþingishúsið í dag til þess að mótmæla háttsemi lögreglunnar við handtöku ítalska ferðamannsins Luigis Spositos.

Starfsmenn sjá um dagskrárstjórn

"Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV.

Leggja fé í menningu

Stjórnvöld leggja 111 milljónir króna til menningarmála á Austurlandi næstu þrjú árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fyrir hönd þrettán sveitarfélaga.

Varla fært fyrir Horn

Varað er við siglingaleiðinni um Horn. Þéttur ís liggur upp að ströndinni og er það álit skipstjóra, Landhelgisgæslu og Veðurstofu Íslands að leiðin sé ófær. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði þéttleika íssins við Horn vera um fimm áttundu hlutar, sem þýðir að meira en helmingur sjávarflatarins er þakinn ís.

Mega ráðast gegn Taívan

Kínverska þingið samþykkti í nótt lög sem kveða á um að Kínverjar megi beita Taívan hernaðaraðgerðum ef landið lýsir formlega yfir sjálfstæði. Forseti Kína staðfesti lögin nokkrum mínútum eftir samþykki þingsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í síðustu viku heyrðust strax háværar gagnrýnisraddir frá Bandaríkjunum og eins stjórnvöldum í Taívan.

Jörð skelfur í Tyrklandi

Jarðskjálfti sem mældist 5,9 á Richter reið yfir austur Tyrkland í nótt. Fréttir hafa borist af skemmdum á mannvirkjum en engar fregnir eru af mannskaða. Skjálftinn reið yfir klukkan tvö að íslenskum tíma og nú þegar eru hjálparstofnanir komnar á svæðið að dreifa tjöldum og öðrum hjálpargögnum. Kveikt hafa verið bál víða til að ylja heimilislausum þar sem frost er á svæðinu.

Hafa ekki enn myndað ríkisstjórn

Ekki hefur enn náðst samkomulag um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Írak. Nýkjörið þing í landinu kemur í fyrsta skipti saman á miðvikudaginn en Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í nýafstöðnum kosningum, eiga enn eftir að ná saman.

Fjórir látnir í fangauppreisn

Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn eftir að fangar í Manilla á Filippseyjum rændu byssum af fangavörðum í nótt og gerðu tilraun til þess að flýja. Lögregla hefur umkringt fangelsið, þar sem 130 al-Qaida liðar hafa meðal annarra verið í haldi. Fangarnir hafa lagt undir sig eina hæð fangelsisins en ekki er ljóst hvort þeir hafa gísla í haldi.

Hætta á vatnsskorti hjá milljónum

Bráðnun jökla í Himalajafjallgarðinum í Asíu á næstu áratugum gæti leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna. Í skýrslu frá nefnd sem rannsakar breytingar á loftslagi í heiminum kemur fram að gríðarleg flóð gætu orðið í Kína, Nepal og á Indlandi vegna bráðnunar stórra jökla á næstu áratugum.

Umferðartafir vegna tónleika

Miklar umferðartafir urðu við Egilshöll í gærkvöld þegar þúsundir manna streymdu þangað til að hlýða á tónleika spænska tenórsins Placido Domingo. Þegar verst lét lá bílaröð frá höllinni og niður undir Ártúnsbrekku. Að sögn lögreglu gekk umferðin þó áfallalaust fyrir sig en seinkun varð á tónleikunum af þessum sökum.

Fái ekki lengur næringu í æð

Miklar deilur hafa spunnist í Flórída vegna dómsúrskurðar um að hætta beri að gefa heiladauðri konu næringu í æð. Dómurinn komst á föstudaginn að þessari niðurstöðu því að útséð væri með að hún myndi nokkru sinni ná sér. Foreldrar konunnar og trúarhópar á svæðinu berjast hins vegar fyrir því að dómnum verði hnekkt því að konan bregðist við því sem sagt sé við hana og að hún grínist meira að segja af og til.

Óttast árásir al-Qaida á skóla

Óttast er að al-Qaida hafi í hyggju að gera árásir á skóla, veitingastaði eða kvikmyndahús í Bandaríkjunum. Tímaritið <em>Time</em> hefur eftir embættismönnum innan leyniþjónustu Bandaríkjastjórnar að Abu Musab al-Zarqawi, höfuðpaur samtakanna í Írak, hafi undanfarið lagt á ráðin um slíkar árásir.

Reyndu að myrða börnin sín

Hjón frá Singapúr komu fyrir rétt í Ástralíu í dag ákærð fyrir að hafa reynt að drepa tvær dætur sínar, sex og sjö ára gamlar, á föstudag. Hjónin reyndu að gefa dætrum sínum of stóran skammt af svefnlyfjum, en það getur valdið hjartsláttar- og öndunartruflunum.

Múslímar á lista hægriöfgaflokks

Stærsti hægriöfgaflokkur Belgíu hyggst stilla upp múslímum á framboðslistum sínum í stærstu borgum landsins í sveitastjórnarkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Talsmaður flokksins segir að margir hófsamir múslímar styðji stefnu flokksins þar sem þeim ofbjóði öfgastefna bókstafstrúarmanna á meðal múslíma.

Ræðir við Markús um ráðningu

Fundur hófst klukkan tíu hjá þeim Jóni Gunnari Grjetarssyni, formanni Félags fréttamanna, og Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Jón Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tíu að á fundinum yrði hnykkt á þeim kröfum sem fram koma í ályktunum fréttamanna í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs.

Haradinaj segist saklaus

Ramus Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, lýsti sig saklausan af ákærum um morð, nauðganir og nauðungarflutninga á Serbum þegar hann kom fyrir Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag í morgun. Haradinaj er ákærður fyrir að hafa framið þessa glæpi sem leiðtogi uppreisnarmanna í Kosovo á árunum 1998 og 1999.

Spillingarathuganir gjörspilltar

Meðlimir nefndar sem ætlað er að berjast gegn spillingu í Taílandi hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Ríkissaksóknari landsins hefur ásakað nefndarmennina níu um að hafa skammtað sjálfum sér aukagreiðslur og eiga þeir yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi verði þeir sakfelldir.

Ákærandi Jacksons mætir verjendum

Táningspilturinn sem sakað hefur Michael Jackson um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð á erfiðan dag fyrir höndum. Í dag gefst verjendum Jacksons færi á að gagnspyrja drenginn en hann lýsti því fyrir réttinum í síðustu viku með hvaða hætti Jackson hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir tveimur árum.

Líflátnir fyrir morð og rán

Fjórir Filippseyingar voru líflátnir í dag í Sádi-Arabíu fyrir að hafa myrt og rænt samlanda sinn. Mennirnir voru teknir af lífi í borginni Taif í vesturhluta landsins. Í Sádi-Arabíu eru glæpamenn líflátnir fyrir morð, nauðganir og eiturlyfjasölu og hafa 25 menn verið teknir af lífi í landinu það sem af er árinu.

Kona beri hluta ábyrgðar í nauðgun

Fjórði hver Dani er þeirrar skoðunar að konur sem er nauðgað beri sjálfar að hluta til ábyrgð á nauðguninni. Þetta eru niðurstöður könnunar sem kynntar voru í dönskum fjölmiðlum í dag. Þátttakendur könnunarinnar tiltóku sérstaklega að ögrandi klæðnaður kvenna gæti leitt til nauðgunar.

Snarpur skjálfti á Vestur-Indlandi

Jarðskjálfti upp á 4,7 stig skók jörðina í bænum Koyna á Vestur-Indlandi í morgun. Skjálftans varð einnig vart í Bombay sem er 200 kílómetrum norðar. Lögregla í Bombay segir þó skjálftann ekki hafa valdið neinum skemmdum á mannvirkjum.

Vilja ekki rífa hús við Laugaveg

Vinstri - grænir í Reykjavík hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að hugmyndir um að rífa hús við Laugaveg verði endurskoðaðar. Á félagsfundi á laugardag var samþykkt ályktun þar sem kemur m.a. fram að ýmis húsanna sem standi til að rífa hafi varðveislu- og menningarsögulegt gildi.

Sjá næstu 50 fréttir