Erlent

Helfararsafn opnað í Jerúsalem

Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. Safnið er hið veglegasta enda kostaði bygging þess þrjá milljarða króna. Þar er rakin saga fjölmargra einstaklinga sem létust í helför nasista á sínum tíma. Á meðal fyrirmanna sem heimsóttu Jerúsalem af þessu tilefni má nefna forsætisráðherra Dana, Svía og Frakka og Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Moshe Katsav, forseti Ísraels, lýsti í vígsluræðu sinni yfir áhyggjum vegna vaxandi gyðingahaturs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×