Fleiri fréttir Vonast eftir enn meiri hræringum "Það er spurning hvort um skammgóðan vermi eða langvarandi tryggt vöruverð sé að ræða," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um verðstríð matvælaverslana. Hann segir neytendur hagnast en það sé spurning hvernig stríðinu ljúki, hvort þetta sé einungis fyrsta lota af mörgum. 14.3.2005 00:01 Lenti í ís og landaði í Hafnarfirð Hafís, ískrapi og afspyrnuslæmt veður varð til þess að áhöfn frystitogarans Víðis EA varð frá að hverfa þegar hún ætlaði að landa afla sínum á Akureyri í fyrrakvöld. Togarinn var að koma af veiðum í Barentshafi með fullfermi af þorskflökum, alls 1220 tonn. 14.3.2005 00:01 Neita að vinna með Auðuni Georg "Við störfum ekki með honum," segir formaður Félags fréttamanna um Auðun Georg Ólafsson. Fréttamenn eru mjög reiðir útvarpsstjóra og telja hann hafa vegið að starfsheiðri sínum í Kastljóssviðtali í gærkvöldi. 14.3.2005 00:01 Hafísinn þéttist Hafís við Norðurland mun þéttast töluvert, segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Þetta stafar af norðaustanáttinni sem ræður ríkjum þessa dagana. Litlar líkur eru þó á því að meiri ís bætist við þann sem fyrir er heldur fari ísinn sína leið suður Grænlandssund. 14.3.2005 00:01 Tíu tíma bið á Kastrup Tíu manns þurftu að bíða í tíu tíma á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær vegna bilunar í vél Iceland Express. Um 100 manns áttu pantað flug með vélinni klukkan 12:15 að staðartíma en 90 fengu far með vél Icelandair sem fór rétt fyrir tvö, að sögn Sigurðar Karlssonar hjá Iceland Express. 14.3.2005 00:01 Öflugur jarðskjálfti í Íran Öflugur jarðskjálfti skók suðausturhluta Írans í nótt en engar fregnir hafa borist af mannfalli. Skjálftinn mældist 5,9 á Richter og voru upptök hans skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans. 13.3.2005 00:01 Lenti í átökum við lögreglu Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt eftir að hafa lent í átökum við lögreglu. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna mannsins sem hafði verið með hótanir í miðbænum. 13.3.2005 00:01 Drap sjö manns við kirkjuþjónustu Sjö féllu þegar maður hóf skothríð á fólk sem var við kirkjuþjónustu á hóteli í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærdag. Byssumaðurinn svipti sig að lokum lífi. 13.3.2005 00:01 Handtekinn með meint afmfetamín Maður var handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og fannst á honum lítilræði af meintu amfetamíni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum. 13.3.2005 00:01 Hafísinn færist enn nær Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Hafís hefur rekið inn á Trékyllisvík og út af Sauðanesvita má sjá smájaka í allt að 10 kílómetra fjarlægð en skyggni þar er ekki gott vegna éljagangs. 13.3.2005 00:01 Áhlaup á bækisstöð skæruliða Öryggissveitir í Sádi-Arabíu skutu mann til bana þegar þær gerðu áhlaup á hús þar sem talið var að skæruliðar ættu sér bækisstöð í borginni Jedda í morgun. Karlmaður var handtekinn og kona skotin til bana en samkvæmt fréttaskeytum var hún nágranni úr næsta húsi. 13.3.2005 00:01 Verktakar fórust í sprengingu Tveir verktakar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum þegar bifreið þeirra ók fram hjá á þjóðveginum til Hillah í Írak í gær. Einn verktaki til slasaðist í árásinni, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. 13.3.2005 00:01 Á slysadeild eftir líkamsárás Maður var fluttur á slysadeild á Akureyri í morgun eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann á hóteli þar í bæ um klukkan sex í morgun. Meiðsl hans reyndust ekki vera alvarleg en hann nýtur nú aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu. 13.3.2005 00:01 Þurfti að sauma skurð í andliti Flytja þurfti mann undir læknishendur eftir ryskingar á milli hans og annars manns á veitingastaðnum Kaffi-horninu á Höfn í Hornafirði um klukkan þrjú í nótt. Áverkar mannsins reyndust ekki vera alvarlegir en sauma þurfti skurð í andliti hans. 13.3.2005 00:01 Fellibylur stefnir á borgina Íbúar í Darwin í Ástralíu hamstra nú mat og drykk í stórverslunum en von er á að fellibylurinn Ingrid stefni hraðbyri á borgina. Bylurinn hefur valdið usla eftir norðurströnd Ástralíu undanfarna viku og hefur vindhraðinn náð allt að 300 kílómetrum á klukkustund, eða ríflega 80 metrum á sekúndu. 13.3.2005 00:01 Ekki fleiri stórfelldar árásir? Al-Qaida getur ekki skipulagt stórfelldar árásir á Bandaríkin lengur, samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir mikinn vilja sé geta samtakanna til stórfelldra árása, á borð við árásirnar 11. september 2001, engin. 13.3.2005 00:01 Skíðasvæði opin fyrir norðan Á skíðasvæðinu á Siglufirði er snjókoma og ánægjulegt veður. Skíðasvæðið var opnað klukkan tólf og verður opið til fjögur. Nægur, nýr snjór á svæðinu sem verið er að troða og því gott færi. Frost er 8-9 stig. Skíðasvæðið Tindastóls á Sauðárkróki verður opið frá klukkan tólf til fimm í dag. Í Bláfjöllum er opið til sex en lokað er í Skálafelli. </font /></font /> 13.3.2005 00:01 Páfi aftur í Vatíkanið í kvöld Jóhannes Páll páfi II birtist fyrir stundu þeim sem komnir voru saman utan við Gemelli-sjúkrahúsið í Róm. Nú skömmu fyrir hádegi greindu talsmenn Páfagarðs frá því að páfi myndi snúa aftur í Vatíkanið í kvöld. 13.3.2005 00:01 Neytendur borga brúsann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki botna í því að kaupmenn í verðstríði geti selt vörur, eins og mjólk, á krónu eða jafnvel gefið. Það sé hins vegar gott fyrir neytendur og vísitöluna. Hann býst ekki við að þetta verði til langframa og segir það sína reynslu að neytendur þurfi að borga fyrir svona verðlækkun með einum eða öðrum hætti. 13.3.2005 00:01 Ísraelar skipuleggja árás á Íran Ísraelsmenn hafa gengið frá leynilegum áætlunum um árásir á Íran, hætti Íranar ekki auðgun úrans og tryggi að ekki séu framleidd kjarnorkuvopn í landinu. Breska blaðið <em>Sunday Times</em> greinir frá þessu og segir að ríkisstjórn Ariels Sharons hafi samþykkt áætlunina á fundi í síðasta mánuði. 13.3.2005 00:01 Þriðjungur hersins heim Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf. 13.3.2005 00:01 Nýtt skoskt-íslenskt flugfélag Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Airlines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi í fyrradag. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík, samkvæmt vef Víkurfrétta. 13.3.2005 00:01 Uppselt á tónleika Domingos Uppselt er á óperutónleika Placidos Domingos í Egilshöll í kvöld. Domingo syngur með Önu Mariu Martinez, Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperukórnum margar helstu perlur óperubókmenntanna og vinsæl sönglög fyrir hátt á fimmta þúsund áheyrendur. Tónleikahaldarar opna húsið klukkan hálf sex og hvetja handhafa aðgöngumiða til að mæta snemma. 13.3.2005 00:01 19 látnir eftir rútuslys Að minnsta kosti 19 létust og 15 slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gljúfur á Norður-Indlandi í dag. Að sögn talsmanns lögreglunnar eru sumir hinna slösuðu mjög illa haldnir og vart hugað líf. Rútuslys eru tíð á Indlandi og er hunsun umferðarlaga og kæruleysislegum akstri bílstjóra kennt þar um. 13.3.2005 00:01 Rífandi gangur í boruninni í Eyjum Rífandi gangur er nú við jarðborunina austan við Helgafell í Vestmannaeyjum. Fyrir helgi var búið að bora tæplega 130 metra. „Til að byrja með var um mjög gljúpt berg að ræða og hafa farið 13-15 rúmmetrar af steypu í holuna til að þétta hana,“ segir Ívar Atlason hjá Hitaveitu Suðurnesja í samtali við Eyjar.net. 13.3.2005 00:01 Sauðfé notað í eiturlyfjasmygl Hugmyndaflugi eiturlyfjasmyglara virðist fá takmörk sett. Lögreglumenn í suðausturhluta Írans fundu í dag tæplega 40 kíló af ópíumi í maga sauðfénaðs sem kom gangandi yfir landamærin frá Afganistan, en um var að ræða örfáar kindur og geitur. 13.3.2005 00:01 Varhugavert að vera á ferð Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Veðurstofan varar sjófarendur við því að víða sé orðið varhugavert að vera á ferð á þessum leiðum en þegar hefur frést af nokkrum skipum sem hafa þurft að þræða í kringum ísinn og mjaka sér í gegnum hann. 13.3.2005 00:01 Rann niður hlíð á Tindfjallajökli Björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum barst tilkynning um slys milli tindanna Saxa og Búra á Tindfjallajökli um klukkan 15.45 í dag. Bíll með tveimur innanborðs rann þar niður nokkurn halla og voru fimm björgunarsveitarbílar með um 25 manns sendir áleiðis á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu. 13.3.2005 00:01 Fylgi Blairs meðal kvenna minnkar Fylgi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á meðal kvenna hefur dalað mjög frá því hann tók við embættinu árið 1997. Blair hefur hingað til verið mjög vinsæll hjá kvenkyns kjósendum en í könnun á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna og leiðtoga þeirra sem birt var í dag sést minnkandi fylgi Blairs á meðal kvenþjóðarinnar svart á hvítu. 13.3.2005 00:01 Páfi kominn heim Jóhannes Páll páfi er kominn aftur í Páfagarð eftir sjúkrahúslegu og hann ávarpaði trúaða í dag í fyrsta sinn eftir barkaþræðingu. 13.3.2005 00:01 Bandaríkjamenn heimila árásina Árás á Íran er í bígerð í Ísrael. Verði stjórnvöld í Teheran ekki við kröfum um að auðgun úrans verði hætt eru Bandaríkjamenn fúsir að heimila árásina. 13.3.2005 00:01 Ráðningin rædd í útvarpspredikun Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. 13.3.2005 00:01 Hreyfing í stað lyfja Læknar á Norðurlöndum geta víða ávísað hreyfingu í stað lyfja. Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við sænsku streiturannsóknarstofnunina, segir að rannsóknir sýni að hreyfing hafi áhrif á sömu boðefni í heilanum og þunglyndislyf. Enginn slíkur valkostur er í íslenskri geðheilbrigðisþjónustu. 13.3.2005 00:01 Vill söluna hafna yfir allan vafa Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórn Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. í kjölfar frétta á Stöð 2 þar sem vakin var athygli að seta hans í þessum nefndum væri vafasöm með tilliti til fyrirhugaðrar sölu Símans. 13.3.2005 00:01 Varar við ofríki Í predikun sinni í Neskirkju í gær vék séra Örn Bárður Jónsson að ráðningu fréttastjóra Útvarpsins og sagði fréttastofuna í sárum og upplausn ríkja. 13.3.2005 00:01 Áfram kalt Áfram verður kalt í veðri í dag og á morgun en heldur á að draga úr frostinu upp úr miðri viku. Áttin verður norðlæg í dag og vindhraðinn 10-15 metrar á sekúndu og jafnvel meiri austast á landinu. 13.3.2005 00:01 Kynjakötturinn húsköttur Sýning Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls 156 kettir voru á sýningunni sem þótti heppnast vel að sögn Marteins Tausen formann félagsins. 13.3.2005 00:01 27 stiga frost í Bláfjöllum Fáir notuðu daginn til að renna sér á skíðum í Bláfjöllum enda var um 27 stiga frost þar í dag þegar gert er ráð fyrir vindkælingu. 13.3.2005 00:01 Þeir sáu minnst sem borguðu mest Þeir sáu minnst sem borguðu mest á sýningu Pilobolus-dansleikhópsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Einhverjir gestir sem áttu sæti næst sviðinu gengu út en aðrir létu sig hafa það að sitja á gólfinu eða standa til að sjá sýninguna. Skipuleggjendur segjast miður sín og taka vel á móti óánægðum gestum. 13.3.2005 00:01 Þögnin ræður ríkjum Stígamót telja að þögnin ráði ríkjum meðal sérfræðinga um kynferðisafbrot. Minnihluti þeirra sem leituðu til samtakanna hefur reynt að leita aðstoðar annars staðar. Enginn þeirra sem leitaði til samtakanna í fyrra hafði rætt áður við starfsmenn skólanna eða prest. 13.3.2005 00:01 Fólk gekk út af sýningu Pilobolus Um tugur manna gekk óánægður út við upphaf sýningu danshópsins Pilobolus í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Ástæðan var að þeir sáu illa eða alls ekkert á sviðið og gátu því ekki notið þess sem þeir höfðu greitt tæpar átta þúsund krónur fyrir. 13.3.2005 00:01 Að komast hjá fordómum Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast menningu og íbúum annarra landa læra að setja fólk ekki í flokka heldur líta á einstaklinga og komast þannig hjá fordómum. Þetta segir Edwin Masback, 87 ára gömul hetja úr Seinni heimstyrjöldinni, sem starfaði við sjúkraflutninga á vegum AFS. 13.3.2005 00:01 Annan hitti Sharon Kofi Annan, formaður Sameinuðu þjóðanna, hitti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, á fundi í gær en Annan er í sinni fyrstu opinberu heimsókn þangað í rúm fjögur ár. 13.3.2005 00:01 Lykketoft hættur sem formaður Mogens Lykketoft felldi tár og sendi samflokksfólki sínu fingurkoss þegar hann hætti formlega sem formaður danskra jafnaðarmanna við athöfn í gær. 13.3.2005 00:01 Lagt mót akstursstefnu Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. 13.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Vonast eftir enn meiri hræringum "Það er spurning hvort um skammgóðan vermi eða langvarandi tryggt vöruverð sé að ræða," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um verðstríð matvælaverslana. Hann segir neytendur hagnast en það sé spurning hvernig stríðinu ljúki, hvort þetta sé einungis fyrsta lota af mörgum. 14.3.2005 00:01
Lenti í ís og landaði í Hafnarfirð Hafís, ískrapi og afspyrnuslæmt veður varð til þess að áhöfn frystitogarans Víðis EA varð frá að hverfa þegar hún ætlaði að landa afla sínum á Akureyri í fyrrakvöld. Togarinn var að koma af veiðum í Barentshafi með fullfermi af þorskflökum, alls 1220 tonn. 14.3.2005 00:01
Neita að vinna með Auðuni Georg "Við störfum ekki með honum," segir formaður Félags fréttamanna um Auðun Georg Ólafsson. Fréttamenn eru mjög reiðir útvarpsstjóra og telja hann hafa vegið að starfsheiðri sínum í Kastljóssviðtali í gærkvöldi. 14.3.2005 00:01
Hafísinn þéttist Hafís við Norðurland mun þéttast töluvert, segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Þetta stafar af norðaustanáttinni sem ræður ríkjum þessa dagana. Litlar líkur eru þó á því að meiri ís bætist við þann sem fyrir er heldur fari ísinn sína leið suður Grænlandssund. 14.3.2005 00:01
Tíu tíma bið á Kastrup Tíu manns þurftu að bíða í tíu tíma á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær vegna bilunar í vél Iceland Express. Um 100 manns áttu pantað flug með vélinni klukkan 12:15 að staðartíma en 90 fengu far með vél Icelandair sem fór rétt fyrir tvö, að sögn Sigurðar Karlssonar hjá Iceland Express. 14.3.2005 00:01
Öflugur jarðskjálfti í Íran Öflugur jarðskjálfti skók suðausturhluta Írans í nótt en engar fregnir hafa borist af mannfalli. Skjálftinn mældist 5,9 á Richter og voru upptök hans skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans. 13.3.2005 00:01
Lenti í átökum við lögreglu Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt eftir að hafa lent í átökum við lögreglu. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna mannsins sem hafði verið með hótanir í miðbænum. 13.3.2005 00:01
Drap sjö manns við kirkjuþjónustu Sjö féllu þegar maður hóf skothríð á fólk sem var við kirkjuþjónustu á hóteli í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærdag. Byssumaðurinn svipti sig að lokum lífi. 13.3.2005 00:01
Handtekinn með meint afmfetamín Maður var handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og fannst á honum lítilræði af meintu amfetamíni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum. 13.3.2005 00:01
Hafísinn færist enn nær Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Hafís hefur rekið inn á Trékyllisvík og út af Sauðanesvita má sjá smájaka í allt að 10 kílómetra fjarlægð en skyggni þar er ekki gott vegna éljagangs. 13.3.2005 00:01
Áhlaup á bækisstöð skæruliða Öryggissveitir í Sádi-Arabíu skutu mann til bana þegar þær gerðu áhlaup á hús þar sem talið var að skæruliðar ættu sér bækisstöð í borginni Jedda í morgun. Karlmaður var handtekinn og kona skotin til bana en samkvæmt fréttaskeytum var hún nágranni úr næsta húsi. 13.3.2005 00:01
Verktakar fórust í sprengingu Tveir verktakar fórust þegar sprengja sprakk í vegkantinum þegar bifreið þeirra ók fram hjá á þjóðveginum til Hillah í Írak í gær. Einn verktaki til slasaðist í árásinni, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. 13.3.2005 00:01
Á slysadeild eftir líkamsárás Maður var fluttur á slysadeild á Akureyri í morgun eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann á hóteli þar í bæ um klukkan sex í morgun. Meiðsl hans reyndust ekki vera alvarleg en hann nýtur nú aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu. 13.3.2005 00:01
Þurfti að sauma skurð í andliti Flytja þurfti mann undir læknishendur eftir ryskingar á milli hans og annars manns á veitingastaðnum Kaffi-horninu á Höfn í Hornafirði um klukkan þrjú í nótt. Áverkar mannsins reyndust ekki vera alvarlegir en sauma þurfti skurð í andliti hans. 13.3.2005 00:01
Fellibylur stefnir á borgina Íbúar í Darwin í Ástralíu hamstra nú mat og drykk í stórverslunum en von er á að fellibylurinn Ingrid stefni hraðbyri á borgina. Bylurinn hefur valdið usla eftir norðurströnd Ástralíu undanfarna viku og hefur vindhraðinn náð allt að 300 kílómetrum á klukkustund, eða ríflega 80 metrum á sekúndu. 13.3.2005 00:01
Ekki fleiri stórfelldar árásir? Al-Qaida getur ekki skipulagt stórfelldar árásir á Bandaríkin lengur, samkvæmt leynilegri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir mikinn vilja sé geta samtakanna til stórfelldra árása, á borð við árásirnar 11. september 2001, engin. 13.3.2005 00:01
Skíðasvæði opin fyrir norðan Á skíðasvæðinu á Siglufirði er snjókoma og ánægjulegt veður. Skíðasvæðið var opnað klukkan tólf og verður opið til fjögur. Nægur, nýr snjór á svæðinu sem verið er að troða og því gott færi. Frost er 8-9 stig. Skíðasvæðið Tindastóls á Sauðárkróki verður opið frá klukkan tólf til fimm í dag. Í Bláfjöllum er opið til sex en lokað er í Skálafelli. </font /></font /> 13.3.2005 00:01
Páfi aftur í Vatíkanið í kvöld Jóhannes Páll páfi II birtist fyrir stundu þeim sem komnir voru saman utan við Gemelli-sjúkrahúsið í Róm. Nú skömmu fyrir hádegi greindu talsmenn Páfagarðs frá því að páfi myndi snúa aftur í Vatíkanið í kvöld. 13.3.2005 00:01
Neytendur borga brúsann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki botna í því að kaupmenn í verðstríði geti selt vörur, eins og mjólk, á krónu eða jafnvel gefið. Það sé hins vegar gott fyrir neytendur og vísitöluna. Hann býst ekki við að þetta verði til langframa og segir það sína reynslu að neytendur þurfi að borga fyrir svona verðlækkun með einum eða öðrum hætti. 13.3.2005 00:01
Ísraelar skipuleggja árás á Íran Ísraelsmenn hafa gengið frá leynilegum áætlunum um árásir á Íran, hætti Íranar ekki auðgun úrans og tryggi að ekki séu framleidd kjarnorkuvopn í landinu. Breska blaðið <em>Sunday Times</em> greinir frá þessu og segir að ríkisstjórn Ariels Sharons hafi samþykkt áætlunina á fundi í síðasta mánuði. 13.3.2005 00:01
Þriðjungur hersins heim Sýrlendingar lofa að kalla þriðjung hersveita sinna í Líbanon heim fyrir lok þessa mánaðar og hafa samþykkt áætlun sem gerir ráð fyrir að hernaðarafskiptum Sýrlendinga í Líbanon ljúki. Engin tímamörk eru þó sett um endanlegt brotthvarf. 13.3.2005 00:01
Nýtt skoskt-íslenskt flugfélag Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Airlines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi í fyrradag. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík, samkvæmt vef Víkurfrétta. 13.3.2005 00:01
Uppselt á tónleika Domingos Uppselt er á óperutónleika Placidos Domingos í Egilshöll í kvöld. Domingo syngur með Önu Mariu Martinez, Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperukórnum margar helstu perlur óperubókmenntanna og vinsæl sönglög fyrir hátt á fimmta þúsund áheyrendur. Tónleikahaldarar opna húsið klukkan hálf sex og hvetja handhafa aðgöngumiða til að mæta snemma. 13.3.2005 00:01
19 látnir eftir rútuslys Að minnsta kosti 19 létust og 15 slösuðust þegar rúta steyptist ofan í gljúfur á Norður-Indlandi í dag. Að sögn talsmanns lögreglunnar eru sumir hinna slösuðu mjög illa haldnir og vart hugað líf. Rútuslys eru tíð á Indlandi og er hunsun umferðarlaga og kæruleysislegum akstri bílstjóra kennt þar um. 13.3.2005 00:01
Rífandi gangur í boruninni í Eyjum Rífandi gangur er nú við jarðborunina austan við Helgafell í Vestmannaeyjum. Fyrir helgi var búið að bora tæplega 130 metra. „Til að byrja með var um mjög gljúpt berg að ræða og hafa farið 13-15 rúmmetrar af steypu í holuna til að þétta hana,“ segir Ívar Atlason hjá Hitaveitu Suðurnesja í samtali við Eyjar.net. 13.3.2005 00:01
Sauðfé notað í eiturlyfjasmygl Hugmyndaflugi eiturlyfjasmyglara virðist fá takmörk sett. Lögreglumenn í suðausturhluta Írans fundu í dag tæplega 40 kíló af ópíumi í maga sauðfénaðs sem kom gangandi yfir landamærin frá Afganistan, en um var að ræða örfáar kindur og geitur. 13.3.2005 00:01
Varhugavert að vera á ferð Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Veðurstofan varar sjófarendur við því að víða sé orðið varhugavert að vera á ferð á þessum leiðum en þegar hefur frést af nokkrum skipum sem hafa þurft að þræða í kringum ísinn og mjaka sér í gegnum hann. 13.3.2005 00:01
Rann niður hlíð á Tindfjallajökli Björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum barst tilkynning um slys milli tindanna Saxa og Búra á Tindfjallajökli um klukkan 15.45 í dag. Bíll með tveimur innanborðs rann þar niður nokkurn halla og voru fimm björgunarsveitarbílar með um 25 manns sendir áleiðis á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu. 13.3.2005 00:01
Fylgi Blairs meðal kvenna minnkar Fylgi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á meðal kvenna hefur dalað mjög frá því hann tók við embættinu árið 1997. Blair hefur hingað til verið mjög vinsæll hjá kvenkyns kjósendum en í könnun á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna og leiðtoga þeirra sem birt var í dag sést minnkandi fylgi Blairs á meðal kvenþjóðarinnar svart á hvítu. 13.3.2005 00:01
Páfi kominn heim Jóhannes Páll páfi er kominn aftur í Páfagarð eftir sjúkrahúslegu og hann ávarpaði trúaða í dag í fyrsta sinn eftir barkaþræðingu. 13.3.2005 00:01
Bandaríkjamenn heimila árásina Árás á Íran er í bígerð í Ísrael. Verði stjórnvöld í Teheran ekki við kröfum um að auðgun úrans verði hætt eru Bandaríkjamenn fúsir að heimila árásina. 13.3.2005 00:01
Ráðningin rædd í útvarpspredikun Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. 13.3.2005 00:01
Hreyfing í stað lyfja Læknar á Norðurlöndum geta víða ávísað hreyfingu í stað lyfja. Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við sænsku streiturannsóknarstofnunina, segir að rannsóknir sýni að hreyfing hafi áhrif á sömu boðefni í heilanum og þunglyndislyf. Enginn slíkur valkostur er í íslenskri geðheilbrigðisþjónustu. 13.3.2005 00:01
Vill söluna hafna yfir allan vafa Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórn Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. í kjölfar frétta á Stöð 2 þar sem vakin var athygli að seta hans í þessum nefndum væri vafasöm með tilliti til fyrirhugaðrar sölu Símans. 13.3.2005 00:01
Varar við ofríki Í predikun sinni í Neskirkju í gær vék séra Örn Bárður Jónsson að ráðningu fréttastjóra Útvarpsins og sagði fréttastofuna í sárum og upplausn ríkja. 13.3.2005 00:01
Áfram kalt Áfram verður kalt í veðri í dag og á morgun en heldur á að draga úr frostinu upp úr miðri viku. Áttin verður norðlæg í dag og vindhraðinn 10-15 metrar á sekúndu og jafnvel meiri austast á landinu. 13.3.2005 00:01
Kynjakötturinn húsköttur Sýning Kynjakatta Kattaræktarfélags Íslands var haldin um helgina í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Alls 156 kettir voru á sýningunni sem þótti heppnast vel að sögn Marteins Tausen formann félagsins. 13.3.2005 00:01
27 stiga frost í Bláfjöllum Fáir notuðu daginn til að renna sér á skíðum í Bláfjöllum enda var um 27 stiga frost þar í dag þegar gert er ráð fyrir vindkælingu. 13.3.2005 00:01
Þeir sáu minnst sem borguðu mest Þeir sáu minnst sem borguðu mest á sýningu Pilobolus-dansleikhópsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Einhverjir gestir sem áttu sæti næst sviðinu gengu út en aðrir létu sig hafa það að sitja á gólfinu eða standa til að sjá sýninguna. Skipuleggjendur segjast miður sín og taka vel á móti óánægðum gestum. 13.3.2005 00:01
Þögnin ræður ríkjum Stígamót telja að þögnin ráði ríkjum meðal sérfræðinga um kynferðisafbrot. Minnihluti þeirra sem leituðu til samtakanna hefur reynt að leita aðstoðar annars staðar. Enginn þeirra sem leitaði til samtakanna í fyrra hafði rætt áður við starfsmenn skólanna eða prest. 13.3.2005 00:01
Fólk gekk út af sýningu Pilobolus Um tugur manna gekk óánægður út við upphaf sýningu danshópsins Pilobolus í Laugardalshöll í fyrrakvöld. Ástæðan var að þeir sáu illa eða alls ekkert á sviðið og gátu því ekki notið þess sem þeir höfðu greitt tæpar átta þúsund krónur fyrir. 13.3.2005 00:01
Að komast hjá fordómum Þeir sem gefa sér tíma til að kynnast menningu og íbúum annarra landa læra að setja fólk ekki í flokka heldur líta á einstaklinga og komast þannig hjá fordómum. Þetta segir Edwin Masback, 87 ára gömul hetja úr Seinni heimstyrjöldinni, sem starfaði við sjúkraflutninga á vegum AFS. 13.3.2005 00:01
Annan hitti Sharon Kofi Annan, formaður Sameinuðu þjóðanna, hitti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, á fundi í gær en Annan er í sinni fyrstu opinberu heimsókn þangað í rúm fjögur ár. 13.3.2005 00:01
Lykketoft hættur sem formaður Mogens Lykketoft felldi tár og sendi samflokksfólki sínu fingurkoss þegar hann hætti formlega sem formaður danskra jafnaðarmanna við athöfn í gær. 13.3.2005 00:01
Lagt mót akstursstefnu Mikill fjöldi ökumanna leggur bílum sínum mót akstursstefnu á götum borgarinnar en slíkt er óheimilt samkvæmt lögum. 13.3.2005 00:01