Innlent

Hafísinn þéttist

Hafís við Norðurland mun þéttast töluvert, segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Þetta stafar af norðaustanáttinni sem ræður ríkjum þessa dagana. Litlar líkur eru þó á því að meiri ís bætist við þann sem fyrir er heldur fari ísinn sína leið suður Grænlandssund. Þór telur ekki að ísinn sé á leið suður Austfirði í stórum stíl. Þó nokkur ís er við Hornströnd í utanverðum Húnaflóa. Þór taldi líklegt að ísinn myndi þéttast á þessu svæði og mætti búast við því að lokast gæti fyrir skipaumferð þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×