Innlent

Varar við ofríki

Í predikun sinni í Neskirkju í gær vék séra Örn Bárður Jónsson að ráðningu fréttastjóra Útvarpsins og sagði fréttastofuna í sárum og upplausn ríkja. Hann sagðist skilja ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins en benti á að þeir stæðu í vandasömum sporum því að þeir fjalli um eigin hagsmuni í fréttum eigin fjölmiðils. Prestur sagði að ráðamönnum væri vandi á höndum og að gott væri að minnast þess að Guð stæði gegn dramblátum en auðmjúkum veitti hann náð. Spurður hví hann gerði málið að umtalsefni í predikuninni svaraði Örn Bárður því til að málið hefði verið ofarlega á baugi og hlotið mikla athygli. "Miðað við það sem maður heyrir þá stóðu aðrir umsækjendur framar og svona ráðning myndi ekki standast faglegt mat, ef til dæmis verið væri að ráða kennara við Háskólann." Og efnisval Arnar Bárðar á sér djúpar rætur. "Ég er almennt að vara við þessu ofríki, þessum stjórnunarstíl sem snýst um að neyta aflsmunar og fara sínu fram."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×