Vonast eftir enn meiri hræringum 14. mars 2005 00:01 "Það er spurning hvort um skammgóðan vermi eða langvarandi tryggt vöruverð sé að ræða," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um verðstríð matvælaverslana. Hann segir neytendur hagnast en það sé spurning hvernig stríðinu ljúki, hvort þetta sé einungis fyrsta lota af mörgum. Jóhannes segir að fram að þessu hafi matvöruverslanir raðað sér í ákveðna röð á markaðinum og að verið sé að gera nokkurs konar uppreisn gegn því ástandi. "Það er alveg ljóst að neytendur hafa skammtímahagnað af þessu en langtímahagnaður á eftir að koma í ljós." Neytendasamtökin vona að verðstríð síðustu vikna eigi eftir að ýta undir meiri hræringar á matvörumarkaði en Jóhannes segir augljóst að menn gefi ekki mjólkina til lengri tíma. Laufey Steingrímsdóttir, sviðsstjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Lýðheilsustöð, er að vonum ánægð með hið lága vöruverð sem landsmenn hafa notið síðustu vikur. Hún segir gott að lágvöruverslanir hafi boðið hollustuvörur, eins og ávexti og mjólkurvörur, á mun lægra verði en þekkst hefur. "Þetta ástand hefur verið nokkurs konar auglýsing fyrir hollar vörur og þar af leiðandi hvatt til aukinnar hollustu," segir Laufey. "Samt sem áður hefur þetta verðstríð gengið svolítið út í öfgar og verið ágætis skemmtiatriði. Persónulega hef ég haft gaman af að fara út í búð undanfarið en starfsfólkið er eflaust þreytt eftir annasama daga.'' Samkvæmt heimasíðu Hagstofunnar lækkaði verð dagvöru um 2,7% milli mánaða, sem rekja má til verðstríðs á matvörumarkaði. Það hefur þó ekki orðið til lækkunar á vísitölu neysluverðs, sem hækkaði um 0,75% frá fyrri mánuði, úr 239,7 stigum í 241,5. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir um verð á mjólk klukkan 14 í gær kostaði lítrinn 57 krónur hjá Bónusi en 59 krónur hjá Krónunni. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
"Það er spurning hvort um skammgóðan vermi eða langvarandi tryggt vöruverð sé að ræða," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um verðstríð matvælaverslana. Hann segir neytendur hagnast en það sé spurning hvernig stríðinu ljúki, hvort þetta sé einungis fyrsta lota af mörgum. Jóhannes segir að fram að þessu hafi matvöruverslanir raðað sér í ákveðna röð á markaðinum og að verið sé að gera nokkurs konar uppreisn gegn því ástandi. "Það er alveg ljóst að neytendur hafa skammtímahagnað af þessu en langtímahagnaður á eftir að koma í ljós." Neytendasamtökin vona að verðstríð síðustu vikna eigi eftir að ýta undir meiri hræringar á matvörumarkaði en Jóhannes segir augljóst að menn gefi ekki mjólkina til lengri tíma. Laufey Steingrímsdóttir, sviðsstjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Lýðheilsustöð, er að vonum ánægð með hið lága vöruverð sem landsmenn hafa notið síðustu vikur. Hún segir gott að lágvöruverslanir hafi boðið hollustuvörur, eins og ávexti og mjólkurvörur, á mun lægra verði en þekkst hefur. "Þetta ástand hefur verið nokkurs konar auglýsing fyrir hollar vörur og þar af leiðandi hvatt til aukinnar hollustu," segir Laufey. "Samt sem áður hefur þetta verðstríð gengið svolítið út í öfgar og verið ágætis skemmtiatriði. Persónulega hef ég haft gaman af að fara út í búð undanfarið en starfsfólkið er eflaust þreytt eftir annasama daga.'' Samkvæmt heimasíðu Hagstofunnar lækkaði verð dagvöru um 2,7% milli mánaða, sem rekja má til verðstríðs á matvörumarkaði. Það hefur þó ekki orðið til lækkunar á vísitölu neysluverðs, sem hækkaði um 0,75% frá fyrri mánuði, úr 239,7 stigum í 241,5. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir um verð á mjólk klukkan 14 í gær kostaði lítrinn 57 krónur hjá Bónusi en 59 krónur hjá Krónunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira