Innlent

Áfram kalt

Áfram verður kalt í veðri í dag og á morgun en heldur á að draga úr frostinu upp úr miðri viku. Áttin verður norðlæg í dag og vindhraðinn 10-15 metrar á sekúndu og jafnvel meiri austast á landinu. Smám saman lægir og á morgun snýst vindur í norðaustlæga átt. Snjókoma verður norðan lands og austan en úrkomulaust syðra. Um helgina er gert ráð fyrir að vindur blási úr austri og hlýnar þá í veðri. Er þá hætt við slyddu eða rigningu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×