Innlent

Uppselt á tónleika Domingos

Uppselt er á óperutónleika Placidos Domingos í Egilshöll í kvöld. Domingo syngur með Önu Mariu Martinez, Sinfóníuhljómsveit Íslands og óperukórnum margar helstu perlur óperubókmenntanna og vinsæl sönglög fyrir hátt á fimmta þúsund áheyrendur. Tónleikahaldarar opna húsið klukkan hálf sex og hvetja handhafa aðgöngumiða til að mæta snemma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×