Innlent

Hafísinn færist enn nær

Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Hafís hefur rekið inn á Trékyllisvík og út af Sauðanesvita má sjá smájaka í allt að 10 kílómetra fjarlægð en skyggni þar er ekki gott vegna éljagangs. Sömu sögu er að segja af Hrauni á Skaga. Ísspöng liggur inn á Skagafjörð. Ísinn er þéttastur út af Hornbjargi. Norðanátt er spáð áfram til morguns og því má búast við að ísinn reki enn nær landi en vindhraðinn er 10 til 15 metrar á sekúndu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×