Fleiri fréttir Sjö myrtir í messu Sjö manns voru skotnir til bana og fleiri særðust í skotárás í messu á hótelinu Sheraton í Wisconsin á laugardaginn. Eftir að hafa skotið á kirkjugesti tók árásarmaðurinn eigið líf. 13.3.2005 00:01 Costa del glæpur Spænska lögreglan kom upp um víðfeðman, alþjóðlegan glæpahring sem hafði bækistöðvar í Marbella við suðurströnd Spánar. Talið er að hringurinn hafi stundað peningaþvætti á yfir 300 milljónum dollara fyrir ýmis glæpasamtök. 13.3.2005 00:01 Keppast um hylli Háskólans í Rvk. Reykjavík og Garðabær keppast nú við að bjóða Háskólanum í Reykjavík góðar byggingalóðir. Reykjavík býður Vatnsmýrina í vísindaþorpi framtíðar. Garðabær býður land við Urriðaholt í göngufæri við Heiðmörkina. 13.3.2005 00:01 Hreyfing sem þunglyndislyf Komið hefur í ljós að hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf. Í Svíþjóð geta læknar skrifað upp á svokallaða hreyfingarseðla til þunglyndra sem viðbót við önnur lyf. Rætt hefur verið um svipaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu á hinum Norðurlöndunum. 13.3.2005 00:01 Systkini létust er sjónvarp sprakk Fjögur systkini, átta til sautján ára gömul, létust þegar sjónvarpstæki í svefnherbergi þeirra sprakk. Foreldrar barnanna fengu slæm brunasár eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Slysið varð í Alexandríu í Egyptalandi. 13.3.2005 00:01 Hefðarkonur í söðli Um 200 börn og unglingar sýndu listir sínar á sýningunni Æskan og hesturinn sem var haldin í þrettánda sinn um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. 13.3.2005 00:01 Mesta hækkunin á Austurlandi Verð á íbúðarhúsnæði á Austurlandi hækkaði um tæp 35 prósent milli áranna 2003 og 2004. Hækkunin var hvergi meiri á landinu öllu en á sama tímabili hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um rúm 13 prósent. 13.3.2005 00:01 Kræklingarækt í sókn Samningur um endurfjármögnun Norðurskeljar í Hrísey hefur verið undirritaður og þar með liggur fyrir uppbygging bláskeljaræktunar í Eyjafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í febrúar stefnir fyrirtækið á 800 tonna ársframleiðslu innan þriggja ára og enn umfangsmeiri ræktun árin þar á eftir. 13.3.2005 00:01 Glæfralegur hraðakstur á Selfossi Átján ára ökumaður var stöðvaður í nótt eftir glæfralegan hraðakstur á Selfossi. Pilturinn, sem var á Toyota Land Cruiser jeppa, mældist á 137 kílómetra hraða innanbæjar á Selfossi þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetrar. Hann ók síðan yfir hringtorg og út úr bænum í átt til Reykjavíkur. 12.3.2005 00:01 Al-Qaida fordæmir ráðstefnuna Al-Qaida í Írak fordæmir ráðstefnu um öryggismál í Madríd á Spáni og segja formælendur samtakanna að þar séu trúleysingjar saman komnir. Í yfirlýsingu samtakanna segir að íslam muni lifa af, þó að trúleysingjar reyni að taka höndum saman í stríði sínu gegn múslímum um víða veröld. 12.3.2005 00:01 Aukning í árásum tölvuhakkara Mikil aukning hefur orðið á árásum svokallaðra tölvuhakkara á vefsíður íslenskra fyrirtækja upp á síðkastið. Lögreglan í Reykjavík hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að huga vel að vírusvörnum í tölvum sínum. 12.3.2005 00:01 Féll á milli hæða Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús eftir að hafa stokkið eða fallið á milli hæða í fjölbýlishúsi á Ísafirði. Klukkan fimm í nótt var tilkynnt var um að kona hefði stokkið fram af svölum á þriðju hæð hússins og þegar lögreglan kom á staðinn reyndist hún hafa fallið niður á svalir á annarri hæð, en þær standa út undan svölunum á hæðinni fyrir ofan. 12.3.2005 00:01 Flóttamaðurinn ófundinn Sakborningurinn sem slapp eftir að hafa gripið skammbyssu öryggisvarðar í dómshúsi í Atlanta í gær, og skotið tvo öryggisverði og dómarann til bana, er enn leitað. Fé hefur verið lagt manninum til höfuðs en lögreglan hefur litla hugmynd um hvar hann gæti nú verið að finna. 12.3.2005 00:01 Hamas taka þátt í kosningunum Hamas-samtökin ætla að taka þátt í þingkosningum í Palestínu í sumar og verður rétturinn til vopnaðrar baráttu efst á stefnuskránni. Þetta gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir friðarferlið. 12.3.2005 00:01 Góður skíðadagur um mest allt land Þetta er góður skíðadagur um mest allt land. Nægur snjór er á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins þar sem veður er gott. Hlíðarfjall verður opið frá klukkan tvö en þar ekki mikill snjór. 12.3.2005 00:01 Í Hvíta húsið að nýju Karen Hughes, sem var náinn samstarfsmaður Bush Bandaríkjaforseta í upphafi fyrra kjörtímabils hans, er nú á ný komin til starfa fyrir Hvíta húsið. Henni er ætlað að stýra ímyndarherferð Bandaríkjanna sem er til þess hugsuð að draga úr andúð á Bandaríkjunum erlendis, einkum meðal múslíma. 12.3.2005 00:01 Mannskætt lestarslys í Víetnam Á annan tug manna er látinn og 200 eru slasaðir eftir að hraðlest fór út af sporinu í Víetnam í dag. Að minnsta kosti 30 hinna slösuðu eru í lífshættu. Lestin var á leið frá Hanoí, höfuðborg Víetnam, til borgarinnar Ho Chi Minh með um 500 farþega innanborðs. Ekki liggur fyrir hvers vegna lestin fór út af sporinu. 12.3.2005 00:01 Stofnunin sýknuð af kröfu föður Tryggingastofnun var í Hæstarétti í gær sýknuð af kröfu föður um ógildingu á ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á greiðslum í fæðingarorlofi. Maðurinn var ekki talinn uppfylla þau skilyrði laga um fæðingar- og foreldraorlof að hafa verið samfellt sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir upphafsdag fæðingarorlofs. 12.3.2005 00:01 Hryðjuverkalögin samþykkt Ströng og umdeild hryðjuverkalög voru samþykkt á breska þinginu í gær eftir langar og sögulegar deilur þingmanna og stjórnar. 12.3.2005 00:01 Hafís fyrir öllu Norðurlandi Hafís er nú fyrir öllu Norðurlandi. Í gærkvöldi var hann skammt undan Grímsey en að sögn Theódórs Hervarssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, hefur ástandið versnað. Ísinn er nú kominn upp að eyjunni og umlykur hana alveg. 12.3.2005 00:01 Stjórnmálasamband við Gvæönu Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við Gvæönu og var yfirlýsing þess efnis undirrituð í New York í fyrradag. Gvæana er á norðausturströnd Suður-Ameríku og á landamæri að Venesúela, Brasilíu og Súrinam. 12.3.2005 00:01 15 ára piltar í gæsluvarðhaldi Tveir fimmtán ára piltar sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um á annan tug innbrota á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur. Annar piltanna hefur áður setið í gæsluvarðhaldi. 12.3.2005 00:01 Heimsendir í nánd? Líf á jörðu þurrkast út með 62 milljón ára millibili, samkvæmt því sem bandarískir vísindamenn hafa komist að. Hvers vegna liggur þó ekki alveg ljóst fyrir. 12.3.2005 00:01 Newman hættir að leika Paul Newman ætlar að hætta að leika. Newman, sem er orðinn áttræður, segist ætla að leika í einni kvikmynd til viðbótar áður en hann dregur sig í hlé. Hann segir einnig að líkindum tímabært að hætta að taka þátt í kappakstri en á yngri árum sagði Newman að kappakstur og kvikmyndaleikur væru einu ástríðurnar í lífinu. 12.3.2005 00:01 Atlantsolía opnar brátt Atlantsolía mun opna bensínstöð í Reykjanesbæ áður en langt um líður. Fyrsta skóflustungan að nýrri stöð þar var tekin í síðasta mánuði og í gær komu stóreflis eldsneytistankar frá Atlantsolíu til bæjarins og bíða þess að vera settir niður á lóð fyrirtækisins samkvæmt Víkurfréttum. 12.3.2005 00:01 Peningaþvottur upp á 20 milljarða Spænska lögreglan hefur handtekið 41 mann, grunaðan um að standa fyrir skipulögðum peningaþvotti. Talið er að hópurinn hafi þvegið peninga fyrir allt að 250 milljónir evra, eða sem samsvarar um 20 milljörðum íslenskra króna, og að sögn talsmanns í spænska innanríkisráðuneytinu leikur grunur á að rússneska olíufyritækið Yukos tengist aðgerðum hópsins. 12.3.2005 00:01 Þyrlan sett í viðbragðsstöðu Tveir unglingspiltar slösuðust í Bláfjöllum nú síðdegis þegar þeir lentu saman, að því er talið er, ofarlega í fjallinu, nærri nýju stólalyftunni. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og er óttast að piltarnir hafi orðið fyrir hryggmeiðslum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en ákveðið hefur verið senda hana ekki á vettvang. 12.3.2005 00:01 Háskólasetur Vestfjarða stofnað Háskólasetur Vestfjarða var stofnað við hátíðlega athöfn í framtíðarhúsnæði setursins, Vestrahúsinu á Ísafirði, í dag. Stofnfundurinn var í sal Ísfangs þar sem var margt góðra gesta, þ.á m. þrír ráðherrar. 12.3.2005 00:01 Peningar og kort liðin tíð? Viðskiptavinir þýskrar verslanakeðju geta brátt farið algjörlega peninga- og kortalausir inn í verslanir fyrirtækisins og samt gengið þaðan út, klyfjaðir af vörum, eða a.m.k. í samræmi við það sem bankainnistæða þeirra leyfir. Verslanakeðjan vinnur nefnilega að því að setja fingraskanna í allar verslanir sínar. 12.3.2005 00:01 Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar komu að vélsleðamanni við Strútslaug um þrjúleytið í dag sem hafði slasast þegar sleði hans féll niður bratta. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og fór hún frá Reykjavík um klukkan hálffjögur. 12.3.2005 00:01 Hafísinn færist líklega nær Fokkervél Landhelgisgæslunnar er nýlent eftir ískönnunarflug. Ísinn var kannaður allt frá Horni og austur úr. Hafísinn umlykur nú Grímsey og miðað við vindátt og spá má búast við að hann færist nær landi fyrir norðan. 12.3.2005 00:01 Páfi að braggast Jóhannes Páll páfi II yfirgefur að líkindum Gemelli-sjúkrahúsið í Rómaborg fyrir næstu helgi, jafnvel á mánudag eða þriðjudag. Páfi hefur legið á sjúkrahúsi í hálfan mánuð vegna öndunarerfiðleika. Talsmenn Páfagarðs segja páfa eiga betra með að tala nú en fyrir nokkrum dögum og að hann sé að braggast. 12.3.2005 00:01 Byssumaðurinn handsamaður Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum handtók nú rétt áðan Brian Nichols sem skaut dómara og tvo aðra til bana í dómsal í Atlanta í gær. Hann var handtekinn norðan við borgina eftir að lögregla hafði umkringt manninn. 12.3.2005 00:01 Herinn fer burt Brotthvarf Sýrlendinga frá Líbanon er óhjákvæmilegt og frágengið, en greint var frá samkomulagi þess efnis síðdegis. Þrýstingurinn á stjórnvöld í Damaskus hefur aukist jafnt og þétt undanfarna sólarhringa og yfirlýsingar Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, fyrr í vikunni, dugðu ekkert til að draga þar úr. 12.3.2005 00:01 Nátturuleysi plagar pöndur Hvað á að gera þegar náttúruleysi er við það að útrýma heilli dýrategund? Vísindamenn um allan heim standa frammi fyrir þessari spurningu og svarið skiptir sköpum fyrir pandabirni. Sérfræðingar í Bandaríkjunum sáu sér þann kost vænstan að grípa til tæknifrjóvgunar eftir að hafa reynt allt til að fá pöndurnar Mei-sjang og Tían-tían til að fjölga sér upp á gamla móðinn. 12.3.2005 00:01 4 með matareitrun eftir túnfiskát Fjórir einstaklingar veiktust í fyrra eftir að hafa borðað túnfisk á veitingahúsum en svokölluð krílfiskeitrun er ein af mörgum eitrunum sem geta komið upp við neyslu sjávarfangs. 12.3.2005 00:01 Ofsaakstur á Selfossi <font face="Helv"> Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa afskipti af ökumanni í nótt, sem ók á 137 kílómetra hraða við brúna vestast í bænum. </font> 12.3.2005 00:01 Búið að ná árásarmanninum Gróf skotárás grunaðs manns í dómsal í Bandaríkjunum hefur vakið ótta og reiði þar í landi. Maðurinn drap þrjá og náðist í dag á flótta. Maðurinn sem heitir Brian Nichols og er 33 ára og starfaði áður sem tölvuviðgerðarmaður. Hann var sakaður um nauðgun, innbrot og fleiri afbrot sem beindust einkum að fyrrverandi unnustu hans. 12.3.2005 00:01 Hafísinn kominn að Melrakkasléttu Hafís nálgast norðurströnd landsins óðfluga og hefur náð landi við Melrakkasléttu. Siglingaleiðir þar eru varasamar og gangi veðurspáin eftir, mun ástandið enn versna. 12.3.2005 00:01 Formaður eða ráðherra hindri leka Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. 12.3.2005 00:01 Landhelgisgæslan til Keflavíkur Landhelgisgæslan mun flytja til Keflavíkur á næstu árum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að það liggi fyrir að Íslendingar taki að sér meiri verkefni í tengslum við Keflavíkurflugvöll og Varnarliðið. Þar nefndi ráðherra Landhelgisgæsluna og lögregluna en víkingasveitin verður efld og tólf manna sveit staðsett í Keflavík. 12.3.2005 00:01 Seldu kökur fyrir sígarettur Nemendur í 8. bekk HR í Austurbæjarskóla tóku reykingamenn á beinið í dag. Bekkurinn, sem er reyklaus, bakaði kökur og fór í Smáralind þar sem reykingamönnum voru boðnar kökur í skiptum fyrir sígarrettur. Sígarettunum var síðan eytt. 12.3.2005 00:01 Assad lofar að draga herinn burt Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fer á fund Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í næstu viku. Hann ætlar að láta Annan fá tímaáætlun um brottflutning her- og leyniþjónustumanna frá Líbanon. Sendiboði Sameinuðu þjóðanna fundaði með Assad í gær. 12.3.2005 00:01 Munntóbak hefur þrefaldast í verði Munntóbaksskortur er á höfuðborgarsvæðinu. Munntóbak er ólöglegt samkvæmt lögum en þrátt fyrir það er mikið verslað með þessa vöru á svarta markaðnum. Dósin hefur hækkað úr 500 krónum í 1.800 undanfarið. 12.3.2005 00:01 Barnasáttmáli kynntur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hélt upp á árs afmæli sitt í gær. Afmælisveislan var haldin á skrifstofu UNICEF á Íslandi við Skaftahlíð 24 í Reykjavík. 12.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sjö myrtir í messu Sjö manns voru skotnir til bana og fleiri særðust í skotárás í messu á hótelinu Sheraton í Wisconsin á laugardaginn. Eftir að hafa skotið á kirkjugesti tók árásarmaðurinn eigið líf. 13.3.2005 00:01
Costa del glæpur Spænska lögreglan kom upp um víðfeðman, alþjóðlegan glæpahring sem hafði bækistöðvar í Marbella við suðurströnd Spánar. Talið er að hringurinn hafi stundað peningaþvætti á yfir 300 milljónum dollara fyrir ýmis glæpasamtök. 13.3.2005 00:01
Keppast um hylli Háskólans í Rvk. Reykjavík og Garðabær keppast nú við að bjóða Háskólanum í Reykjavík góðar byggingalóðir. Reykjavík býður Vatnsmýrina í vísindaþorpi framtíðar. Garðabær býður land við Urriðaholt í göngufæri við Heiðmörkina. 13.3.2005 00:01
Hreyfing sem þunglyndislyf Komið hefur í ljós að hreyfing hefur áhrif á sömu taugaboðefni og þunglyndislyf. Í Svíþjóð geta læknar skrifað upp á svokallaða hreyfingarseðla til þunglyndra sem viðbót við önnur lyf. Rætt hefur verið um svipaðar breytingar á heilbrigðiskerfinu á hinum Norðurlöndunum. 13.3.2005 00:01
Systkini létust er sjónvarp sprakk Fjögur systkini, átta til sautján ára gömul, létust þegar sjónvarpstæki í svefnherbergi þeirra sprakk. Foreldrar barnanna fengu slæm brunasár eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Slysið varð í Alexandríu í Egyptalandi. 13.3.2005 00:01
Hefðarkonur í söðli Um 200 börn og unglingar sýndu listir sínar á sýningunni Æskan og hesturinn sem var haldin í þrettánda sinn um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal. 13.3.2005 00:01
Mesta hækkunin á Austurlandi Verð á íbúðarhúsnæði á Austurlandi hækkaði um tæp 35 prósent milli áranna 2003 og 2004. Hækkunin var hvergi meiri á landinu öllu en á sama tímabili hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu um rúm 13 prósent. 13.3.2005 00:01
Kræklingarækt í sókn Samningur um endurfjármögnun Norðurskeljar í Hrísey hefur verið undirritaður og þar með liggur fyrir uppbygging bláskeljaræktunar í Eyjafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í febrúar stefnir fyrirtækið á 800 tonna ársframleiðslu innan þriggja ára og enn umfangsmeiri ræktun árin þar á eftir. 13.3.2005 00:01
Glæfralegur hraðakstur á Selfossi Átján ára ökumaður var stöðvaður í nótt eftir glæfralegan hraðakstur á Selfossi. Pilturinn, sem var á Toyota Land Cruiser jeppa, mældist á 137 kílómetra hraða innanbæjar á Selfossi þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 kílómetrar. Hann ók síðan yfir hringtorg og út úr bænum í átt til Reykjavíkur. 12.3.2005 00:01
Al-Qaida fordæmir ráðstefnuna Al-Qaida í Írak fordæmir ráðstefnu um öryggismál í Madríd á Spáni og segja formælendur samtakanna að þar séu trúleysingjar saman komnir. Í yfirlýsingu samtakanna segir að íslam muni lifa af, þó að trúleysingjar reyni að taka höndum saman í stríði sínu gegn múslímum um víða veröld. 12.3.2005 00:01
Aukning í árásum tölvuhakkara Mikil aukning hefur orðið á árásum svokallaðra tölvuhakkara á vefsíður íslenskra fyrirtækja upp á síðkastið. Lögreglan í Reykjavík hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að huga vel að vírusvörnum í tölvum sínum. 12.3.2005 00:01
Féll á milli hæða Kona um tvítugt var flutt á sjúkrahús eftir að hafa stokkið eða fallið á milli hæða í fjölbýlishúsi á Ísafirði. Klukkan fimm í nótt var tilkynnt var um að kona hefði stokkið fram af svölum á þriðju hæð hússins og þegar lögreglan kom á staðinn reyndist hún hafa fallið niður á svalir á annarri hæð, en þær standa út undan svölunum á hæðinni fyrir ofan. 12.3.2005 00:01
Flóttamaðurinn ófundinn Sakborningurinn sem slapp eftir að hafa gripið skammbyssu öryggisvarðar í dómshúsi í Atlanta í gær, og skotið tvo öryggisverði og dómarann til bana, er enn leitað. Fé hefur verið lagt manninum til höfuðs en lögreglan hefur litla hugmynd um hvar hann gæti nú verið að finna. 12.3.2005 00:01
Hamas taka þátt í kosningunum Hamas-samtökin ætla að taka þátt í þingkosningum í Palestínu í sumar og verður rétturinn til vopnaðrar baráttu efst á stefnuskránni. Þetta gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir friðarferlið. 12.3.2005 00:01
Góður skíðadagur um mest allt land Þetta er góður skíðadagur um mest allt land. Nægur snjór er á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins þar sem veður er gott. Hlíðarfjall verður opið frá klukkan tvö en þar ekki mikill snjór. 12.3.2005 00:01
Í Hvíta húsið að nýju Karen Hughes, sem var náinn samstarfsmaður Bush Bandaríkjaforseta í upphafi fyrra kjörtímabils hans, er nú á ný komin til starfa fyrir Hvíta húsið. Henni er ætlað að stýra ímyndarherferð Bandaríkjanna sem er til þess hugsuð að draga úr andúð á Bandaríkjunum erlendis, einkum meðal múslíma. 12.3.2005 00:01
Mannskætt lestarslys í Víetnam Á annan tug manna er látinn og 200 eru slasaðir eftir að hraðlest fór út af sporinu í Víetnam í dag. Að minnsta kosti 30 hinna slösuðu eru í lífshættu. Lestin var á leið frá Hanoí, höfuðborg Víetnam, til borgarinnar Ho Chi Minh með um 500 farþega innanborðs. Ekki liggur fyrir hvers vegna lestin fór út af sporinu. 12.3.2005 00:01
Stofnunin sýknuð af kröfu föður Tryggingastofnun var í Hæstarétti í gær sýknuð af kröfu föður um ógildingu á ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á greiðslum í fæðingarorlofi. Maðurinn var ekki talinn uppfylla þau skilyrði laga um fæðingar- og foreldraorlof að hafa verið samfellt sex mánuði á innlendum vinnumarkaði fyrir upphafsdag fæðingarorlofs. 12.3.2005 00:01
Hryðjuverkalögin samþykkt Ströng og umdeild hryðjuverkalög voru samþykkt á breska þinginu í gær eftir langar og sögulegar deilur þingmanna og stjórnar. 12.3.2005 00:01
Hafís fyrir öllu Norðurlandi Hafís er nú fyrir öllu Norðurlandi. Í gærkvöldi var hann skammt undan Grímsey en að sögn Theódórs Hervarssonar, veðurfræðings á Veðurstofunni, hefur ástandið versnað. Ísinn er nú kominn upp að eyjunni og umlykur hana alveg. 12.3.2005 00:01
Stjórnmálasamband við Gvæönu Ísland hefur tekið upp stjórnmálasamband við Gvæönu og var yfirlýsing þess efnis undirrituð í New York í fyrradag. Gvæana er á norðausturströnd Suður-Ameríku og á landamæri að Venesúela, Brasilíu og Súrinam. 12.3.2005 00:01
15 ára piltar í gæsluvarðhaldi Tveir fimmtán ára piltar sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um á annan tug innbrota á Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur. Annar piltanna hefur áður setið í gæsluvarðhaldi. 12.3.2005 00:01
Heimsendir í nánd? Líf á jörðu þurrkast út með 62 milljón ára millibili, samkvæmt því sem bandarískir vísindamenn hafa komist að. Hvers vegna liggur þó ekki alveg ljóst fyrir. 12.3.2005 00:01
Newman hættir að leika Paul Newman ætlar að hætta að leika. Newman, sem er orðinn áttræður, segist ætla að leika í einni kvikmynd til viðbótar áður en hann dregur sig í hlé. Hann segir einnig að líkindum tímabært að hætta að taka þátt í kappakstri en á yngri árum sagði Newman að kappakstur og kvikmyndaleikur væru einu ástríðurnar í lífinu. 12.3.2005 00:01
Atlantsolía opnar brátt Atlantsolía mun opna bensínstöð í Reykjanesbæ áður en langt um líður. Fyrsta skóflustungan að nýrri stöð þar var tekin í síðasta mánuði og í gær komu stóreflis eldsneytistankar frá Atlantsolíu til bæjarins og bíða þess að vera settir niður á lóð fyrirtækisins samkvæmt Víkurfréttum. 12.3.2005 00:01
Peningaþvottur upp á 20 milljarða Spænska lögreglan hefur handtekið 41 mann, grunaðan um að standa fyrir skipulögðum peningaþvotti. Talið er að hópurinn hafi þvegið peninga fyrir allt að 250 milljónir evra, eða sem samsvarar um 20 milljörðum íslenskra króna, og að sögn talsmanns í spænska innanríkisráðuneytinu leikur grunur á að rússneska olíufyritækið Yukos tengist aðgerðum hópsins. 12.3.2005 00:01
Þyrlan sett í viðbragðsstöðu Tveir unglingspiltar slösuðust í Bláfjöllum nú síðdegis þegar þeir lentu saman, að því er talið er, ofarlega í fjallinu, nærri nýju stólalyftunni. Tveir sjúkrabílar voru sendir á staðinn og er óttast að piltarnir hafi orðið fyrir hryggmeiðslum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en ákveðið hefur verið senda hana ekki á vettvang. 12.3.2005 00:01
Háskólasetur Vestfjarða stofnað Háskólasetur Vestfjarða var stofnað við hátíðlega athöfn í framtíðarhúsnæði setursins, Vestrahúsinu á Ísafirði, í dag. Stofnfundurinn var í sal Ísfangs þar sem var margt góðra gesta, þ.á m. þrír ráðherrar. 12.3.2005 00:01
Peningar og kort liðin tíð? Viðskiptavinir þýskrar verslanakeðju geta brátt farið algjörlega peninga- og kortalausir inn í verslanir fyrirtækisins og samt gengið þaðan út, klyfjaðir af vörum, eða a.m.k. í samræmi við það sem bankainnistæða þeirra leyfir. Verslanakeðjan vinnur nefnilega að því að setja fingraskanna í allar verslanir sínar. 12.3.2005 00:01
Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann Björgunarsveitarmenn úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar komu að vélsleðamanni við Strútslaug um þrjúleytið í dag sem hafði slasast þegar sleði hans féll niður bratta. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar og fór hún frá Reykjavík um klukkan hálffjögur. 12.3.2005 00:01
Hafísinn færist líklega nær Fokkervél Landhelgisgæslunnar er nýlent eftir ískönnunarflug. Ísinn var kannaður allt frá Horni og austur úr. Hafísinn umlykur nú Grímsey og miðað við vindátt og spá má búast við að hann færist nær landi fyrir norðan. 12.3.2005 00:01
Páfi að braggast Jóhannes Páll páfi II yfirgefur að líkindum Gemelli-sjúkrahúsið í Rómaborg fyrir næstu helgi, jafnvel á mánudag eða þriðjudag. Páfi hefur legið á sjúkrahúsi í hálfan mánuð vegna öndunarerfiðleika. Talsmenn Páfagarðs segja páfa eiga betra með að tala nú en fyrir nokkrum dögum og að hann sé að braggast. 12.3.2005 00:01
Byssumaðurinn handsamaður Lögreglan í Atlanta í Bandaríkjunum handtók nú rétt áðan Brian Nichols sem skaut dómara og tvo aðra til bana í dómsal í Atlanta í gær. Hann var handtekinn norðan við borgina eftir að lögregla hafði umkringt manninn. 12.3.2005 00:01
Herinn fer burt Brotthvarf Sýrlendinga frá Líbanon er óhjákvæmilegt og frágengið, en greint var frá samkomulagi þess efnis síðdegis. Þrýstingurinn á stjórnvöld í Damaskus hefur aukist jafnt og þétt undanfarna sólarhringa og yfirlýsingar Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, fyrr í vikunni, dugðu ekkert til að draga þar úr. 12.3.2005 00:01
Nátturuleysi plagar pöndur Hvað á að gera þegar náttúruleysi er við það að útrýma heilli dýrategund? Vísindamenn um allan heim standa frammi fyrir þessari spurningu og svarið skiptir sköpum fyrir pandabirni. Sérfræðingar í Bandaríkjunum sáu sér þann kost vænstan að grípa til tæknifrjóvgunar eftir að hafa reynt allt til að fá pöndurnar Mei-sjang og Tían-tían til að fjölga sér upp á gamla móðinn. 12.3.2005 00:01
4 með matareitrun eftir túnfiskát Fjórir einstaklingar veiktust í fyrra eftir að hafa borðað túnfisk á veitingahúsum en svokölluð krílfiskeitrun er ein af mörgum eitrunum sem geta komið upp við neyslu sjávarfangs. 12.3.2005 00:01
Ofsaakstur á Selfossi <font face="Helv"> Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa afskipti af ökumanni í nótt, sem ók á 137 kílómetra hraða við brúna vestast í bænum. </font> 12.3.2005 00:01
Búið að ná árásarmanninum Gróf skotárás grunaðs manns í dómsal í Bandaríkjunum hefur vakið ótta og reiði þar í landi. Maðurinn drap þrjá og náðist í dag á flótta. Maðurinn sem heitir Brian Nichols og er 33 ára og starfaði áður sem tölvuviðgerðarmaður. Hann var sakaður um nauðgun, innbrot og fleiri afbrot sem beindust einkum að fyrrverandi unnustu hans. 12.3.2005 00:01
Hafísinn kominn að Melrakkasléttu Hafís nálgast norðurströnd landsins óðfluga og hefur náð landi við Melrakkasléttu. Siglingaleiðir þar eru varasamar og gangi veðurspáin eftir, mun ástandið enn versna. 12.3.2005 00:01
Formaður eða ráðherra hindri leka Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segir það hlutverk stjórnarformanns Landssímans eða fjármálaráðherra að tryggja að trúnaðarupplýsingar leki ekki út við sölu Landssímans. Einkavæðingarnefnd bregðist hins vegar við, geri aðrir það ekki. 12.3.2005 00:01
Landhelgisgæslan til Keflavíkur Landhelgisgæslan mun flytja til Keflavíkur á næstu árum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að það liggi fyrir að Íslendingar taki að sér meiri verkefni í tengslum við Keflavíkurflugvöll og Varnarliðið. Þar nefndi ráðherra Landhelgisgæsluna og lögregluna en víkingasveitin verður efld og tólf manna sveit staðsett í Keflavík. 12.3.2005 00:01
Seldu kökur fyrir sígarettur Nemendur í 8. bekk HR í Austurbæjarskóla tóku reykingamenn á beinið í dag. Bekkurinn, sem er reyklaus, bakaði kökur og fór í Smáralind þar sem reykingamönnum voru boðnar kökur í skiptum fyrir sígarrettur. Sígarettunum var síðan eytt. 12.3.2005 00:01
Assad lofar að draga herinn burt Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fer á fund Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í næstu viku. Hann ætlar að láta Annan fá tímaáætlun um brottflutning her- og leyniþjónustumanna frá Líbanon. Sendiboði Sameinuðu þjóðanna fundaði með Assad í gær. 12.3.2005 00:01
Munntóbak hefur þrefaldast í verði Munntóbaksskortur er á höfuðborgarsvæðinu. Munntóbak er ólöglegt samkvæmt lögum en þrátt fyrir það er mikið verslað með þessa vöru á svarta markaðnum. Dósin hefur hækkað úr 500 krónum í 1.800 undanfarið. 12.3.2005 00:01
Barnasáttmáli kynntur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hélt upp á árs afmæli sitt í gær. Afmælisveislan var haldin á skrifstofu UNICEF á Íslandi við Skaftahlíð 24 í Reykjavík. 12.3.2005 00:01