Innlent

Rann niður hlíð á Tindfjallajökli

Björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum barst tilkynning um slys milli tindanna Saxa og Búra á Tindfjallajökli um klukkan 15.45 í dag. Bíll með tveimur innanborðs rann þar niður nokkurn halla og voru fimm björgunarsveitarbílar með um 25 manns sendir áleiðis á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu. Fljótlega bárust upplýsingar að báðir þeir sem í bílnum voru hafi sloppið að mestu ómeiddir frá slysinu. Björgunarsveitir munu halda áleiðis á vettvang og reyna að aðstoða við að ná bílnum til byggða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×