Lífið

Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par

Elísabet Hanna skrifar
Parið á erlendri kvikmyndahátíð þar sem Svörtu Sandar slógu í gegn.
Parið á erlendri kvikmyndahátíð þar sem Svörtu Sandar slógu í gegn. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra.

Parið kynntist við tökur á þáttunum sem eru spennu- og dramaþættir í leikstjórn Baldvins Z. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Berlinale sem er ein stærsta kvikmyndahátíð í heiminum valdi þættina til frumsýninga utan heimalands á dögunum. Þar með varð þáttaröðin fyrst íslenskra þáttasería til þess að hljóta þann heiður og fóru þau út á hátíðina ásamt öðrum sem komu að þáttunum.


Tengdar fréttir

Skráði sig í leik­listar­nám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið

Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann.

Baldvin Z með nýja glæpaseríu

Baldvin Z leikstýrir nýrri glæpaseríu sem mun heita Svörtu sandar. Stöð 2 og framleiðslufyrirtækið Glassriver undirrituðu samning um framleiðslu hennar og gamanseríunnar Magaluf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×