Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2026 14:15 Myndin er tekin í húsnæði EFTA í Brussel. Vísir/EPA Innleiðingarhalli tilskipana á Íslandi hefur minnkað frá síðasta frammistöðu mati Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) hefur innleiðingarhalli EES-EFTA. Halli Íslands við innleiðingu reglugerða eykst þó verulega. . Samkvæmt tilkynningu hefur innleiðingarhalli tilskipana á Íslandi minnkað úr 2,1 prósenti í 1,5 prósent. Það er minnsti innleiðingarhalli sem mælst hefur í desemberútgáfum frammistöðumatsins síðan 2022. Útistandandi tilskipunum fækkaði úr 17 í 12. Jafnframt fækkar tilskipunum sem hafa verið útistandandi í meira en tvö ár niður í eina. Sú tilskipun er á sviði félagaréttar og hefur verið útistandandi í meira en fjögur ár. Þá kemur fram að eftir góðan árangur á árunum 2020 til 2024 í að draga úr fjölda reglugerða sem ekki höfðu verið innleiddar að fullu í landsrétt hafi orðið veruleg aukning á innleiðingarhalla Íslands. Fjöldi reglugerða sem ekki höfðu verið innleiddar að fullu í landsrétt jókst úr 65 í 108 frá frammistöðumatinu í desember 2024. Samkvæmt því er 2,2 prósenta innleiðingarhalli reglugerða á Íslandi. Af þessum útistandandi reglugerðum eru 56,5 prósent á sviði fjármálaþjónustu og 16,7 prósent á sviði samgöngumála. Í tilkynningu kemur fram að frammistöðumatið sýni að meðaltal óinnleiddra tilskipana í EES-EFTA ríkjunum minnkaði niður í eitt prósent, þar sem bæði Ísland og Noregur fækkuðu óinnleiddum tilskipunum frá fyrra ári. Ísland, Noregur og Liechtenstein fara þó öll yfir 0,5 prósenta viðmið um útistandandi gerðir sem ESA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sett, en aðeins tvö EES-ríki ná þessu viðmiði. Ísland fækkaði tilskipunum sem hafa verið útistandandi í meira en tvö ár úr fjórum í eina. Noregur er áfram með tvær tilskipanir sem hafa verið útistandandi í meira en tvö ár, en sú elsta þeirra hefur verið óinnleidd í meira en sjö ár. Í Liechtenstein jókst halli við innleiðingu tilskipana lítillega, eða úr 0,6 prósentum í 0,7 prósent, og eru nú sex tilskipanir óinnleiddar, sem er það mesta síðan í desember 2020. Ein þeirra, á sviði orku- og tæknilegra viðskiptahindrana, hefur verið útistandandi í meira en tvö ár. Í tilkynningu kemur einnig fram að heildarfjöldi opinna samningsbrotamála fækkaði lítillega úr 162 í 157 frá frammistöðumatinu í desember 2024. Samningsbrotamálum vegna Íslands fækkaði úr 124 í 120 og vegna Noregs úr 31 í 28. Á hinn bóginn jókst fjöldi samningsbrotamála sem varða Liechtenstein úr sjö í níu. Þrátt fyrir þessa þróun er Liechtenstein áfram það EES-EFTA-ríki sem er með fæst samningsbrotamál. Af þeim samningabrotamálum sem eru enn til meðferðar hjá EES-EFTA ríkjunum varða 74 prósent þeirra óinnleiddar EES-gerðir. Í tilkynningu segir að frammistöðumat innra markaðssviðs EES-EFTA-ríkjanna sé birt samhliða frammistöðumati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á ESB-aðildaríkjunum, sem gerir kleift að bera saman EES-EFTA-ríkin og aðildarríki ESB. Meðalinnleiðingarhalli tilskipana á innri markaði meðal aðildarríkja ESB jókst úr 0,8 prósentum í 1,1 prósent frá frammistöðumatinu í desember 2024 og aðeins tvö aðildarríki ná 0,5 prósenta viðmiðinu. Fjórtán aðildarríki ESB, ásamt Íslandi, voru með innleiðingarhalla yfir einu prósenti. Ísland, þrátt fyrir að hafa minnkað innleiðingarhallann úr 2,1 prósenti í 1,5 prósent, er áfram í neðri hluta töflunnar á meðan Liechtenstein og Noregur, bæði með 0,7 prósent, teljast til þeirra sem standa sig betur, þó enn yfir 0,5 prósenta markmiðinu. Tvö ESB-ríki, Búlgaría og Slóvakía, ásamt Íslandi og Noregi, fækkuðu útistandandi tilskipunum. Á hinn bóginn fjölgaði óinnleiddum tilskipunum hjá 23 aðildarríkjum ESB auk Liechtenstein. Þessar niðurstöður fyrir EES EFTA-ríkin byggja á 819 tilskipunum sem teknar voru upp í EES-samninginn og tóku gildi 30. nóvember 2025, samanborið við 1.022 tilskipanir í Evrópusambandinu. Munurinn skýrist af því að sumar tilskipanir falla utan gildissviðs EES-samningsins, auk þess sem þær tilskipanir sem falla innan hans taka oft gildi og eru felldar úr gildi í ESB áður en samsvarandi ferlum innan EES er lokið. Túlka ber samanburðinn milli EES- og ESB-ríkja með þetta í huga. Frammistöðumatið er gefið út tvisvar á ári og sýnir fjölda tilskipana og reglugerða sem hafa verið innleiddar í EES-samninginn og tekið gildi en ekki verið innleiddar í landsrétt. Þá veitir frammistöðumatið auk þess upplýsingar um fjölda opinna samningsbrotamála og annarra atriða sem snerta framkvæmd EES-samningsins. Mikilvægt er að EES-ríkin innleiði löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins á réttum tíma og með réttum hætti þannig að íbúar og fyrirtæki á öllum innri markaðnum fái notið fulls ávinnings af EES-samningnum. Evrópusambandið EFTA Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu hefur innleiðingarhalli tilskipana á Íslandi minnkað úr 2,1 prósenti í 1,5 prósent. Það er minnsti innleiðingarhalli sem mælst hefur í desemberútgáfum frammistöðumatsins síðan 2022. Útistandandi tilskipunum fækkaði úr 17 í 12. Jafnframt fækkar tilskipunum sem hafa verið útistandandi í meira en tvö ár niður í eina. Sú tilskipun er á sviði félagaréttar og hefur verið útistandandi í meira en fjögur ár. Þá kemur fram að eftir góðan árangur á árunum 2020 til 2024 í að draga úr fjölda reglugerða sem ekki höfðu verið innleiddar að fullu í landsrétt hafi orðið veruleg aukning á innleiðingarhalla Íslands. Fjöldi reglugerða sem ekki höfðu verið innleiddar að fullu í landsrétt jókst úr 65 í 108 frá frammistöðumatinu í desember 2024. Samkvæmt því er 2,2 prósenta innleiðingarhalli reglugerða á Íslandi. Af þessum útistandandi reglugerðum eru 56,5 prósent á sviði fjármálaþjónustu og 16,7 prósent á sviði samgöngumála. Í tilkynningu kemur fram að frammistöðumatið sýni að meðaltal óinnleiddra tilskipana í EES-EFTA ríkjunum minnkaði niður í eitt prósent, þar sem bæði Ísland og Noregur fækkuðu óinnleiddum tilskipunum frá fyrra ári. Ísland, Noregur og Liechtenstein fara þó öll yfir 0,5 prósenta viðmið um útistandandi gerðir sem ESA og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa sett, en aðeins tvö EES-ríki ná þessu viðmiði. Ísland fækkaði tilskipunum sem hafa verið útistandandi í meira en tvö ár úr fjórum í eina. Noregur er áfram með tvær tilskipanir sem hafa verið útistandandi í meira en tvö ár, en sú elsta þeirra hefur verið óinnleidd í meira en sjö ár. Í Liechtenstein jókst halli við innleiðingu tilskipana lítillega, eða úr 0,6 prósentum í 0,7 prósent, og eru nú sex tilskipanir óinnleiddar, sem er það mesta síðan í desember 2020. Ein þeirra, á sviði orku- og tæknilegra viðskiptahindrana, hefur verið útistandandi í meira en tvö ár. Í tilkynningu kemur einnig fram að heildarfjöldi opinna samningsbrotamála fækkaði lítillega úr 162 í 157 frá frammistöðumatinu í desember 2024. Samningsbrotamálum vegna Íslands fækkaði úr 124 í 120 og vegna Noregs úr 31 í 28. Á hinn bóginn jókst fjöldi samningsbrotamála sem varða Liechtenstein úr sjö í níu. Þrátt fyrir þessa þróun er Liechtenstein áfram það EES-EFTA-ríki sem er með fæst samningsbrotamál. Af þeim samningabrotamálum sem eru enn til meðferðar hjá EES-EFTA ríkjunum varða 74 prósent þeirra óinnleiddar EES-gerðir. Í tilkynningu segir að frammistöðumat innra markaðssviðs EES-EFTA-ríkjanna sé birt samhliða frammistöðumati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á ESB-aðildaríkjunum, sem gerir kleift að bera saman EES-EFTA-ríkin og aðildarríki ESB. Meðalinnleiðingarhalli tilskipana á innri markaði meðal aðildarríkja ESB jókst úr 0,8 prósentum í 1,1 prósent frá frammistöðumatinu í desember 2024 og aðeins tvö aðildarríki ná 0,5 prósenta viðmiðinu. Fjórtán aðildarríki ESB, ásamt Íslandi, voru með innleiðingarhalla yfir einu prósenti. Ísland, þrátt fyrir að hafa minnkað innleiðingarhallann úr 2,1 prósenti í 1,5 prósent, er áfram í neðri hluta töflunnar á meðan Liechtenstein og Noregur, bæði með 0,7 prósent, teljast til þeirra sem standa sig betur, þó enn yfir 0,5 prósenta markmiðinu. Tvö ESB-ríki, Búlgaría og Slóvakía, ásamt Íslandi og Noregi, fækkuðu útistandandi tilskipunum. Á hinn bóginn fjölgaði óinnleiddum tilskipunum hjá 23 aðildarríkjum ESB auk Liechtenstein. Þessar niðurstöður fyrir EES EFTA-ríkin byggja á 819 tilskipunum sem teknar voru upp í EES-samninginn og tóku gildi 30. nóvember 2025, samanborið við 1.022 tilskipanir í Evrópusambandinu. Munurinn skýrist af því að sumar tilskipanir falla utan gildissviðs EES-samningsins, auk þess sem þær tilskipanir sem falla innan hans taka oft gildi og eru felldar úr gildi í ESB áður en samsvarandi ferlum innan EES er lokið. Túlka ber samanburðinn milli EES- og ESB-ríkja með þetta í huga. Frammistöðumatið er gefið út tvisvar á ári og sýnir fjölda tilskipana og reglugerða sem hafa verið innleiddar í EES-samninginn og tekið gildi en ekki verið innleiddar í landsrétt. Þá veitir frammistöðumatið auk þess upplýsingar um fjölda opinna samningsbrotamála og annarra atriða sem snerta framkvæmd EES-samningsins. Mikilvægt er að EES-ríkin innleiði löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins á réttum tíma og með réttum hætti þannig að íbúar og fyrirtæki á öllum innri markaðnum fái notið fulls ávinnings af EES-samningnum.
Evrópusambandið EFTA Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira