Innlent

Við­reisn býður fram undir merkjum Sam­fylkingar

Árni Sæberg skrifar
Samfylking og Viðreisn á Seltjarnarnesi hafa gengið í eina sæng.
Samfylking og Viðreisn á Seltjarnarnesi hafa gengið í eina sæng. Vísir/Vilhelm

Á fjölmennum fundi í vallarhúsi Gróttu á Seltjarnarnesi var tekin ákvörðun um að Samfylkingin bjóði fram í samstarfi við Viðreisn og óflokksbundna Seltirninga undir merkjum Samfylkingar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Í tilkynningu þess efnis á vef Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi segir að tekin hafi verið ákvörðun um að stillt yrði upp á lista 

„Auglýsir Samfylkingin og óháðir eftir tilnefningum og framboðum Seltirninga sem vilja taka þátt í því verkefni að taka til í rekstri sveitarfélagsins, bæta þjónustu við íbúa og skipuleggja bæinn okkar með það í huga að auka lífsgæði.“

Eftifarandi skipa uppstillingarnefnd framboðsins:

  •  Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður
  •  Magnea Gylfadóttir
  •  Karl Pétur Jónsson
  •  Karen María Jónsdóttir
  •  Stefán Árni Gylfason

Ætla má að sameinað framboð sé til höfuðs Sjálfstæðisflokknum en hann hefur hlotið hreina meirihluta í öllum bæjarstjórnarkosningum á Seltjarnarnesi frá því að bærinn hlaut kaupstaðarréttindi árið 1974.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×