Innlent

Stjórnar­for­maður Vélfags hand­tekinn í að­gerðum sak­sóknara

Kjartan Kjartansson skrifar
Alfreð Tulinius er stjórnarformaður Vélfags.
Alfreð Tulinius er stjórnarformaður Vélfags. Vélfag

Héraðssaksóknari gerði húsleit í höfuðstöðvum Vélfags á Akureyri í morgun og var Alfreð Tulinius, stjórnarformaður félagsins, handtekinn í tengslum við þær. Vélfag sætir viðskiptaþvingunum vegna tengsla eiganda fyrirtækisins við rússneska skuggaflotann.

Aðgerðirnar standa enn yfir og tengast rannsókn saksóknara á starfsemi Vélfags. RÚV sagði fyrst frá aðgerðunum en Vísir hefur fengið þær staðfestar. Alfreð er sagður hafa réttarstöðu sakbornings.

Hvorki liggur fyrir að hverju rannsóknin beinist nákvæmlega né hvort að fleiri hafi verið handteknir í aðgerðunum.

Alfreð tók við stjórnartaumunum í Vélfagi í sumar eftir að fjármunir fyrirtækisins voru frystir á grundvelli refsiaðgerða gegn rússnesku útgerðarfélagi með tengsl við svonefndan Skuggaflota Rússlands. Meirihlutaeigandi Vélfags er talinn tengdur eigendum rússneska félagsins og hafa keypt Vélfag til málamynda rétt áður en tilkynnt var um þvingunaraðgerðirnar gegn Rússunum.


Tengdar fréttir

Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun

Utanríkisráðuneytið veitti Vélfagi heimild til þess að greiða starfsmönnum fyrirtækisins laun af frystum reikningi í gær. Landsbankinn frysti reikning lögmanns Vélfags eftir að fjármunir félagsins voru millifærðir á hann.

Vélfagsmálið beint í Hæstarétt

Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vélfags á hendur íslenska ríkinu fyrir, án þess að Landsréttur taki það fyrir. Félagið krafðist þess að frystingu fjármuna þess vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússum yrði aflétt en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni.

Segir komið í veg fyrir að starfs­menn Vélfags fái greitt

Lögmaður tæknifyrirtækisins Vélfags segir að Landsbankinn hafi fryst reikning lögmannsstofu sem átti að nota til þess að greiða starfsmönnum laun og gera upp við birgja og veðhafa. Utanríkisráðuneytið hafi málið til skoðunar en ekki veitt neinar undanþágur til að liðka fyrir útborgun launanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×