Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2026 15:54 Höfuðstöðvar Vélfags á Akureyri. Vélfag Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vélfags á hendur íslenska ríkinu fyrir, án þess að Landsréttur taki það fyrir. Félagið krafðist þess að frystingu fjármuna þess vegna þvingunaraðgerða gagnvart Rússum yrði aflétt en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Vélfags segir að frysting fjármunanna hafi verið framkvæmd á grundvelli laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Niðurstaða dómsins hafi byggst á því að tiltekin grein laganna væri bundin við skyldu utanríkisráðherra til að aflétta þvingunarráðstöfun gagnvart aðila sem bæri sama eða svipað nafn og sá aðili sem væri á þvingunarlista. Hins vegar hafi dómurinn talið að hvorki yrði af lagaákvæðinu sjálfu né öðrum ákvæðum sömu laga ályktað að skylda ráðherra væri víðtækari en við framangreindar aðstæður. Þá hafi verið talið að ríkið hefði með fullnægjandi hætti sýnt fram á að ákvörðun um að Vélfag sætti þvingunaraðgerðum væri ekki byggð á nafnaruglingi og því væru skilyrði laganna ekki uppfyllt. Vélfag hafi byggt á því að niðurstaða í málinu hefði mikið fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu. Málið væri það fyrsta sem rekið væri fyrir dómstólum hér á landi um túlkun og beitingu laganna og reglugerðar ráðs Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða Rússlands sem grafa undan stöðugleika. Í héraðsdómi hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að það væri í verkahring Arion banka hf. að ákveða að aflétta frystingu og mál um slíkt yrði að reka gegn bankanum. Vélfag hafi einkum byggt á því að dómurinn sé rangur um hvar vald til að aflétta frystingu fjármuna liggur þar sem það fari í bága við reglur stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttar að fela einkaaðilum eftirlits- og ákvörðunarvald um íþyngjandi aðgerðir sem ríkið hafi skuldbundið sig að þjóðarétti til að beita innan lögsögu sinnar. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna auk þess sem úrslit þess kunna að hafa verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá liggja ekki fyrir í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni leyfisbeiðanda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar. Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Dómsmál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Í ákvörðun Hæstaréttar um málskotsbeiðni Vélfags segir að frysting fjármunanna hafi verið framkvæmd á grundvelli laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Niðurstaða dómsins hafi byggst á því að tiltekin grein laganna væri bundin við skyldu utanríkisráðherra til að aflétta þvingunarráðstöfun gagnvart aðila sem bæri sama eða svipað nafn og sá aðili sem væri á þvingunarlista. Hins vegar hafi dómurinn talið að hvorki yrði af lagaákvæðinu sjálfu né öðrum ákvæðum sömu laga ályktað að skylda ráðherra væri víðtækari en við framangreindar aðstæður. Þá hafi verið talið að ríkið hefði með fullnægjandi hætti sýnt fram á að ákvörðun um að Vélfag sætti þvingunaraðgerðum væri ekki byggð á nafnaruglingi og því væru skilyrði laganna ekki uppfyllt. Vélfag hafi byggt á því að niðurstaða í málinu hefði mikið fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og verulega samfélagslega þýðingu. Málið væri það fyrsta sem rekið væri fyrir dómstólum hér á landi um túlkun og beitingu laganna og reglugerðar ráðs Evrópusambandsins um þvingunaraðgerðir í ljósi aðgerða Rússlands sem grafa undan stöðugleika. Í héraðsdómi hefði verið komist að þeirri niðurstöðu að það væri í verkahring Arion banka hf. að ákveða að aflétta frystingu og mál um slíkt yrði að reka gegn bankanum. Vélfag hafi einkum byggt á því að dómurinn sé rangur um hvar vald til að aflétta frystingu fjármuna liggur þar sem það fari í bága við reglur stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttar að fela einkaaðilum eftirlits- og ákvörðunarvald um íþyngjandi aðgerðir sem ríkið hafi skuldbundið sig að þjóðarétti til að beita innan lögsögu sinnar. „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í því geti haft almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna auk þess sem úrslit þess kunna að hafa verulega samfélagslega þýðingu að öðru leyti. Þá liggja ekki fyrir í málinu þær aðstæður sem komið geta í veg fyrir að leyfi til að áfrýjunar beint til Hæstaréttar verði veitt á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991. Beiðni leyfisbeiðanda um leyfi til áfrýjunar héraðsdóms beint til Hæstaréttar er því samþykkt,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar.
Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Dómsmál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira