Fótbolti

Mané skaut Senegal í úr­slit en Salah sást varla

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sadio Mané var hetja Senegal í undanúrslitaleiknum gegn Egyptalandi.
Sadio Mané var hetja Senegal í undanúrslitaleiknum gegn Egyptalandi. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images

Sadio Mané skoraði mark Senegal í 1-0 sigri gegn Egyptalandi í undanúrslitum Afríkumótsins í fótbolta.

Senegalar halda því áfram í úrslitaleikinn og voru vel að sigrinum komnir í dag. Egyptaland komst varla í sókn fyrr en undir lok leiksins en þá átti Omar Marmoush hörkuskot sem var varið.

Þjálfari Egypta hefur verið gagnrýndur fyrir að láta liðið spila varnarsinnaðan bolta og þær raddir verða eflaust bara hærri eftir þetta tap. 

Fyrirliði Egypta, Mohamed Salah, sást varla í leiknum og átti ekkert skot. Fyrrum liðsfélagi hans hjá Liverpool, Sadio Mané, var hins vegar hetja Senegala þegar hann smellti boltanum í netið í fyrstu snertingu á 78. mínútu.

Senegal mun mæta annað hvort Nígeríu eða heimamönnum Marokkó í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×