Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2026 15:30 Ljósvistarhönnuður er ánægður með þá viðurkenningu sem felst í því að fjallað er um ljósvist í nýbreyttri byggingareglugerð. Hann kveðst áfram berjast fyrir því að tekið sér mið af ljósvist þegar hverfi eru skipulögð. samsett Eitt af síðustu verkum Ingu Sæland í ráðuneyti húsnæðismála var að skrifa undir breytingu á byggingarreglugerð og bæta við kröfum um ljósvist. Ljósvistarhönnuður sem barist hefur fyrir þessu í mörg ár segir að bjartari tímar séu fram undan. Hin síðustu ár hefur fólk í auknum mæli vaknað til vitundar um mikilvægi ljósvistar í íbúðahúsnæði. Þessi aukna meðvitund hefur ekki aðeins komið til af góðu því við uppbyggingu margra af nýbyggingum landsins hefur einmitt ekki verið tekið tillit til ljósvistar og hafa hugtök eins og skuggavarp orðið fyrirferðarmeiri í umræðu um skipulagsmál. Áður en Inga Sæland færði sig yfir í barna- og menntamálaráðuneytið, breytti hún byggingareglugerð þar sem í löngu máli er fjallað um ljósvist. Taka þurfi mið af dagsbirtu og útsýni til að tryggja góða ljósvist í vistarverum. Guðjón L. Sigurðsson ljósvistarhönnuður segir þetta tímamót. „Þetta er málefni sem við erum búin að vera að berjast fyrir í mörg ár og loksins hefur orðið að veruleika og þetta breytir okkar faglegu aðkomu að málum heilt yfir.“Með þessu skrefi hafi ljósvist öðlast ákveðinn sess og aukna viðurkenningu.„Við getum sagt það að innivist helgist af þremur þáttum, hljóði, lofti og ljósi. Hingað til hefur hljóðvist verið viðurkennd og samþykkt sem eitthvað sem menn segja að sé nauðsynlegt, sama er með loftið. Það þarf að vera gott loft og súrefni en ljósið hefur ekki fengið þá viðurkenningu sem okkur þykir það þurfa að fá og sem dæmi var stóra dæmið árið 2016 þegar Nóbelsverðlaun voru veitt þeim sem gátu sannað það að ljós hefði áhrif á heilsu manna.“Síðan þá hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að ljós og dagsbirta hafi til að mynda áhrif á hormónastarfsemi líkamans.Erum við þá að fara að sjá fram á bjartari tíma fram undan? „Ekki spurning. Þetta á að vísu ekki að taka gildi að fullu fyrr en 2027, á næsta ári, og í öllu skipulagi á nýjum svæðum. Við höfum svolítið verið að berjast fyrir því að ná ljósvistinni inn í skipulag, deiliskipulag, hverfisskipulag og aðalskipulag og að það verði fjallað um það og í skipulagi verði tekið tillit til þess þegar byggð er skipulögð.“ Nánar er hægt að lesa um breytingarnar og efni um hljóðvist á vefsvæði Stjórnarráðsins. Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Græna gímaldið ljótast Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta. 30. desember 2025 11:22 Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Hver er fallegasta nýbygging ársins? En sú ljótasta? Hópurinn Arkitektúruppreisnin á Íslandi stendur einmitt fyrir opinni atkvæðagreiðslu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar 2025. 21. desember 2025 17:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Hin síðustu ár hefur fólk í auknum mæli vaknað til vitundar um mikilvægi ljósvistar í íbúðahúsnæði. Þessi aukna meðvitund hefur ekki aðeins komið til af góðu því við uppbyggingu margra af nýbyggingum landsins hefur einmitt ekki verið tekið tillit til ljósvistar og hafa hugtök eins og skuggavarp orðið fyrirferðarmeiri í umræðu um skipulagsmál. Áður en Inga Sæland færði sig yfir í barna- og menntamálaráðuneytið, breytti hún byggingareglugerð þar sem í löngu máli er fjallað um ljósvist. Taka þurfi mið af dagsbirtu og útsýni til að tryggja góða ljósvist í vistarverum. Guðjón L. Sigurðsson ljósvistarhönnuður segir þetta tímamót. „Þetta er málefni sem við erum búin að vera að berjast fyrir í mörg ár og loksins hefur orðið að veruleika og þetta breytir okkar faglegu aðkomu að málum heilt yfir.“Með þessu skrefi hafi ljósvist öðlast ákveðinn sess og aukna viðurkenningu.„Við getum sagt það að innivist helgist af þremur þáttum, hljóði, lofti og ljósi. Hingað til hefur hljóðvist verið viðurkennd og samþykkt sem eitthvað sem menn segja að sé nauðsynlegt, sama er með loftið. Það þarf að vera gott loft og súrefni en ljósið hefur ekki fengið þá viðurkenningu sem okkur þykir það þurfa að fá og sem dæmi var stóra dæmið árið 2016 þegar Nóbelsverðlaun voru veitt þeim sem gátu sannað það að ljós hefði áhrif á heilsu manna.“Síðan þá hafa fjölmargar rannsóknir sýnt að ljós og dagsbirta hafi til að mynda áhrif á hormónastarfsemi líkamans.Erum við þá að fara að sjá fram á bjartari tíma fram undan? „Ekki spurning. Þetta á að vísu ekki að taka gildi að fullu fyrr en 2027, á næsta ári, og í öllu skipulagi á nýjum svæðum. Við höfum svolítið verið að berjast fyrir því að ná ljósvistinni inn í skipulag, deiliskipulag, hverfisskipulag og aðalskipulag og að það verði fjallað um það og í skipulagi verði tekið tillit til þess þegar byggð er skipulögð.“ Nánar er hægt að lesa um breytingarnar og efni um hljóðvist á vefsvæði Stjórnarráðsins.
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Græna gímaldið ljótast Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta. 30. desember 2025 11:22 Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Hver er fallegasta nýbygging ársins? En sú ljótasta? Hópurinn Arkitektúruppreisnin á Íslandi stendur einmitt fyrir opinni atkvæðagreiðslu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar 2025. 21. desember 2025 17:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Græna gímaldið ljótast Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta. 30. desember 2025 11:22
Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Hver er fallegasta nýbygging ársins? En sú ljótasta? Hópurinn Arkitektúruppreisnin á Íslandi stendur einmitt fyrir opinni atkvæðagreiðslu um fallegustu og ljótustu nýbyggingar 2025. 21. desember 2025 17:39