Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. janúar 2026 16:21 Unnur Anna Valdimarsdóttir er forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Aðsend Sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar er í uppnámi að mati forseta á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Ekki sé hægt að standa við áform um fjölgun nema í heilbrigðisgreinum vegna niðurskurðar stjórnvalda. Áform hafa verið uppi um að fjölga nemendum innan heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands til að koma í veg fyrir skort á heilbrigðisstarfsfólki á landinu. „Undanfarin ár hefur skortur á heilbrigðisstarfsfólki í landinu aukist meðal annars vegna örrar fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa bent á að mannekla í heilbrigðiskerfinu muni aukast verulega á komandi árum og hafa því kallað eftir því að íslenskir háskólar fjölgi nemum í heilbrigðisgreinum,“ segir í aðsendri grein forsetanna á Vísi. Þessir forsetar og forstöðumenn undirrituðu greinina: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Arna Hauksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum Berglind Eva Benediktsdóttir, forseti Lyfjafræðideildar Bjarni Elvar Pétursson, forseti Tannlæknadeildar Heiða María Sigurðardóttir, forseti Sálfræðideildar Helga Bragadóttir, forseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Ólafur Ögmundarson, forseti Matvæla- og næringarfræðideildar Sólveg Ása Árnadóttir, formaður Námsbrautar í sjúkraþjálfun Sædís Sævarsdóttir, forseti Læknadeildar Til að hægt sé að fjölga nemendunum þurfi hins vegar að fylgja fjármagn þar sem námið sé afar kostnaðarsamt vegna klínískrar þjálfunar, umfangsmikilla sérhæfðra innviða og fjölda sérfræðinga sem þarf til kennslu. Undirstaða velferðarkerfisins sé vel menntað heilbrigðisstarfsfólk. „Fjölgun nema kallar óhjákvæmilega á fjölgun háskólakennara og frekari fjárfestingar í innviðum og húsnæði.“ Skera enn frekar niður Fjárskortur Háskóla Íslands hefur áður verið til umfjöllunar og hækkun skársetningargjalda við skólann er til skoðunar. Forsetarnir benda á að í fjárlögum fyrir árið 2026 bætist við aðhaldskrafa á Háskóla Íslands upp á eitt prósent. Það sé samhliða auknum útgjöldum vegna húsnæðis og launahækkana. „Þessi niðurskurður skaðar kjarnastarfsemi Háskóla Íslands og er grafalvarlegur fyrir Heilbrigðisvísindasvið sem þegar hefur verið vanfjármagnað svo árum skiptir og neyðist nú til að að skera enn frekar niður, fresta nauðsynlegri nýliðun kennara og endurnýjun innviða.“ Afleiðingin sé að áform Háskóla Íslands um að fjölga nemendunum séu í uppnámi og þar af leiðandi „sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar“. „Ráðherrar heilbrigðis- og háskólamála voru nýlega upplýstir um þessa alvarlegu stöðu og þau úrræði sem brýnt er að ráðast í til að forðast frekari skerðingar á starfseminni og tryggja að hægt verði að halda áfram nauðsynlegri fjölgun nema í heilbrigðisgreinum.“ Þau segjast trúa að stjórnvöld muni tafarlaust bregðast við aðkallandi vandamálinu og tryggja farsæla framtíð heilbrigðiskerfisins. Háskólar Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Áform hafa verið uppi um að fjölga nemendum innan heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands til að koma í veg fyrir skort á heilbrigðisstarfsfólki á landinu. „Undanfarin ár hefur skortur á heilbrigðisstarfsfólki í landinu aukist meðal annars vegna örrar fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa bent á að mannekla í heilbrigðiskerfinu muni aukast verulega á komandi árum og hafa því kallað eftir því að íslenskir háskólar fjölgi nemum í heilbrigðisgreinum,“ segir í aðsendri grein forsetanna á Vísi. Þessir forsetar og forstöðumenn undirrituðu greinina: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Arna Hauksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum Berglind Eva Benediktsdóttir, forseti Lyfjafræðideildar Bjarni Elvar Pétursson, forseti Tannlæknadeildar Heiða María Sigurðardóttir, forseti Sálfræðideildar Helga Bragadóttir, forseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Ólafur Ögmundarson, forseti Matvæla- og næringarfræðideildar Sólveg Ása Árnadóttir, formaður Námsbrautar í sjúkraþjálfun Sædís Sævarsdóttir, forseti Læknadeildar Til að hægt sé að fjölga nemendunum þurfi hins vegar að fylgja fjármagn þar sem námið sé afar kostnaðarsamt vegna klínískrar þjálfunar, umfangsmikilla sérhæfðra innviða og fjölda sérfræðinga sem þarf til kennslu. Undirstaða velferðarkerfisins sé vel menntað heilbrigðisstarfsfólk. „Fjölgun nema kallar óhjákvæmilega á fjölgun háskólakennara og frekari fjárfestingar í innviðum og húsnæði.“ Skera enn frekar niður Fjárskortur Háskóla Íslands hefur áður verið til umfjöllunar og hækkun skársetningargjalda við skólann er til skoðunar. Forsetarnir benda á að í fjárlögum fyrir árið 2026 bætist við aðhaldskrafa á Háskóla Íslands upp á eitt prósent. Það sé samhliða auknum útgjöldum vegna húsnæðis og launahækkana. „Þessi niðurskurður skaðar kjarnastarfsemi Háskóla Íslands og er grafalvarlegur fyrir Heilbrigðisvísindasvið sem þegar hefur verið vanfjármagnað svo árum skiptir og neyðist nú til að að skera enn frekar niður, fresta nauðsynlegri nýliðun kennara og endurnýjun innviða.“ Afleiðingin sé að áform Háskóla Íslands um að fjölga nemendunum séu í uppnámi og þar af leiðandi „sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar“. „Ráðherrar heilbrigðis- og háskólamála voru nýlega upplýstir um þessa alvarlegu stöðu og þau úrræði sem brýnt er að ráðast í til að forðast frekari skerðingar á starfseminni og tryggja að hægt verði að halda áfram nauðsynlegri fjölgun nema í heilbrigðisgreinum.“ Þau segjast trúa að stjórnvöld muni tafarlaust bregðast við aðkallandi vandamálinu og tryggja farsæla framtíð heilbrigðiskerfisins.
Þessir forsetar og forstöðumenn undirrituðu greinina: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Arna Hauksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum Berglind Eva Benediktsdóttir, forseti Lyfjafræðideildar Bjarni Elvar Pétursson, forseti Tannlæknadeildar Heiða María Sigurðardóttir, forseti Sálfræðideildar Helga Bragadóttir, forseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Ólafur Ögmundarson, forseti Matvæla- og næringarfræðideildar Sólveg Ása Árnadóttir, formaður Námsbrautar í sjúkraþjálfun Sædís Sævarsdóttir, forseti Læknadeildar
Háskólar Heilbrigðismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira