Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Lovísa Arnardóttir skrifar 13. janúar 2026 10:13 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. EPA Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að því að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt vegna þess að aðeins var litið til ásetnings en ekki samþykkis við rannsókn kynferðisbrotamáls árið 2017. Þolandi var 16 ára þegar brotið átti sér stað. Ríkið þarf að greiða stúlkunni 7.500 evrur í bætur, sem samsvarar um einni milljón íslenskra króna. Mannréttindadómstóllinn birti í morgun niðurstöðu sína í tveimur málum þar sem tekin eru til skoðunar mál fimm kvenna. Þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar málin áttu sér stað á árunum 2012 til 2019. Þau vörðuðu öll kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í dag er að engin kerfisbundin hlutdrægni eða mismunun hafi verið við meðferð málanna er varða kynferðisofbeldi en að ríkið hafi gerst brotlegt þegar litið var til ásetnings frekar en samþykkis í einu málinu. Í umfjöllun dómsins segir að kærendur hafi byggt málatilbúnað sinn aðallega á 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (bann við ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð) og 8. gr. (réttur til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmála Evrópu, bæði einum sér og í tengslum við 14. gr. (bann við mismunun), og halda því fram að um kynbundna mismunun hafi verið að ræða við meðferð slíkra mála og að íslenskum yfirvöldum hafi mistekist að framkvæma skilvirka rannsókn á kvörtunum þeirra. Alls kærðu níu konur niðurstöðu sinna mála til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021 með aðkomu Stígamóta. Málin voru öll annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Niðurstaða liggur nú fyrir í máli sjö kvenna. Ríkið hefur gerst brotlegt í máli tveggja kvenna af þessum níu. Aðeins litið til ásetnings Annað málið, Z gegn íslenska ríkinu, varðar kæru um kynferðisbrot á útihátíð. Þolandi var 16 ára þegar meint brot átti sér stað. Mannréttindadómstóllinn komst einróma að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn 8. grein Mannréttindasáttmálans, en ekki gegn 14. grein. Stúlkan tilkynnti í júní árið 2019 að hún hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu 23 ára manns á útihátíð. Hún hafi farið inn í tjald snemma morguns og dottið út vegna ölvunar. Þegar hún vaknaði morguninn eftir hafi fötin ekki verið á réttum stað og maðurinn legið við hlið hennar hálfnakinn og snert brjóst hennar og kynfæri. Hún hafi reynt að ýta honum frá sér en hann ekki hætt. Hún hafi þá farið úr tjaldinu. Við yfirheyrslu neitaði maðurinn sök en viðurkenndi að gjörðir hans hefðu verið „dálítið rangar“ þar sem hann hefði framkvæmt þær áður en hann „spurði hana“. Hann viðurkenndi að hafa káfað á brjóstum hennar en viðurkenndi ekki að hafa tekið hana úr fötunum eða káfað á kynfærum hennar. Hann neitaði öllum ásetningi um að hafa kynmök og sagði að hann hefði vitað að hún væri undir lögaldri. Rætt var við tíu vitni vegna málsins og kemur fram í umfjöllun dómsins að þó svo að enginn hafi orðið vitni að málinu hafi mörg vitni lýst því að hafa heyrt frá stúlkunni að hún hafi vaknað við það að maður hefði verið að þukla á henni og að föt hennar væru ekki rétt á henni. Þann 30. mars 2020 felldi héraðssaksóknari málið niður og komst að þeirri niðurstöðu að sakfelling væri ólíkleg. Saksóknari benti á takmarkað minni kæranda og að vitni hefðu að mestu staðfest framburð hennar en bætt við litlum smáatriðum. Saksóknari komst að þeirri niðurstöðu að til að 199. gr. almennra hegningarlaga (kynferðisleg áreitni) ætti við, yrði að sanna ásetning um kynferðislega áreitni, og vafinn var túlkaður manninum í hag, sem hafði sagt að hann hefði hætt strax þegar hann gerði sér grein fyrir að stúlkan samþykkti ekki. Ríkissaksóknari staðfesti þessa ákvörðun í ágúst 2020. Ekki litið til samþykkis Í umfjöllun dómsins tekur dómstólinn fram í sinni niðurstöðu að fullorðinn maður hefði viðurkennt að hafa farið inn í tjaldið þar sem 16 ára gömul stúlka hafi legið sofandi eða hálfsofandi, og að hafa strokið brjóst hennar innan klæða án nokkurra undangenginna samskipta sem bentu til samþykkis. Hins vegar hefðu yfirvöld tekið gilda staðhæfingu hans um að snertingin hefði ekki verið kynferðisleg og að hann hefði hætt um leið og hann varð var við vanlíðan stúlkunnar. Við rannsókn hafi verið litið til ásetnings mannsins til kynferðislegar áreitni en að mati Mannréttindadómstólsins hafi nálgun saksóknara við ákvörðun um ákæru verið of þröng og ekki litið nægilega vel til þess hvort að samþykki hafi veið veitt. Það hafi ekki verið meginatriði hér að maðurinn hafi hætt þegar hann varð var við vanlíðan heldur að hefði átt að líta til þess hvort að stúlkan hafi veitt samþykki. Fjórir kærendur Í hinu málinu, R.E. og fleiri gegn Íslandi, er fjallað um rannsóknir á kærum fjögurra kærenda vegna kynferðisofbeldis á árunum 2012 til 2017. Í tveimur málum voru þolendur undir lögaldri. Mannréttindadómstóllinn komst einróma að þeirri niðurstöðu í þessum málum að ekki hefði verið brotið gegn 3. gr. (bann við ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð) og 8. gr. (réttur til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu) Mannréttindasáttmála Evrópu, og ekki hefði verið brotið gegn 14. gr. (bann við mismunun) ásamt 3. og 8. gr. Samstarfsmenn í tveimur málum Í fyrsta málinu tilkynnti kona um meinta nauðgun af hálfu samstarfsmanns síns tveimur mánuðum eftir að hún átti að hafa átt sér stað árið 2017 í kjölfar vinnustaðaskemmtunar. Þar hafi hún drukkið áfengi en mundi lítið eftir kvöldinu. Hún hafi vaknað í rúmi hans og komist að því að hann hefði haft samræmi við hana. Samkvæmt dómi var hann yfirheyrður tíu mánuðum seinna, neitaði sök og vísaði til þess að samræðið hefði verið með smaþykki beggja. Konan hafi verið með meðvitund og svarað honum þó hún hafi verið mjög ölvuð. Sex vitni voru yfirheyrð. Í janúar 2019 felldi lögreglan rannsóknina niður og komst að þeirri niðurstöðu að sönnunargögn væru ófullnægjandi í ljósi misvísandi frásagna um samþykki, takmarkaðs minnis stúlkunnar og skorts á beinum vitnum. Ríkissaksóknari staðfesti þessa ákvörðun í maí 2019. Í öðru málinu hélt sautján ára stúlka því fram að henni hefði verið nauðgað af 25 ára samstarfsmanni í júlí árið 2017. Hún lagði formlega fram kæru í september 2017 í gegnum móður sína, sem var lögráðamaður hennar. Réttindagæslumaður var skipaður og barnaverndaryfirvöldum tilkynnt. Samstarfsmaður hennar var yfirheyrðu um sex mánuðum síðar og hélt því fram að samræðið hefði verið með samþykki beggja. Alls voru átta vitni voru yfirheyrð á tímabilinu mars til ágúst 2018. Í maí 2019 felldi héraðssaksóknari málið niður vegna skorts á sönnunargögnum. Ríkissaksóknari staðfesti þessa ákvörðun í ágúst 2019. Brot á útihátíð Í þriðja málinu var gerandi og þolandi bæði á barnsaldri. Þar sagði stúlka dreng hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í útilegu í júlí árið 2018, hún hafi verið drukkin og mundi lítið eftir atvikinu en vaknaði um morguninn með nærfötin ekki á réttum stað. Snemma árs árið 2019 komst hún svo að því að drengurinn hafi sagt vinum sínum að þau hafi sofið saman. Móðir stúlkunnar lagði þá fram kæru fyrir hennar hönd. Drengurinn var yfirheyrður í mars árið 2019 þar sem hann sagði þau hafa kysst hvort annað en hann hafi svo logið að vinum sínum að þau hefðu gengið lengra en það. Í júní 2019 felldi lögreglan rannsóknina niður og taldi sönnunargögn ófullnægjandi um að það hefði verið ljóst að stúlkan hefði ekki verið ekki í ástandi til að veita samþykki. Ríkissaksóknari staðfesti þessa ákvörðun í september 2019. Sönnunargögn ófullnægjandi Fjórða og síðasta málið varðar kæru um meint kynferðisofbeldis af hálfu tveggja manna í júní 2012. Konan lýsti því að hafa farið á hótel með öðrum manninum þar sem þau sváfu saman með samþykki beggja. Þegar hinn maðurinn hafi komið í herbergið hafi hún ekki lengur verið samþykk þó hún hafi ekki sagt það. Mennirnir voru yfirheyrðir í ágúst árið 2018 og neituðu báðir sök og sögðu hana hafa veitt samþykki. Níu vitni voru yfirheyrð, þar á meðal einstaklingar sem stúlkan hafði síðar sagt frá atvikinu. Í júní 2019 felldi héraðssaksóknari málið niður, viðurkenndi að frásögn stúlkunnar væri trúverðug en komst að þeirri niðurstöðu að þar sem engin vitni voru og málið kom til kasta lögreglu næstum sex árum eftir atvikið væru sönnunargögn ófullnægjandi. Ríkissaksóknari staðfesti þessa ákvörðun í október 2019. Löggjöf veiti fullnægjandi vernd Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að innlend löggjöf veitti fullnægjandi vernd gegn kynferðis og að löggjöfin hefði frá árinu 2007 tekið mið af því að gefa þurfi samþykki og að það sé kynferðisofbeldi sé eitthvað kynferðislegt gert við manneskju án hennar samþykkis. Í dómi kemur fram að dómstólinn hafi viðurkennt tafir í tveimur af fjórum málum áður en sakborningar voru yfirheyrðir, komst hann að þeirri niðurstöðu að rannsóknirnar í heild sinni hefðu uppfyllt þær kröfur um skilvirkni sem sáttmálinn gerir. Yfirvöld hafi aflað læknisfræðilegra, sálfræðilegra og skriflegra gagna þar sem þau voru tiltæk, höfðu yfirheyrt kærendur, sakborninga og viðeigandi vitni og höfðu farið ítarlega yfir öll gögn. Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð. Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn birti í morgun niðurstöðu sína í tveimur málum þar sem tekin eru til skoðunar mál fimm kvenna. Þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar málin áttu sér stað á árunum 2012 til 2019. Þau vörðuðu öll kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins í dag er að engin kerfisbundin hlutdrægni eða mismunun hafi verið við meðferð málanna er varða kynferðisofbeldi en að ríkið hafi gerst brotlegt þegar litið var til ásetnings frekar en samþykkis í einu málinu. Í umfjöllun dómsins segir að kærendur hafi byggt málatilbúnað sinn aðallega á 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (bann við ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð) og 8. gr. (réttur til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu). Mannréttindasáttmála Evrópu, bæði einum sér og í tengslum við 14. gr. (bann við mismunun), og halda því fram að um kynbundna mismunun hafi verið að ræða við meðferð slíkra mála og að íslenskum yfirvöldum hafi mistekist að framkvæma skilvirka rannsókn á kvörtunum þeirra. Alls kærðu níu konur niðurstöðu sinna mála til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021 með aðkomu Stígamóta. Málin voru öll annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Niðurstaða liggur nú fyrir í máli sjö kvenna. Ríkið hefur gerst brotlegt í máli tveggja kvenna af þessum níu. Aðeins litið til ásetnings Annað málið, Z gegn íslenska ríkinu, varðar kæru um kynferðisbrot á útihátíð. Þolandi var 16 ára þegar meint brot átti sér stað. Mannréttindadómstóllinn komst einróma að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn 8. grein Mannréttindasáttmálans, en ekki gegn 14. grein. Stúlkan tilkynnti í júní árið 2019 að hún hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu 23 ára manns á útihátíð. Hún hafi farið inn í tjald snemma morguns og dottið út vegna ölvunar. Þegar hún vaknaði morguninn eftir hafi fötin ekki verið á réttum stað og maðurinn legið við hlið hennar hálfnakinn og snert brjóst hennar og kynfæri. Hún hafi reynt að ýta honum frá sér en hann ekki hætt. Hún hafi þá farið úr tjaldinu. Við yfirheyrslu neitaði maðurinn sök en viðurkenndi að gjörðir hans hefðu verið „dálítið rangar“ þar sem hann hefði framkvæmt þær áður en hann „spurði hana“. Hann viðurkenndi að hafa káfað á brjóstum hennar en viðurkenndi ekki að hafa tekið hana úr fötunum eða káfað á kynfærum hennar. Hann neitaði öllum ásetningi um að hafa kynmök og sagði að hann hefði vitað að hún væri undir lögaldri. Rætt var við tíu vitni vegna málsins og kemur fram í umfjöllun dómsins að þó svo að enginn hafi orðið vitni að málinu hafi mörg vitni lýst því að hafa heyrt frá stúlkunni að hún hafi vaknað við það að maður hefði verið að þukla á henni og að föt hennar væru ekki rétt á henni. Þann 30. mars 2020 felldi héraðssaksóknari málið niður og komst að þeirri niðurstöðu að sakfelling væri ólíkleg. Saksóknari benti á takmarkað minni kæranda og að vitni hefðu að mestu staðfest framburð hennar en bætt við litlum smáatriðum. Saksóknari komst að þeirri niðurstöðu að til að 199. gr. almennra hegningarlaga (kynferðisleg áreitni) ætti við, yrði að sanna ásetning um kynferðislega áreitni, og vafinn var túlkaður manninum í hag, sem hafði sagt að hann hefði hætt strax þegar hann gerði sér grein fyrir að stúlkan samþykkti ekki. Ríkissaksóknari staðfesti þessa ákvörðun í ágúst 2020. Ekki litið til samþykkis Í umfjöllun dómsins tekur dómstólinn fram í sinni niðurstöðu að fullorðinn maður hefði viðurkennt að hafa farið inn í tjaldið þar sem 16 ára gömul stúlka hafi legið sofandi eða hálfsofandi, og að hafa strokið brjóst hennar innan klæða án nokkurra undangenginna samskipta sem bentu til samþykkis. Hins vegar hefðu yfirvöld tekið gilda staðhæfingu hans um að snertingin hefði ekki verið kynferðisleg og að hann hefði hætt um leið og hann varð var við vanlíðan stúlkunnar. Við rannsókn hafi verið litið til ásetnings mannsins til kynferðislegar áreitni en að mati Mannréttindadómstólsins hafi nálgun saksóknara við ákvörðun um ákæru verið of þröng og ekki litið nægilega vel til þess hvort að samþykki hafi veið veitt. Það hafi ekki verið meginatriði hér að maðurinn hafi hætt þegar hann varð var við vanlíðan heldur að hefði átt að líta til þess hvort að stúlkan hafi veitt samþykki. Fjórir kærendur Í hinu málinu, R.E. og fleiri gegn Íslandi, er fjallað um rannsóknir á kærum fjögurra kærenda vegna kynferðisofbeldis á árunum 2012 til 2017. Í tveimur málum voru þolendur undir lögaldri. Mannréttindadómstóllinn komst einróma að þeirri niðurstöðu í þessum málum að ekki hefði verið brotið gegn 3. gr. (bann við ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð) og 8. gr. (réttur til friðhelgi einkalífs og fjölskyldu) Mannréttindasáttmála Evrópu, og ekki hefði verið brotið gegn 14. gr. (bann við mismunun) ásamt 3. og 8. gr. Samstarfsmenn í tveimur málum Í fyrsta málinu tilkynnti kona um meinta nauðgun af hálfu samstarfsmanns síns tveimur mánuðum eftir að hún átti að hafa átt sér stað árið 2017 í kjölfar vinnustaðaskemmtunar. Þar hafi hún drukkið áfengi en mundi lítið eftir kvöldinu. Hún hafi vaknað í rúmi hans og komist að því að hann hefði haft samræmi við hana. Samkvæmt dómi var hann yfirheyrður tíu mánuðum seinna, neitaði sök og vísaði til þess að samræðið hefði verið með smaþykki beggja. Konan hafi verið með meðvitund og svarað honum þó hún hafi verið mjög ölvuð. Sex vitni voru yfirheyrð. Í janúar 2019 felldi lögreglan rannsóknina niður og komst að þeirri niðurstöðu að sönnunargögn væru ófullnægjandi í ljósi misvísandi frásagna um samþykki, takmarkaðs minnis stúlkunnar og skorts á beinum vitnum. Ríkissaksóknari staðfesti þessa ákvörðun í maí 2019. Í öðru málinu hélt sautján ára stúlka því fram að henni hefði verið nauðgað af 25 ára samstarfsmanni í júlí árið 2017. Hún lagði formlega fram kæru í september 2017 í gegnum móður sína, sem var lögráðamaður hennar. Réttindagæslumaður var skipaður og barnaverndaryfirvöldum tilkynnt. Samstarfsmaður hennar var yfirheyrðu um sex mánuðum síðar og hélt því fram að samræðið hefði verið með samþykki beggja. Alls voru átta vitni voru yfirheyrð á tímabilinu mars til ágúst 2018. Í maí 2019 felldi héraðssaksóknari málið niður vegna skorts á sönnunargögnum. Ríkissaksóknari staðfesti þessa ákvörðun í ágúst 2019. Brot á útihátíð Í þriðja málinu var gerandi og þolandi bæði á barnsaldri. Þar sagði stúlka dreng hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í útilegu í júlí árið 2018, hún hafi verið drukkin og mundi lítið eftir atvikinu en vaknaði um morguninn með nærfötin ekki á réttum stað. Snemma árs árið 2019 komst hún svo að því að drengurinn hafi sagt vinum sínum að þau hafi sofið saman. Móðir stúlkunnar lagði þá fram kæru fyrir hennar hönd. Drengurinn var yfirheyrður í mars árið 2019 þar sem hann sagði þau hafa kysst hvort annað en hann hafi svo logið að vinum sínum að þau hefðu gengið lengra en það. Í júní 2019 felldi lögreglan rannsóknina niður og taldi sönnunargögn ófullnægjandi um að það hefði verið ljóst að stúlkan hefði ekki verið ekki í ástandi til að veita samþykki. Ríkissaksóknari staðfesti þessa ákvörðun í september 2019. Sönnunargögn ófullnægjandi Fjórða og síðasta málið varðar kæru um meint kynferðisofbeldis af hálfu tveggja manna í júní 2012. Konan lýsti því að hafa farið á hótel með öðrum manninum þar sem þau sváfu saman með samþykki beggja. Þegar hinn maðurinn hafi komið í herbergið hafi hún ekki lengur verið samþykk þó hún hafi ekki sagt það. Mennirnir voru yfirheyrðir í ágúst árið 2018 og neituðu báðir sök og sögðu hana hafa veitt samþykki. Níu vitni voru yfirheyrð, þar á meðal einstaklingar sem stúlkan hafði síðar sagt frá atvikinu. Í júní 2019 felldi héraðssaksóknari málið niður, viðurkenndi að frásögn stúlkunnar væri trúverðug en komst að þeirri niðurstöðu að þar sem engin vitni voru og málið kom til kasta lögreglu næstum sex árum eftir atvikið væru sönnunargögn ófullnægjandi. Ríkissaksóknari staðfesti þessa ákvörðun í október 2019. Löggjöf veiti fullnægjandi vernd Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að innlend löggjöf veitti fullnægjandi vernd gegn kynferðis og að löggjöfin hefði frá árinu 2007 tekið mið af því að gefa þurfi samþykki og að það sé kynferðisofbeldi sé eitthvað kynferðislegt gert við manneskju án hennar samþykkis. Í dómi kemur fram að dómstólinn hafi viðurkennt tafir í tveimur af fjórum málum áður en sakborningar voru yfirheyrðir, komst hann að þeirri niðurstöðu að rannsóknirnar í heild sinni hefðu uppfyllt þær kröfur um skilvirkni sem sáttmálinn gerir. Yfirvöld hafi aflað læknisfræðilegra, sálfræðilegra og skriflegra gagna þar sem þau voru tiltæk, höfðu yfirheyrt kærendur, sakborninga og viðeigandi vitni og höfðu farið ítarlega yfir öll gögn. Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð.
Mannréttindadómstóll Evrópu Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira