Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Árni Sæberg skrifar 26. ágúst 2025 11:59 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra segist taka dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmdi ríkið brotlegt í máli konu sem lenti í því að heimilisofbeldismál hennar fyrndist, alvarlega og boðar aðgerðir í málaflokknum. Íslenska ríkið gerðist brotlegt við mannréttindasáttmála Evrópu, með því að lögregla hafi látið tilkynningu konu um heimilisofbeldi á hendur fyrrverandi kærasta sínum fyrnast. Maðurinn var ekki yfirheyrður fyrr en eftir að málin voru fyrnd. Önnur kona tapaði sambærilegu máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun. Í dóminum segir að María Sjöfn Árnadóttir hafi sakað fyrrverandi kærasta sinn fyrir tvær líkamsárásir og fyrir hótun um að dreifa af henni kynferðislegum myndum. Hún hafi tilkynnt árásirnar 17 og 22 mánuðum eftir líkamsárásirnar. Maðurinn hefði aftur á móti ekki verið yfirheyrður fyrr en eftir tveggja ára fyrningarfrests meintra líkamsárása. Málið var því látið niður falla sökum fyrningar og að ekki væri talið líklegt til sakfellingar að ákæra manninn fyrir brot í nánu sambandi. Fyrningafrestur slíkra brota er lengri en líkamsárása. Brot gegn friðhelgi einkalífs en ekki mismunun Niðurstaða dómsins var sú að brotið hefði verið gegn rétti Maríu Sjafnar til friðhelgis einkalífs og heimilis með því að leyfa máli hennar að fyrnast. Henni voru dæmdar 7.500 evrur, sem samsvarar um einni milljón króna, í miskabætur. Ríkið var aftur á móti sýknað af skaðabótakröfu hennar vegna sálfræðikostnaðar á þeim grundvelli að ekki væri sannað að hún hefði sótt sálfræðitíma vegna þess að málið hefði fyrnst. Þá stefndi María Sjöfn ríkinu einnig vegna ætlaðra brota á banni við mismunun. Það gerði hún á grundvelli þess að mismunað hefði verið gegn henni vegna kyns við meðferð málsins. Rétturinn féllst ekki á málatilbúnað hennar varðandi þann hluta málsins. Tekur dóminum alvarlega og er sorgmædd „Þetta er niðurstaða frá Mannréttindadómstóli Evrópu. Ég ræddi þessa niðurstöðu á ríkisstjórnarfundinum í morgun. Ég tek dóminum alvarlega og það gerir ríkisstjórnin öll. Öll ábyrg stjórnvöld líta til þess hver tónninn og takturinn er frá Mannréttindadómstólnum. Maður er auðvitað sorgmæddur yfir því að það skuli geta gerst að mál fyrnist í meðförum lögreglu og ég finn mikið til með brotaþola þessa máls,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, í samtali við Berghildi Erlu Berharðsdóttir fréttamann. Hún sagði að nú væri komin niðurstaða í málið og hún myndi horfa á það hvað hún gæti gert í málaflokknum. Á næstu vikum yrði lögð fram landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Í henni yrðu 24 aðgerðir sem myndu hafa áhrif og þýðingu fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi. „Það er af ástæðu að í stefnuyfirlýsingu þessarar ríkisstjórnar er sérstaklega talað um kynbundið ofbeldi.“ Mannekla engin afsökun Þá sagði hún það einnig hefði verið af ástæðu að hún gerði það að sínu fyrsta verkefni sem dómsmálaráðherra að fjölga lögreglumönnum í landinu um fimmtíu. „Auðvitað er mannekla ákveðin skýring á því að svona gerist, þó að í þessu máli horfi það aðeins öðruvísi við. Mannekla getur auðvitað aldrei verið afsökun fyrir því að réttarkerfið taki ekki nægilega vel utan um brotaþola, eins og var í þessu máli, það er alveg skýrt. Réttarkerfið verndaði ekki þennan brotaþola sem skyldi. Ég sem dómsráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist. Við munum bregðast við. Ég er með á þingmálaskrá líka frumvarp um nálgunarbann. Það er markviss aðgerð í því að takast betur á við það að verja þær konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira
Íslenska ríkið gerðist brotlegt við mannréttindasáttmála Evrópu, með því að lögregla hafi látið tilkynningu konu um heimilisofbeldi á hendur fyrrverandi kærasta sínum fyrnast. Maðurinn var ekki yfirheyrður fyrr en eftir að málin voru fyrnd. Önnur kona tapaði sambærilegu máli fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í morgun. Í dóminum segir að María Sjöfn Árnadóttir hafi sakað fyrrverandi kærasta sinn fyrir tvær líkamsárásir og fyrir hótun um að dreifa af henni kynferðislegum myndum. Hún hafi tilkynnt árásirnar 17 og 22 mánuðum eftir líkamsárásirnar. Maðurinn hefði aftur á móti ekki verið yfirheyrður fyrr en eftir tveggja ára fyrningarfrests meintra líkamsárása. Málið var því látið niður falla sökum fyrningar og að ekki væri talið líklegt til sakfellingar að ákæra manninn fyrir brot í nánu sambandi. Fyrningafrestur slíkra brota er lengri en líkamsárása. Brot gegn friðhelgi einkalífs en ekki mismunun Niðurstaða dómsins var sú að brotið hefði verið gegn rétti Maríu Sjafnar til friðhelgis einkalífs og heimilis með því að leyfa máli hennar að fyrnast. Henni voru dæmdar 7.500 evrur, sem samsvarar um einni milljón króna, í miskabætur. Ríkið var aftur á móti sýknað af skaðabótakröfu hennar vegna sálfræðikostnaðar á þeim grundvelli að ekki væri sannað að hún hefði sótt sálfræðitíma vegna þess að málið hefði fyrnst. Þá stefndi María Sjöfn ríkinu einnig vegna ætlaðra brota á banni við mismunun. Það gerði hún á grundvelli þess að mismunað hefði verið gegn henni vegna kyns við meðferð málsins. Rétturinn féllst ekki á málatilbúnað hennar varðandi þann hluta málsins. Tekur dóminum alvarlega og er sorgmædd „Þetta er niðurstaða frá Mannréttindadómstóli Evrópu. Ég ræddi þessa niðurstöðu á ríkisstjórnarfundinum í morgun. Ég tek dóminum alvarlega og það gerir ríkisstjórnin öll. Öll ábyrg stjórnvöld líta til þess hver tónninn og takturinn er frá Mannréttindadómstólnum. Maður er auðvitað sorgmæddur yfir því að það skuli geta gerst að mál fyrnist í meðförum lögreglu og ég finn mikið til með brotaþola þessa máls,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, í samtali við Berghildi Erlu Berharðsdóttir fréttamann. Hún sagði að nú væri komin niðurstaða í málið og hún myndi horfa á það hvað hún gæti gert í málaflokknum. Á næstu vikum yrði lögð fram landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Í henni yrðu 24 aðgerðir sem myndu hafa áhrif og þýðingu fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi. „Það er af ástæðu að í stefnuyfirlýsingu þessarar ríkisstjórnar er sérstaklega talað um kynbundið ofbeldi.“ Mannekla engin afsökun Þá sagði hún það einnig hefði verið af ástæðu að hún gerði það að sínu fyrsta verkefni sem dómsmálaráðherra að fjölga lögreglumönnum í landinu um fimmtíu. „Auðvitað er mannekla ákveðin skýring á því að svona gerist, þó að í þessu máli horfi það aðeins öðruvísi við. Mannekla getur auðvitað aldrei verið afsökun fyrir því að réttarkerfið taki ekki nægilega vel utan um brotaþola, eins og var í þessu máli, það er alveg skýrt. Réttarkerfið verndaði ekki þennan brotaþola sem skyldi. Ég sem dómsráðherra get auðvitað ekki sætt mig við að svona gerist. Við munum bregðast við. Ég er með á þingmálaskrá líka frumvarp um nálgunarbann. Það er markviss aðgerð í því að takast betur á við það að verja þær konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“
Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Sjá meira