Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2026 07:50 Þorgerður Katrín hefur verið gagnrýnd fyrir að fordæma ekki beinum orðum árás Bandaríkjanna á Venesúela. Vísir/Ívar Fannar „Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir sótt að þeim grunngildum sem Ísland byggir utanríkisstefnu sína á og að Íslendingar geti ekki „lokað augunum“ á sama tíma og umheimurinn tekur „sögulegum breytingum“. Ráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við árás Bandaríkjanna á Venesúela, sem mörgum þykja hafa verið volg og langt í frá afdráttarlaus. „Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Þar eru að verki réttnefndir ógnarkraftar sögunnar sem framkalla óvissu langt umfram þá sem við höfum átt að venjast og skapa hættur sem fráleitar þóttu fyrir aðeins örfáum árum,“ segir ráðherra í grein sinni. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna og aðgerðir þeirra í Venesúela um liðna helgi endurspegli vel breyttan veruleika. Brýnt sé að ræða stöðu Íslands sem smáríkis en hagsmunum smáríkja sé best borgið í samstarfi og eðlilegt að treysta böndin við nágranna- og vinaþjóðir og breikka stoðir landsins á sviði varnar- og öryggismála. „Ég tel einboðið að áfram verði unnið að nánara samstarfi við þær þjóðir í okkar heimshluta sem virða og verja þau gildi sem vestræn lýðræðissamfélög hvíla á. Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið er þar lykilbreyta,“ segir Þorgerður Katrín. „Enginn getur séð í gegnum þoku tímans, en í slíkum ólgusjó er það ábyrgðarhlutverk okkar að sýna varkárni, vera raunsæ og hugsa skipulega um það hvernig við getum best tryggt hagsmuni og öryggi Íslands til langframa. Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir.“ Venesúela Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ráðherra hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir viðbrögð sín við árás Bandaríkjanna á Venesúela, sem mörgum þykja hafa verið volg og langt í frá afdráttarlaus. „Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi. Þar eru að verki réttnefndir ógnarkraftar sögunnar sem framkalla óvissu langt umfram þá sem við höfum átt að venjast og skapa hættur sem fráleitar þóttu fyrir aðeins örfáum árum,“ segir ráðherra í grein sinni. Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna og aðgerðir þeirra í Venesúela um liðna helgi endurspegli vel breyttan veruleika. Brýnt sé að ræða stöðu Íslands sem smáríkis en hagsmunum smáríkja sé best borgið í samstarfi og eðlilegt að treysta böndin við nágranna- og vinaþjóðir og breikka stoðir landsins á sviði varnar- og öryggismála. „Ég tel einboðið að áfram verði unnið að nánara samstarfi við þær þjóðir í okkar heimshluta sem virða og verja þau gildi sem vestræn lýðræðissamfélög hvíla á. Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið er þar lykilbreyta,“ segir Þorgerður Katrín. „Enginn getur séð í gegnum þoku tímans, en í slíkum ólgusjó er það ábyrgðarhlutverk okkar að sýna varkárni, vera raunsæ og hugsa skipulega um það hvernig við getum best tryggt hagsmuni og öryggi Íslands til langframa. Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir.“
Venesúela Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira