Brigitte Bardot er látin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. desember 2025 10:19 Bardot í kvikmyndaveri fyrir tökur á kvikmyndinni Le Mepris árið 1963. Getty Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Hún skaust á stjörnuhimininn fyrir leik sinn en á seinni árum sneri hún sér að málefnum tengdum velferð dýra og stjórnmálum. Bardot fæddist árið 1934 í París í kaþólskri fjölskyldu. Hún lærði dans en fimmtán ára hóf hún störf sem fyrirsæta. Í kjölfar fyrirsætustarfanna fékk hún hlutverk í nokkrum kvikmyndum og kynntist eiginmanni sínum Roger Vadim. Bardot varð heimsfræg árið 1956 með kvikmyndinni And God Created Woman sem Vadim skrifaði og leikstýrði. Með hlutverkinu varð hún að þekktri „kynbombu“ samkvæmt The Guardian. Fjöldi listafólks gerði hana að viðfangsefni sínu, til að mynda Simone de Beauvoir, og varð Badot valin sem fyrsta raunverulega fyrirmynd Marianne, táknmynd franska lýðveldisins. Auk þess að hún lék í fjölda kvikmynda á við The Truth, sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, var hún einnig söngkona og gaf út nokkrar plötur. Hún var fyrst til að syngja lagið Je T'aime... Moi Non Plus sem Serge Gainsbourg skrifaði fyrir hana á meðan þau áttu í framhjáhaldi. Á endanum söng Jane Birkin lagið eftir að Bardot bað Gainsbourg um að gefa það ekki út. Bardot sagði skilið við leiklistarferilinn árið 1973 og sneri sér að dýraverndarmálum. Hún stofnaði Brigitte Bardot Foundation árið 1986 sem er tileinkað dýraverndunarmálum. Hún var einnig mikill stuðningsmaður stjórnmálaflokksins Front National, þekktur sem Þjóðfylkingin í dag, og talaði niður til samkynhneigðra, kennara og gagnrýndi svokallaða „íslamsvæðingu franska samfélagsins“, sem leiddi til sakfellingar fyrir að hvetja til kynþáttahaturs. Bardot var alls gift fjórum sinnum, fyrst Vadim árin 1952 til 1957 og svo Jacques Charrier 1959 og eignuðust þau son saman. Það slitnaði upp úr sambandinu með Charrier 1962 og var hún gift Gunther Sachs 1966 til 1969. Að lokum giftist hún Bernard d'Ormale árið 1992 og voru þau saman til æviloka hennar. Andlát Frakkland Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira
Bardot fæddist árið 1934 í París í kaþólskri fjölskyldu. Hún lærði dans en fimmtán ára hóf hún störf sem fyrirsæta. Í kjölfar fyrirsætustarfanna fékk hún hlutverk í nokkrum kvikmyndum og kynntist eiginmanni sínum Roger Vadim. Bardot varð heimsfræg árið 1956 með kvikmyndinni And God Created Woman sem Vadim skrifaði og leikstýrði. Með hlutverkinu varð hún að þekktri „kynbombu“ samkvæmt The Guardian. Fjöldi listafólks gerði hana að viðfangsefni sínu, til að mynda Simone de Beauvoir, og varð Badot valin sem fyrsta raunverulega fyrirmynd Marianne, táknmynd franska lýðveldisins. Auk þess að hún lék í fjölda kvikmynda á við The Truth, sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, var hún einnig söngkona og gaf út nokkrar plötur. Hún var fyrst til að syngja lagið Je T'aime... Moi Non Plus sem Serge Gainsbourg skrifaði fyrir hana á meðan þau áttu í framhjáhaldi. Á endanum söng Jane Birkin lagið eftir að Bardot bað Gainsbourg um að gefa það ekki út. Bardot sagði skilið við leiklistarferilinn árið 1973 og sneri sér að dýraverndarmálum. Hún stofnaði Brigitte Bardot Foundation árið 1986 sem er tileinkað dýraverndunarmálum. Hún var einnig mikill stuðningsmaður stjórnmálaflokksins Front National, þekktur sem Þjóðfylkingin í dag, og talaði niður til samkynhneigðra, kennara og gagnrýndi svokallaða „íslamsvæðingu franska samfélagsins“, sem leiddi til sakfellingar fyrir að hvetja til kynþáttahaturs. Bardot var alls gift fjórum sinnum, fyrst Vadim árin 1952 til 1957 og svo Jacques Charrier 1959 og eignuðust þau son saman. Það slitnaði upp úr sambandinu með Charrier 1962 og var hún gift Gunther Sachs 1966 til 1969. Að lokum giftist hún Bernard d'Ormale árið 1992 og voru þau saman til æviloka hennar.
Andlát Frakkland Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Sjá meira