Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2025 23:15 Leikmenn Strömmen settu á sig gullhatta eftir að hafa komist upp í norsku B-deildina en það á eftir að koma í ljós hverjir þeirra munu í raun og veru spila þar. Strommen IF Það ætti að ríkja mikil gleði og eftirvænting innan norska knattspyrnufélagsins Strömmen, eftir að liðið vann sig upp í næstefstu deild, en í staðinn ríkir mikil óvissa þar sem aðeins einn leikmaður er samningsbundinn félaginu og heimavöllurinn stenst ekki kröfur deildarinnar. Norski miðillinn TV 2 fjallar um þetta og ræddi við hinn 26 ára gamla framherja Luka Fajfric sem er eini leikmaðurinn sem nú er samningsbundinn Strömmen. Jólaósk Fajfric var að félagið næði að landa nýjum þjálfara og sá var einmitt kynntur til leiks í dag, Svíinn Jens Wedeborg. Hann kemur í stað Örjan Heiberg sem ákvað að kveðja eftir að hafa komið Strömmen upp um deild, til að taka við Bryne. „Ekki séð neitt þessu líkt í norskum fótbolta“ Þrír mánuðir eru í að leiktíðin í Noregi hefjist og ljóst að Wedeborg mun hafa nóg fyrir stafni, sem og forráðamenn Strömmen sem þurfa nú að safna í lið og glíma jafnframt við það að flóðlýsing og gervigras á heimavelli félagsins stenst ekki kröfur norsku B-deildarinnar. „Ég hef ekki séð neitt þessu líkt í norskum fótbolta,“ sagði Petter Bö Tosterud, sérfræðingur TV 2, og bætti við að Strömmen byrjaði svo sannarlega í mikilli brekku. Framherjinn Fajfric, sá eini samningsbundni, hefur aldrei spilað á svo háu getustigi en hlakkar til og er viss um að allt fari vel. „Þetta er vissulega mjög óvenjulegt en ég hef ekki áhyggjur. Þó að þetta líti illa út á pappír þá hef ég trú á stjórninni og félaginu. Undirbúningstímabilið er langt í Noregi og við höfum góðan tíma til að leysa það sem þarf að leysa,“ sagði Fajfric. „Ég hlakka ótrúlega mikið til og hef hugsað um þetta lengi. Þetta hefur verið langt ferðalag hjá mér, frá því að spila í 9. og 5. deildinni. Þetta sýnir að það borgar sig að leggja mikið á sig,“ sagði Fajfric sem býst við því að nokkur kunnugleg andlit verði áfram með honum í Strömmen á næstu leiktíð, þegar búið verði að finna út úr samningsmálum nú þegar búið er að ráða þjálfara. Norski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Norski miðillinn TV 2 fjallar um þetta og ræddi við hinn 26 ára gamla framherja Luka Fajfric sem er eini leikmaðurinn sem nú er samningsbundinn Strömmen. Jólaósk Fajfric var að félagið næði að landa nýjum þjálfara og sá var einmitt kynntur til leiks í dag, Svíinn Jens Wedeborg. Hann kemur í stað Örjan Heiberg sem ákvað að kveðja eftir að hafa komið Strömmen upp um deild, til að taka við Bryne. „Ekki séð neitt þessu líkt í norskum fótbolta“ Þrír mánuðir eru í að leiktíðin í Noregi hefjist og ljóst að Wedeborg mun hafa nóg fyrir stafni, sem og forráðamenn Strömmen sem þurfa nú að safna í lið og glíma jafnframt við það að flóðlýsing og gervigras á heimavelli félagsins stenst ekki kröfur norsku B-deildarinnar. „Ég hef ekki séð neitt þessu líkt í norskum fótbolta,“ sagði Petter Bö Tosterud, sérfræðingur TV 2, og bætti við að Strömmen byrjaði svo sannarlega í mikilli brekku. Framherjinn Fajfric, sá eini samningsbundni, hefur aldrei spilað á svo háu getustigi en hlakkar til og er viss um að allt fari vel. „Þetta er vissulega mjög óvenjulegt en ég hef ekki áhyggjur. Þó að þetta líti illa út á pappír þá hef ég trú á stjórninni og félaginu. Undirbúningstímabilið er langt í Noregi og við höfum góðan tíma til að leysa það sem þarf að leysa,“ sagði Fajfric. „Ég hlakka ótrúlega mikið til og hef hugsað um þetta lengi. Þetta hefur verið langt ferðalag hjá mér, frá því að spila í 9. og 5. deildinni. Þetta sýnir að það borgar sig að leggja mikið á sig,“ sagði Fajfric sem býst við því að nokkur kunnugleg andlit verði áfram með honum í Strömmen á næstu leiktíð, þegar búið verði að finna út úr samningsmálum nú þegar búið er að ráða þjálfara.
Norski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira