Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. desember 2025 22:11 Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess í kvöld að frumvarp um kílómetragjaldið yrði sent aftur til efnahags- og viðskiptanefndar þingsins eftir að Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður Samfylkingarinnar sendi öllum nefndarmönnum tölvupóst sem ætlaður var framkvæmdastjóra bílaleigu þar sem hann sagðist myndu krefjast þess að útfærslur yrðu endurmetnar. Sjálfur segir hann ekkert í póstinum sem ekki þoli dagsljósið. Það var Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins sem vakti athygli á því að Sigmundur hefði sent umræddan tölvupóst. Málið er nú komið til þriðju umræðu á þingi en Nanna sagðist í ræðu sinni í kvöld krefjast þess að forseti þingsins myndi hlutast til að fundað yrði í efnahags- og viðskiptanefnd vegna málsins. Í pósti til nefndarinnar lýsti framkvæmdastjóri bílaleigu yfir áhyggjum af útfærslum á kílómetragjaldinu er snýr að Skattinum og hve skammur tími sé til stefnu að áramótum. Deildar meiningar Nanna Margrét vakti athygli á tölvupóstinum í ræðu í pontu Alþingis. „Það sem var sérstaklega skrýtið, að loksins, af því ég var nýbúin að lýsa því yfir að meirihlutinn hlusti ekki og sjái ekki, að þá er háttvirtur þingmaður meirihlutans búinn að ákveða að hlusta. Og við fengum hér póst frá þessum háttvirta þingmanni þar sem hann segir orðrétt að ábendingin er móttekin og viðkomandi muni krefjast þess að málið verður endurmetið, þar á meðal íþyngjandi útfærslur og þetta kemur frá þingmanni meirihlutans.“ Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir vakti athygli á tölvupóstsendingu Sigmundar.Vísir/Vilhelm Nanna segir í samtali við Vísi að tölvupósturinn frá framkvæmdastjóra bílaleigunnar hafi snúið að Skattinum. Hann hafi lýst yfir áhyggjum af því að þeir væru ekki tilbúnir til að innleiða kerfið. „Svo svarar Sigmundur Ernir honum og ég var svo ánægð með hann, segir honum að þetta sé móttekið og að hann muni krefjast þess að málið verði endurmetið, þar á meðal íþyngjandi útfærslur á næstu fundum nefndarinnar. Ég hélt að Sigmundur Ernir væri að sjá ljósið þarna, en svo kemur í ljós að svo er ekki.“ Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið í pontu á eftir Nönnu. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að legið hefði fyrir allan tímann að kílómetragjaldið væri flókið í framkvæmd. „Og þegar háttvirtir stjórnarþingmenn eru farnir að lýsa því yfir við hagaðila úti í bæ og gefa væntingar um það að hér eigi að endurskoða málið, endurskoða íþyngjandi útfærslur málsins, þegar það er orðið staðan þá hlýtur efnahags- og viðskiptanefnd að koma saman áður en þriðja umræðan klárast.“ Arna Lára Jónsdóttir þingmaður Samfylkingar og formaður Efnahags- og viðskiptanefndar svaraði þingmönnum stjórnarandstöðunnar og sagði að búið væri að boða til fundar í nefndinni strax í fyrramálið klukkan níu. Þingmenn hefðu fengið tölvupóst frá hagaðila sem lenti í vandræðum með kerfið. Þingmenn hefðu hins vegar fengið fullvissu um að kerfið virkaði, að búið væri að laga eina tæknilega villu sem mætti rekja til þess að kerfið hefði ekki tekið gildi. „Það meðal annars felst í því að stórir aðilar sem þurfa að skrá bíla fá svokallaða safnreikninga, þannig að það er búið að sjá fyrir þessu og þetta var vitað fyrir fram og við höfum fengið fullvissu um að þetta kerfi virkar og háttvirtur þingmaður, sem er reyndar ekki í salnum, sem fékk líka þennan tölvupóst, hann er líka búinn að fá sína fullvissu um að þetta er allt eins og það á að vera.“ Arna Lára Jónsdóttir sagði áhyggjum framkvæmdastjórans hafa verið mætt. Vísir/Vilhelm Gáfu lítið fyrir svörin Þingmenn stjórnarandstöðunnar gáfu lítið fyrir þessi svör. Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði að það væri öllum ljóst sem hafi séð og skoðað tölvupóstinn að hann sneri ekki að einni tæknilegri útfærslu frumvarpsins. „Það er ekki verið að tala um það þegar verið er að tala um að endurmeta málið. Að endurmeta málið þýðir einfaldlega að það þarf að skoða málið frá grunni, endurmeta forsendur, endurmeta áhrifin. Það er það sem endurmeta þýðir og ef það á að gera það þá þurfum við í efnahags- og viðskiptanefnd að fá að vita það og þá þarf fjárlaganefnd væntanlega að fá að vita það, vegna þess að það þýðir að við þurfum að breyta fjárlögunum. Við höfum bara ekki mikinn tíma til stefnu þannig að það verður að koma botn í þetta mál, hér á síðustu mínútum þingsins.“ Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar taldi auðséð að tölvupósturinn sneri að málinu í heild en ekki tæknilegum útfærslum.Vísir/Anton Brink Kom þá Arna Lára aftur upp í pontu. Sagðist hún ekki vera viss um að hafa verið nógu skýr í fyrra skiptið. „Það komu athugasemdir frá einum hagaðila í dag um að kerfið væri ekki að virka og við höfum fengið fullvissu um að kerfið er að virka og innleiðing á að ganga sem skyldi. Það er alger óþarfi að vera með einhverjar áhyggjur. Við höfum fengið fullvissu um það að það virkar allt eins og það á að virka og ég sé ekki ástæðu til að funda um eitthvað sem ekkert er. Því miður, ég sé ekki ástæðu til þess. Við eigum fund í fyrramálið um bandorm tvö, það eru líka önnur mál og þá getum við líka rætt þetta, standi hugur nefndarinnar til þess. Það er bara sjálfsagt að gera það. En hér erum við að tala um tæknivandamál sem er búið að leysa og var fyrir séð. Þetta er bara innleiðingamál og kemur í sjálfu sér löggjöfinni ekkert við.“ Hluti af störfum þingmanns Sigmundur Ernir segir í samtali við Vísi að ekkert sé í umræddum tölvupósti sem ekki þoli dagsljósið. Tölvupósturinn til framkvæmdastjórans sé hluti af starfinu. „Ég er búinn að vera í stöðugum samskiptum við bílaleigurnar út af kílómetragjaldinu, það er partur af mínu starfi. Ég hef þurft að svara mörgum spurningum, það er líka partur af mínu starfi, meðal annars hvernig tekið er á máli bílaleiga sem þurfa að senda inn mörg hundruð kílómetrastöður á hverjum tíma. Ég hef sóst eftir því að fá að vita hvernig sú skriffinnska verði. Ég hef fengið svar við því núna, þetta er hluti af starfi þingmannsins, að setja lög en líka vera eftirlitsaðili,“ segir Sigmundur Ernir. En þú sendir óvart tölvupóst á alla í nefndinni? „Það getur vel verið. Málið með póstinn er að hann þolir alveg ljósið. Það er meginmálið.“ Alþingi Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. 15. desember 2025 14:44 Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Umræða um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki stóð yfir í um níu klukkustundir. Enn voru sautján eftir á mælendaskrá þegar málinu var frestað rétt fyrir miðnætti. 9. desember 2025 23:54 Ein bílferð jafngildi tuttugu þúsund mótorhjólaferðum Mótorhjólafólk mætti til samstöðufundar í kvöld vegna frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Talsmaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segist ekki skilja hvers vegna ráðherra hlusti ekki á málflutning samtakanna. 19. júní 2025 19:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Það var Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokksins sem vakti athygli á því að Sigmundur hefði sent umræddan tölvupóst. Málið er nú komið til þriðju umræðu á þingi en Nanna sagðist í ræðu sinni í kvöld krefjast þess að forseti þingsins myndi hlutast til að fundað yrði í efnahags- og viðskiptanefnd vegna málsins. Í pósti til nefndarinnar lýsti framkvæmdastjóri bílaleigu yfir áhyggjum af útfærslum á kílómetragjaldinu er snýr að Skattinum og hve skammur tími sé til stefnu að áramótum. Deildar meiningar Nanna Margrét vakti athygli á tölvupóstinum í ræðu í pontu Alþingis. „Það sem var sérstaklega skrýtið, að loksins, af því ég var nýbúin að lýsa því yfir að meirihlutinn hlusti ekki og sjái ekki, að þá er háttvirtur þingmaður meirihlutans búinn að ákveða að hlusta. Og við fengum hér póst frá þessum háttvirta þingmanni þar sem hann segir orðrétt að ábendingin er móttekin og viðkomandi muni krefjast þess að málið verður endurmetið, þar á meðal íþyngjandi útfærslur og þetta kemur frá þingmanni meirihlutans.“ Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir vakti athygli á tölvupóstsendingu Sigmundar.Vísir/Vilhelm Nanna segir í samtali við Vísi að tölvupósturinn frá framkvæmdastjóra bílaleigunnar hafi snúið að Skattinum. Hann hafi lýst yfir áhyggjum af því að þeir væru ekki tilbúnir til að innleiða kerfið. „Svo svarar Sigmundur Ernir honum og ég var svo ánægð með hann, segir honum að þetta sé móttekið og að hann muni krefjast þess að málið verði endurmetið, þar á meðal íþyngjandi útfærslur á næstu fundum nefndarinnar. Ég hélt að Sigmundur Ernir væri að sjá ljósið þarna, en svo kemur í ljós að svo er ekki.“ Fleiri þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið í pontu á eftir Nönnu. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að legið hefði fyrir allan tímann að kílómetragjaldið væri flókið í framkvæmd. „Og þegar háttvirtir stjórnarþingmenn eru farnir að lýsa því yfir við hagaðila úti í bæ og gefa væntingar um það að hér eigi að endurskoða málið, endurskoða íþyngjandi útfærslur málsins, þegar það er orðið staðan þá hlýtur efnahags- og viðskiptanefnd að koma saman áður en þriðja umræðan klárast.“ Arna Lára Jónsdóttir þingmaður Samfylkingar og formaður Efnahags- og viðskiptanefndar svaraði þingmönnum stjórnarandstöðunnar og sagði að búið væri að boða til fundar í nefndinni strax í fyrramálið klukkan níu. Þingmenn hefðu fengið tölvupóst frá hagaðila sem lenti í vandræðum með kerfið. Þingmenn hefðu hins vegar fengið fullvissu um að kerfið virkaði, að búið væri að laga eina tæknilega villu sem mætti rekja til þess að kerfið hefði ekki tekið gildi. „Það meðal annars felst í því að stórir aðilar sem þurfa að skrá bíla fá svokallaða safnreikninga, þannig að það er búið að sjá fyrir þessu og þetta var vitað fyrir fram og við höfum fengið fullvissu um að þetta kerfi virkar og háttvirtur þingmaður, sem er reyndar ekki í salnum, sem fékk líka þennan tölvupóst, hann er líka búinn að fá sína fullvissu um að þetta er allt eins og það á að vera.“ Arna Lára Jónsdóttir sagði áhyggjum framkvæmdastjórans hafa verið mætt. Vísir/Vilhelm Gáfu lítið fyrir svörin Þingmenn stjórnarandstöðunnar gáfu lítið fyrir þessi svör. Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði að það væri öllum ljóst sem hafi séð og skoðað tölvupóstinn að hann sneri ekki að einni tæknilegri útfærslu frumvarpsins. „Það er ekki verið að tala um það þegar verið er að tala um að endurmeta málið. Að endurmeta málið þýðir einfaldlega að það þarf að skoða málið frá grunni, endurmeta forsendur, endurmeta áhrifin. Það er það sem endurmeta þýðir og ef það á að gera það þá þurfum við í efnahags- og viðskiptanefnd að fá að vita það og þá þarf fjárlaganefnd væntanlega að fá að vita það, vegna þess að það þýðir að við þurfum að breyta fjárlögunum. Við höfum bara ekki mikinn tíma til stefnu þannig að það verður að koma botn í þetta mál, hér á síðustu mínútum þingsins.“ Stefán Vagn Stefánsson þingmaður Framsóknar taldi auðséð að tölvupósturinn sneri að málinu í heild en ekki tæknilegum útfærslum.Vísir/Anton Brink Kom þá Arna Lára aftur upp í pontu. Sagðist hún ekki vera viss um að hafa verið nógu skýr í fyrra skiptið. „Það komu athugasemdir frá einum hagaðila í dag um að kerfið væri ekki að virka og við höfum fengið fullvissu um að kerfið er að virka og innleiðing á að ganga sem skyldi. Það er alger óþarfi að vera með einhverjar áhyggjur. Við höfum fengið fullvissu um það að það virkar allt eins og það á að virka og ég sé ekki ástæðu til að funda um eitthvað sem ekkert er. Því miður, ég sé ekki ástæðu til þess. Við eigum fund í fyrramálið um bandorm tvö, það eru líka önnur mál og þá getum við líka rætt þetta, standi hugur nefndarinnar til þess. Það er bara sjálfsagt að gera það. En hér erum við að tala um tæknivandamál sem er búið að leysa og var fyrir séð. Þetta er bara innleiðingamál og kemur í sjálfu sér löggjöfinni ekkert við.“ Hluti af störfum þingmanns Sigmundur Ernir segir í samtali við Vísi að ekkert sé í umræddum tölvupósti sem ekki þoli dagsljósið. Tölvupósturinn til framkvæmdastjórans sé hluti af starfinu. „Ég er búinn að vera í stöðugum samskiptum við bílaleigurnar út af kílómetragjaldinu, það er partur af mínu starfi. Ég hef þurft að svara mörgum spurningum, það er líka partur af mínu starfi, meðal annars hvernig tekið er á máli bílaleiga sem þurfa að senda inn mörg hundruð kílómetrastöður á hverjum tíma. Ég hef sóst eftir því að fá að vita hvernig sú skriffinnska verði. Ég hef fengið svar við því núna, þetta er hluti af starfi þingmannsins, að setja lög en líka vera eftirlitsaðili,“ segir Sigmundur Ernir. En þú sendir óvart tölvupóst á alla í nefndinni? „Það getur vel verið. Málið með póstinn er að hann þolir alveg ljósið. Það er meginmálið.“
Alþingi Kílómetragjald Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Tengdar fréttir Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. 15. desember 2025 14:44 Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Umræða um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki stóð yfir í um níu klukkustundir. Enn voru sautján eftir á mælendaskrá þegar málinu var frestað rétt fyrir miðnætti. 9. desember 2025 23:54 Ein bílferð jafngildi tuttugu þúsund mótorhjólaferðum Mótorhjólafólk mætti til samstöðufundar í kvöld vegna frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Talsmaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segist ekki skilja hvers vegna ráðherra hlusti ekki á málflutning samtakanna. 19. júní 2025 19:48 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. 15. desember 2025 14:44
Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Umræða um frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki stóð yfir í um níu klukkustundir. Enn voru sautján eftir á mælendaskrá þegar málinu var frestað rétt fyrir miðnætti. 9. desember 2025 23:54
Ein bílferð jafngildi tuttugu þúsund mótorhjólaferðum Mótorhjólafólk mætti til samstöðufundar í kvöld vegna frumvarps fjármálaráðherra um kílómetragjald. Talsmaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segist ekki skilja hvers vegna ráðherra hlusti ekki á málflutning samtakanna. 19. júní 2025 19:48