„Þarna var bara verið að tikka í box“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2025 22:37 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. Skrifað var undir samninginn í morgun og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland er aðili að samkomulaginu. Noregur, Bretland og Færeyjar eru það sömuleiðis en ESB og Grænlendingar, sem einnig stunda markílveiðar, standa utan þess. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í morgun er sagt að strandríkjahlutdeild Íslands verði 12,5% af heildaraflamarki sem sé mikilvæg viðurkenning á veiðum Íslands og tryggi langtímahagsmuni. Þá sé aðgangur til veiða í lögsögum annarra landa einnig mikilvægur þáttur. „Erum að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda“ Utanríkisráðherra segir samninginn sögulegan, verið sé að verja hagsmuni Íslendinga og taka þátt í að stöðva ofveiði á makríl. „Það er eins og bæði Norðmenn og Færeyingar séu að skynja og skilja það að við erum eðlilega ríki sem á að hafa hlutdeild í makríl. Og það er það sem að skiptir svo miklu máli fyrir okkur Íslendinga, að við erum búin að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda til skemmri og lengri tíma,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað, líkt og samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera, sem segja það sérstök vonbrigði að hlutur Íslendinga sé minni en Færeyinga. „Við erum að sjá að Ísland er að fá minna. Það er ekki lögð áhersla á prinsippin okkar, sem er sjálfbær nýting. Það er ekki lögð áhersla á að allir sitji við borðið og núna setjum við Grænlendinga á kaldan klaka og Evrópusambandið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. „Þarna var bara verið að tikka í box“ Þá segir Guðlaugur Þór að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum en nefndin eigi að vera ráðgefandi samkvæmt þingskaparlögum. „Nei, þetta er ekki rétt,“ segir Þorgerður Katrín. „Utanríkismálanefnd var upplýst um það að þessar viðræður, sem væru viðkvæmar, væru í gangi. Og það eru bara fulltrúar landanna sem hafa verið að sitja þá fundi, enda náttúrulega mikill trúnaður á milli.“ Málið var á dagskrá utanríkismálanefndar þann 10. nóvember en umfjöllunin var bundin trúnaði. „Þarna var bara verið að tikka í box. Utanríkismálanefnd á að vera ráðgefandi. Það hefði verið náttúrulega mun eðlilegra þegar menn voru komnir eitthvað áleiðis að setjast niður með utanríkismálanefnd og setja utanríkismálanefnd inn í það hvað var í gangi og hver væru samningsmarkmiðin og hugsanlegar niðurstöður. Það var ekki gert,“ svarar Guðlaugur Þór. „Þá er ekki hægt að miðla trúnaðarupplýsingum til utanríkismálanefndar“ Í umræðum á Alþingi sagði Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem tilkynnt væri um eitthvað í framhjáhlaupi sem bundið hafi verið trúnaði. Hún sagði mikið bera á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvort lögbundinni samráðsskyldu við utanríkismálanefnd hafi verið sinnt. „Ég skil alveg þingmennina og sem eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, að það er erfitt að fá trúnaðarupplýsingar og síðan að fá ekki að tala um það. Þess vegna gilda aðrar reglur um utanríkismálanefnd,“ sagði Þorgerður Katrín sem mun mæta fyrir fund utanríkismálanefndar á morgun. „Það er líka þá alveg hægt að fara þá leið að það verði opnari samskipti og hægt að vísa í meira. En fyrir vikið að þá er ekki hægt að miðla áfram trúnaðarupplýsingum, viðkvæmum, til utanríkismálanefndar ef það er þannig að þau vilja breyta því á þann veg.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Utanríkismál Makrílveiðar Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Skrifað var undir samninginn í morgun og er þetta í fyrsta sinn sem Ísland er aðili að samkomulaginu. Noregur, Bretland og Færeyjar eru það sömuleiðis en ESB og Grænlendingar, sem einnig stunda markílveiðar, standa utan þess. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins í morgun er sagt að strandríkjahlutdeild Íslands verði 12,5% af heildaraflamarki sem sé mikilvæg viðurkenning á veiðum Íslands og tryggi langtímahagsmuni. Þá sé aðgangur til veiða í lögsögum annarra landa einnig mikilvægur þáttur. „Erum að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda“ Utanríkisráðherra segir samninginn sögulegan, verið sé að verja hagsmuni Íslendinga og taka þátt í að stöðva ofveiði á makríl. „Það er eins og bæði Norðmenn og Færeyingar séu að skynja og skilja það að við erum eðlilega ríki sem á að hafa hlutdeild í makríl. Og það er það sem að skiptir svo miklu máli fyrir okkur Íslendinga, að við erum búin að fá þessa strandríkjahlutdeild viðurkennda til skemmri og lengri tíma,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað, líkt og samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera, sem segja það sérstök vonbrigði að hlutur Íslendinga sé minni en Færeyinga. „Við erum að sjá að Ísland er að fá minna. Það er ekki lögð áhersla á prinsippin okkar, sem er sjálfbær nýting. Það er ekki lögð áhersla á að allir sitji við borðið og núna setjum við Grænlendinga á kaldan klaka og Evrópusambandið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson. „Þarna var bara verið að tikka í box“ Þá segir Guðlaugur Þór að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum en nefndin eigi að vera ráðgefandi samkvæmt þingskaparlögum. „Nei, þetta er ekki rétt,“ segir Þorgerður Katrín. „Utanríkismálanefnd var upplýst um það að þessar viðræður, sem væru viðkvæmar, væru í gangi. Og það eru bara fulltrúar landanna sem hafa verið að sitja þá fundi, enda náttúrulega mikill trúnaður á milli.“ Málið var á dagskrá utanríkismálanefndar þann 10. nóvember en umfjöllunin var bundin trúnaði. „Þarna var bara verið að tikka í box. Utanríkismálanefnd á að vera ráðgefandi. Það hefði verið náttúrulega mun eðlilegra þegar menn voru komnir eitthvað áleiðis að setjast niður með utanríkismálanefnd og setja utanríkismálanefnd inn í það hvað var í gangi og hver væru samningsmarkmiðin og hugsanlegar niðurstöður. Það var ekki gert,“ svarar Guðlaugur Þór. „Þá er ekki hægt að miðla trúnaðarupplýsingum til utanríkismálanefndar“ Í umræðum á Alþingi sagði Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem tilkynnt væri um eitthvað í framhjáhlaupi sem bundið hafi verið trúnaði. Hún sagði mikið bera á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvort lögbundinni samráðsskyldu við utanríkismálanefnd hafi verið sinnt. „Ég skil alveg þingmennina og sem eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, að það er erfitt að fá trúnaðarupplýsingar og síðan að fá ekki að tala um það. Þess vegna gilda aðrar reglur um utanríkismálanefnd,“ sagði Þorgerður Katrín sem mun mæta fyrir fund utanríkismálanefndar á morgun. „Það er líka þá alveg hægt að fara þá leið að það verði opnari samskipti og hægt að vísa í meira. En fyrir vikið að þá er ekki hægt að miðla áfram trúnaðarupplýsingum, viðkvæmum, til utanríkismálanefndar ef það er þannig að þau vilja breyta því á þann veg.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Utanríkismál Makrílveiðar Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira