Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2025 22:40 Guðmundur Ingi Kristinsson hefur verið menntamálaráðherra síðan í mars. Vísir/Anton Brink Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í kvöld. Áður hefur verið greint frá því að Guðmundur Ingi væri í tímabundnu veikindaleyfi þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Varamaður hefur tekið hans stað á þingi. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem tilkynnt var um veikindaleyfið sagði að gert væri ráð fyrir því að aðgerðin myndi tryggja ráðherranum fullan bata til lengri tíma og að hann myndi snúa aftur til starfa í kjölfarið. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sinnir tímabundið starfi mennta- og barnamálaráðherra. Allir formenn flokka á þingi mættu í Silfrið í kvöld og þar barst talið að menntamálum. Þið eruð með menntamálin og þennan stóra mikilvæga málaflokk og Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er í veikindaleyfi, við óskum honum auðvitað góðs bata, en reiknarðu með honum aftur í ráðuneytið þegar hann snýr til baka? „Ég ætla bara að senda batakveðjur til Guðmundar sem fer í aðgerð núna þann 18. desember næstkomandi. Hann er að fara í opna hjartaskurðaðgerð og það þarf að skipta um hjartaloku eða eitthvað slíkt sem ég kann ekki alveg frá að segja,“ sagði Inga Sæland. „En ég vil nú bara sjá til hvernig framvindan verður þar, það veit enginn hvernig það fer. Einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga og annað slíkt eftir slíka aðgerð þannig við óskum Guðmundi alls hins besta bara og bíðum eftir því að hann verði sprækur sem lækur.“ Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í kvöld. Áður hefur verið greint frá því að Guðmundur Ingi væri í tímabundnu veikindaleyfi þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Varamaður hefur tekið hans stað á þingi. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem tilkynnt var um veikindaleyfið sagði að gert væri ráð fyrir því að aðgerðin myndi tryggja ráðherranum fullan bata til lengri tíma og að hann myndi snúa aftur til starfa í kjölfarið. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sinnir tímabundið starfi mennta- og barnamálaráðherra. Allir formenn flokka á þingi mættu í Silfrið í kvöld og þar barst talið að menntamálum. Þið eruð með menntamálin og þennan stóra mikilvæga málaflokk og Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er í veikindaleyfi, við óskum honum auðvitað góðs bata, en reiknarðu með honum aftur í ráðuneytið þegar hann snýr til baka? „Ég ætla bara að senda batakveðjur til Guðmundar sem fer í aðgerð núna þann 18. desember næstkomandi. Hann er að fara í opna hjartaskurðaðgerð og það þarf að skipta um hjartaloku eða eitthvað slíkt sem ég kann ekki alveg frá að segja,“ sagði Inga Sæland. „En ég vil nú bara sjá til hvernig framvindan verður þar, það veit enginn hvernig það fer. Einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga og annað slíkt eftir slíka aðgerð þannig við óskum Guðmundi alls hins besta bara og bíðum eftir því að hann verði sprækur sem lækur.“
Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira