Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2025 22:40 Guðmundur Ingi Kristinsson hefur verið menntamálaráðherra síðan í mars. Vísir/Anton Brink Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í kvöld. Áður hefur verið greint frá því að Guðmundur Ingi væri í tímabundnu veikindaleyfi þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Varamaður hefur tekið hans stað á þingi. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem tilkynnt var um veikindaleyfið sagði að gert væri ráð fyrir því að aðgerðin myndi tryggja ráðherranum fullan bata til lengri tíma og að hann myndi snúa aftur til starfa í kjölfarið. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sinnir tímabundið starfi mennta- og barnamálaráðherra. Allir formenn flokka á þingi mættu í Silfrið í kvöld og þar barst talið að menntamálum. Þið eruð með menntamálin og þennan stóra mikilvæga málaflokk og Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er í veikindaleyfi, við óskum honum auðvitað góðs bata, en reiknarðu með honum aftur í ráðuneytið þegar hann snýr til baka? „Ég ætla bara að senda batakveðjur til Guðmundar sem fer í aðgerð núna þann 18. desember næstkomandi. Hann er að fara í opna hjartaskurðaðgerð og það þarf að skipta um hjartaloku eða eitthvað slíkt sem ég kann ekki alveg frá að segja,“ sagði Inga Sæland. „En ég vil nú bara sjá til hvernig framvindan verður þar, það veit enginn hvernig það fer. Einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga og annað slíkt eftir slíka aðgerð þannig við óskum Guðmundi alls hins besta bara og bíðum eftir því að hann verði sprækur sem lækur.“ Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í kvöld. Áður hefur verið greint frá því að Guðmundur Ingi væri í tímabundnu veikindaleyfi þar sem hann mun gangast undir hjartaaðgerð. Varamaður hefur tekið hans stað á þingi. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu þar sem tilkynnt var um veikindaleyfið sagði að gert væri ráð fyrir því að aðgerðin myndi tryggja ráðherranum fullan bata til lengri tíma og að hann myndi snúa aftur til starfa í kjölfarið. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sinnir tímabundið starfi mennta- og barnamálaráðherra. Allir formenn flokka á þingi mættu í Silfrið í kvöld og þar barst talið að menntamálum. Þið eruð með menntamálin og þennan stóra mikilvæga málaflokk og Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra er í veikindaleyfi, við óskum honum auðvitað góðs bata, en reiknarðu með honum aftur í ráðuneytið þegar hann snýr til baka? „Ég ætla bara að senda batakveðjur til Guðmundar sem fer í aðgerð núna þann 18. desember næstkomandi. Hann er að fara í opna hjartaskurðaðgerð og það þarf að skipta um hjartaloku eða eitthvað slíkt sem ég kann ekki alveg frá að segja,“ sagði Inga Sæland. „En ég vil nú bara sjá til hvernig framvindan verður þar, það veit enginn hvernig það fer. Einstaklingar þurfa að fara í endurhæfingu, mislanga og annað slíkt eftir slíka aðgerð þannig við óskum Guðmundi alls hins besta bara og bíðum eftir því að hann verði sprækur sem lækur.“
Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira