Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2025 23:36 Vegarkafli Suðurlandsvegar við Rauðavatn er umferðarþyngsti tveggja akreina vegur landsins. Hann bíður fram á næsta áratug, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Stöð 2/Skjáskot Breikkun Suðurlandsvegar meðfram Rauðavatni og Norðlingaholti frestast fram á næsta áratug, sem og breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar. Endurbætur á Reykjanesbraut um Hafnarfjörð bíða og einnig gerð mislægra gatnamót við Bústaðaveg. Í fréttum Sýnar var rýnt í nýbirta tillögu innviðaráðherra að samgönguáætlun og greint frá því helsta sem á að gera í nýbyggingu í vegagerð á næstu árum en einnig frá þeim verkefnum sem þurfa að bíða. Stærstu verkin á höfuðborgarsvæðinu sem fara í gang á næstu árum eru Fossvogsbrú, sem þegar er búið að semja um, Sundabraut, sem stefnt er að verði lögð á árunum 2027 til 2032, Sæbrautarstokkur á árunum 2027 til 2030, breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes að Hvalfjarðargöngum er ráðgerð á árunum 2026 til 2029 og breikkun stutts kafla Suðurlandsvegar milli Gunnarshólma og Hólmsár á árunum 2027 til 2028. Helstu verkefni á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að bíða eru Reykjanesbraut um Hafnarfjörð, gatnamótin við Bústaðaveg, breikkun Suðurlandsvegar milli Bæjarháls og Hólmsár og jarðgöng undir Miklubraut, sem núna eru ráðgerð á árabilinu 2031 til 2040. Á vestursvæði eru næstu verkefni að ljúka vegagerð um Gufudalssveit, stuttur kafli í Helgafellssveit og endurnýjun Bíldudalsvegar frá Dynjandisheiði niður í Trostansfjörð og síðan áfram að Bíldudal. Af verkefnum sem teygist úr má nefna leiðina um Skógarströnd með fjárveitingu á árunum 2028 til 2040 og í Árneshreppi á Ströndum kemst Veiðileysuháls á dagskrá á árunum 2031 til 2035. Uxahryggjavegur, ný tenging milli Vesturlands og Suðurlands um Þingvelli, fær fjárveitingu á árunum 2031 til 2040, breikkun Vesturlandsvegar milli Hvalfjarðarganga og Borgarness á tímabilinu 2031 til 2040 og á sama tíma er gert ráð fyrir færslu hringvegarins um Borgarnes. Á norðursvæði verða næstu verkefni endurbygging vegarins um Vatnsnes, brúarsmíði yfir Skjálfandafljót í Kinn og Bárðardalur vestri fær fyrsta kafla bundins slitlags. Meginhluti Bárðardalsvegar verður þó ekki endurbyggður fyrr en á árunum 2031 til 2040. Ný brú á Skjálfandafljót við Goðafoss er sett á tímabilið 2030 til 2035 og brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði 2031 til 2040. Breikkun hringvegarins milli Akureyrar og Þelamerkur er ráðgerð á árunum 2036 tl 2040. Á austursvæði er næst á dagskrá að leggja bundið slitlag á veginn um Jökuldal að Stuðlagili, endurbæta á hringveginn um botn Reyðarfjarðar og loks á að hefjast handa við fyrsta kafla Axarvegar. Uppbygging Axarvegar mun þó teygjast til ársins 2035. Endurbætur hringvegarins um suðurfirði Austfjarða hefjast árið 2029 og dreifast aftur til ársins 2040. Ný Lagarfljótsbrú er ráðgerð á tímabilinu 2036 til 2040, einnig ný veglína um Lónssveit með nýrri brú á Jökulsá í Lóni og loks er stytting hringvegarins um Öræfasveit með fjárveitingu á tímabilinu 2031 til 2040. Á suðursvæði eru framkvæmdir hafnar við Ölfusárbrú og gert ráð fyrir að vinna við nýja Þjórsárbrú við Árnes hefjist á þessu ári en hún er tengd Hvammsvirkjun. Af verkefnum sem bíða má nefna breikkun Suðurlandsvegar við Hveragerði, milli Varmár og Kamba, sem núna er ráðgert að vinna á árunum 2029 til 2033. Endurbætur Þrengslavegar verða á dagskrá 2029 til 2030. Breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar verður á árunum 2031 til 2035 og breikkun Suðurlandsvegar milli Þjórsár og Selfoss á árunum 2036 til 2040. Endurbætur hringvegarins um Reynisfjall fá fjárveitingu á árunum 2031 til 2035, þó ekki til að gera jarðgöng. Austan Kirkjubæjarklausturs er ráðgert að færa hringveginn fjær sveitabæjum á Síðu á árunum 2031 til 2035. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegagerð Samgöngur Alþingi Umferðaröryggi Vegtollar Samgönguáætlun Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í fréttum Sýnar var rýnt í nýbirta tillögu innviðaráðherra að samgönguáætlun og greint frá því helsta sem á að gera í nýbyggingu í vegagerð á næstu árum en einnig frá þeim verkefnum sem þurfa að bíða. Stærstu verkin á höfuðborgarsvæðinu sem fara í gang á næstu árum eru Fossvogsbrú, sem þegar er búið að semja um, Sundabraut, sem stefnt er að verði lögð á árunum 2027 til 2032, Sæbrautarstokkur á árunum 2027 til 2030, breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes að Hvalfjarðargöngum er ráðgerð á árunum 2026 til 2029 og breikkun stutts kafla Suðurlandsvegar milli Gunnarshólma og Hólmsár á árunum 2027 til 2028. Helstu verkefni á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að bíða eru Reykjanesbraut um Hafnarfjörð, gatnamótin við Bústaðaveg, breikkun Suðurlandsvegar milli Bæjarháls og Hólmsár og jarðgöng undir Miklubraut, sem núna eru ráðgerð á árabilinu 2031 til 2040. Á vestursvæði eru næstu verkefni að ljúka vegagerð um Gufudalssveit, stuttur kafli í Helgafellssveit og endurnýjun Bíldudalsvegar frá Dynjandisheiði niður í Trostansfjörð og síðan áfram að Bíldudal. Af verkefnum sem teygist úr má nefna leiðina um Skógarströnd með fjárveitingu á árunum 2028 til 2040 og í Árneshreppi á Ströndum kemst Veiðileysuháls á dagskrá á árunum 2031 til 2035. Uxahryggjavegur, ný tenging milli Vesturlands og Suðurlands um Þingvelli, fær fjárveitingu á árunum 2031 til 2040, breikkun Vesturlandsvegar milli Hvalfjarðarganga og Borgarness á tímabilinu 2031 til 2040 og á sama tíma er gert ráð fyrir færslu hringvegarins um Borgarnes. Á norðursvæði verða næstu verkefni endurbygging vegarins um Vatnsnes, brúarsmíði yfir Skjálfandafljót í Kinn og Bárðardalur vestri fær fyrsta kafla bundins slitlags. Meginhluti Bárðardalsvegar verður þó ekki endurbyggður fyrr en á árunum 2031 til 2040. Ný brú á Skjálfandafljót við Goðafoss er sett á tímabilið 2030 til 2035 og brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði 2031 til 2040. Breikkun hringvegarins milli Akureyrar og Þelamerkur er ráðgerð á árunum 2036 tl 2040. Á austursvæði er næst á dagskrá að leggja bundið slitlag á veginn um Jökuldal að Stuðlagili, endurbæta á hringveginn um botn Reyðarfjarðar og loks á að hefjast handa við fyrsta kafla Axarvegar. Uppbygging Axarvegar mun þó teygjast til ársins 2035. Endurbætur hringvegarins um suðurfirði Austfjarða hefjast árið 2029 og dreifast aftur til ársins 2040. Ný Lagarfljótsbrú er ráðgerð á tímabilinu 2036 til 2040, einnig ný veglína um Lónssveit með nýrri brú á Jökulsá í Lóni og loks er stytting hringvegarins um Öræfasveit með fjárveitingu á tímabilinu 2031 til 2040. Á suðursvæði eru framkvæmdir hafnar við Ölfusárbrú og gert ráð fyrir að vinna við nýja Þjórsárbrú við Árnes hefjist á þessu ári en hún er tengd Hvammsvirkjun. Af verkefnum sem bíða má nefna breikkun Suðurlandsvegar við Hveragerði, milli Varmár og Kamba, sem núna er ráðgert að vinna á árunum 2029 til 2033. Endurbætur Þrengslavegar verða á dagskrá 2029 til 2030. Breikkun Reykjanesbrautar milli Njarðvíkur og Leifsstöðvar verður á árunum 2031 til 2035 og breikkun Suðurlandsvegar milli Þjórsár og Selfoss á árunum 2036 til 2040. Endurbætur hringvegarins um Reynisfjall fá fjárveitingu á árunum 2031 til 2035, þó ekki til að gera jarðgöng. Austan Kirkjubæjarklausturs er ráðgert að færa hringveginn fjær sveitabæjum á Síðu á árunum 2031 til 2035.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegagerð Samgöngur Alþingi Umferðaröryggi Vegtollar Samgönguáætlun Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira