Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 9. desember 2025 07:17 Það var líf og fjör í Félagsheimili Hrunamanna á laugardag. Laufey Sif Lárusdóttir er framkvæmdastjóri og annar eigenda Ölverks. Hrunamannahreppur/aðsend Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum hafa tilkynnt áfengissölu á jólamarkaði í Hrunamannahreppi til lögreglu. Framkvæmdastjóri brugghúss segir söluna hafa farið fram í góðri trú. Atvinnu-, ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps stóð fyrir árlegum jólamarkaði í félagsheimili hreppsins síðasta laugardag. Þar mátti finna veitingar til styrktar íþróttastarfi í Uppsveitum Árnessýslu, jólasveina, blöðrugerð og vörur frá hinum ýmsum aðilum en meðal þeirra var bjór frá Ölverki í Hveragerði. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum telja að um ólöglega áfengissölu hafi verið að ræða og gerir formaður þeirra sérstaka athugasemd við að hún hafi farið fram á viðburði sveitarfélags sem var að hluta miðaður að börnum og nýttur til að styrkja íþróttastarf. 914 íbúar voru skráðir í Hrunamannahreppi í byrjun árs en árlegi jólamarkaðurinn er sagður draga fólk víða að. Ölverk seldi meðal annars bjór á jólamarkaðnum umrædda.Aðsend Laufey Sif Lárusdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Ölverks, segir fyrirtækið með leyfi til að selja áfengi til neytenda á framleiðslustað. Það hafi verið algeng túlkun eigenda handverksbrugghúsa að slíkt leyfi fylgi handhafa þess út fyrir framleiðslustaðinn sjálfan. Segja áfengislög brotin Í breytingu á áfengislögum sem samþykkt var árið 2022 var litlum brugghúsum gert heimilt að selja áfengi í smásölu á framleiðslustað ef þau framleiða innan við 500 þúsund lítra af áfengi á ári. Í tengdri reglugerð segir: „Leyfi til smásölu áfengis á framleiðslustað gerir umsækjanda kleift að selja í smásölu áfengi, sem umsækjandi framleiðir á grundvelli framleiðsluleyfis, á framleiðslustað.“ Í ljósi þess að Félagsheimili Hrunamanna telst ekki framleiðslustaður áfengis vilja Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum meina að þarna hafi farið fram brot á áfengislögum. „Við sem störfum innan þessa geira trúum því að þetta sé innan laga og þykir miður ef svo reynist ekki,“ segir Laufey hjá Ölverki en hún er einnig formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Áfengi sé einungis selt í litlu magni og til þeirra sem hafi aldur til. Smáframleiðendur segjast eiga erfitt með að fá góða dreifingu í verslunum Vínbúðarinnar.Vísir/vilhelm Bjór reglulega seldur á mörkuðum Laufey segir að það hafi lengi tíðkast að litlir bjórframleiðendur selji vörur sínar á bæði stærri og smærri mörkuðum víða um land. „Það eru markaðir allt árið um kring í öllum sveitarfélögum landsins þar sem þessi brugghús og þessir framleiðendur eru staðsettir.“ Bjór var meðal annars seldur í gjafaöskjum.aðsend „Við stöndum auðvitað í allri okkar starfsemi í þeirri trú að við séum að fara að lögum og þeim reglugerðum sem okkur hafa verið settar og þykir mjög miður ef rétt reynist að það sé ekki,“ bætir Laufey við. Erfitt sé fyrir smáa framleiðendur að koma vörum sínum á framfæri, ekki síst í Vínbúðinni, og þeir finni margir fyrir þrengingum. Smáframleiðendur vilji taka þátt í samtalinu og gera eins vel og þeir geti í sátt og samlyndi við löggjöfina og samfélagið. Móðir hennar tengist ekki málinu Í umræðunni um veru Ölverks á jólamarkaðnum sem Atvinnu-, ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps stóð fyrir hefur einnig komið til tals að móðir Laufeyjar sé Aldís Hafsteinsdóttir en hún er sveitarstjóri hreppsins. „Þetta tengist henni engan veginn. Okkur er boðið að taka þátt í markaðnum af skipuleggjendum þessa jólamarkaðs og þótti gaman,“ segir Laufey. „En svo vill til að ég er dóttir hennar og ég og eiginmaður minn erum eigendur Ölverk pizza og brugghúss í Hveragerði sem er fyrirtæki sem er búið að vera starfandi í níu ár.“ Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis.Vísir Einnig með sósur Laufey bendir á að bjórinn hafi einungis verið hluti af vöruúrvali Ölverks á markaðnum og þar hafi einnig mátt finna sósur, sultur og krydd úr íslenskum eldpipar. Þá hafi bjórinn sem hafi verið til sölu á umræddum jólamarkaði ekki verið hugsaður til neyslu á staðnum og margir þeirra verið í sérstökum gjafapökkum. Henni þyki afar miður ef salan vakti ekki ánægju allra. Jólabjórinn Grýla var meðal annars í boði í félagsheimilinu. aðsend „Þetta var ekki stóra salan og einnig var fókus á Eldtunguchillisósurnar. Þetta er einungis til kynningar og sýnileika og vitundarvakningar á þeirri öflugu íslensku framleiðslu á öli um allt land.“ Íslensk handverksbrugghús séu samanlagt með undir fimm prósent af heildarsölu bjórs á Íslandi. „Ef eitthvað er þá ætti kannski frekar að hampa þessum aðilum og fagna því að hér séu að skapast störf í héraði um allt land,“ bætir Laufey við. Brugghúsin hafi engan áhuga á því að stuðla að eða ýta undir neyslu áfengis hjá ungmennum og vilji fara að lögum. Kalli mögulega á endurskoðun Ef lögreglan kemst að þeirri niðurstöðu að litlum brugghúsum sé óheimilt að selja vörur sínar í smásölu utan framleiðslustaðar telur Laufey ástæðu fyrir löggjafann að rýna í regluverkið og endurskoða það. Um sé að ræða hátt í 26 smáframleiðendur sem sé sniðinn mjög þröngur stakkur þegar kemur að vörudreifingu innan áfengisverslana ÁTVR. Ölgerðin og Víking í eigu Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi reka langstærstu brugghús landsins.Vísir/vilhelm „Aðilar í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa hafa undanfarið verið að fá mun minna hillupláss vegna nýs fyrirkomulags þar sem vörur og dreifing í verslunum ÁTVR fer eftir seldu lítramagni. Svo það gefur augaleið þegar smábrugghús sem eru að framleiða kannski hundrað þúsund lítra á ári eru að keppa á móti stóru aðilunum eins og Ölgerðinni eða Víking sem eru að framleiða milljónir líta ári. Við erum að keppa um sömu pláss í hillunum og þeir. Við bara komumst ekki þarna inn,“ segir Laufey. „Litli aðilinn verður einhvern veginn að fá að koma sinni vöru áleiðis til áhugasamra einstaklinga um það íslenska handverk sem bjórinn er. Þetta er menning, vitneskja og þetta er atvinnusköpun sem við viljum halda í. Hvert starf skiptir máli í þessum smáu samfélögum.“ Hrunamannahreppur Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir Enginn bjór beint frá býli strax en bruggarar brosa sínu breiðasta Lög sem heimila sölu áfengis beint af framleiðslustað smáframleiðenda taka gildi á morgun. Reglugerð sem heimild mun byggja á er ekki tilbúin og því er ljóst að hvorki bjór né vín verður afhent neytendum beint frá brugghúsi á morgun. Reykjavíkurborg er þó þegar byrjuð að undirbúa útgáfu leyfa. 30. júní 2022 17:17 Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Atvinnu-, ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps stóð fyrir árlegum jólamarkaði í félagsheimili hreppsins síðasta laugardag. Þar mátti finna veitingar til styrktar íþróttastarfi í Uppsveitum Árnessýslu, jólasveina, blöðrugerð og vörur frá hinum ýmsum aðilum en meðal þeirra var bjór frá Ölverki í Hveragerði. Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum telja að um ólöglega áfengissölu hafi verið að ræða og gerir formaður þeirra sérstaka athugasemd við að hún hafi farið fram á viðburði sveitarfélags sem var að hluta miðaður að börnum og nýttur til að styrkja íþróttastarf. 914 íbúar voru skráðir í Hrunamannahreppi í byrjun árs en árlegi jólamarkaðurinn er sagður draga fólk víða að. Ölverk seldi meðal annars bjór á jólamarkaðnum umrædda.Aðsend Laufey Sif Lárusdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda Ölverks, segir fyrirtækið með leyfi til að selja áfengi til neytenda á framleiðslustað. Það hafi verið algeng túlkun eigenda handverksbrugghúsa að slíkt leyfi fylgi handhafa þess út fyrir framleiðslustaðinn sjálfan. Segja áfengislög brotin Í breytingu á áfengislögum sem samþykkt var árið 2022 var litlum brugghúsum gert heimilt að selja áfengi í smásölu á framleiðslustað ef þau framleiða innan við 500 þúsund lítra af áfengi á ári. Í tengdri reglugerð segir: „Leyfi til smásölu áfengis á framleiðslustað gerir umsækjanda kleift að selja í smásölu áfengi, sem umsækjandi framleiðir á grundvelli framleiðsluleyfis, á framleiðslustað.“ Í ljósi þess að Félagsheimili Hrunamanna telst ekki framleiðslustaður áfengis vilja Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum meina að þarna hafi farið fram brot á áfengislögum. „Við sem störfum innan þessa geira trúum því að þetta sé innan laga og þykir miður ef svo reynist ekki,“ segir Laufey hjá Ölverki en hún er einnig formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa. Áfengi sé einungis selt í litlu magni og til þeirra sem hafi aldur til. Smáframleiðendur segjast eiga erfitt með að fá góða dreifingu í verslunum Vínbúðarinnar.Vísir/vilhelm Bjór reglulega seldur á mörkuðum Laufey segir að það hafi lengi tíðkast að litlir bjórframleiðendur selji vörur sínar á bæði stærri og smærri mörkuðum víða um land. „Það eru markaðir allt árið um kring í öllum sveitarfélögum landsins þar sem þessi brugghús og þessir framleiðendur eru staðsettir.“ Bjór var meðal annars seldur í gjafaöskjum.aðsend „Við stöndum auðvitað í allri okkar starfsemi í þeirri trú að við séum að fara að lögum og þeim reglugerðum sem okkur hafa verið settar og þykir mjög miður ef rétt reynist að það sé ekki,“ bætir Laufey við. Erfitt sé fyrir smáa framleiðendur að koma vörum sínum á framfæri, ekki síst í Vínbúðinni, og þeir finni margir fyrir þrengingum. Smáframleiðendur vilji taka þátt í samtalinu og gera eins vel og þeir geti í sátt og samlyndi við löggjöfina og samfélagið. Móðir hennar tengist ekki málinu Í umræðunni um veru Ölverks á jólamarkaðnum sem Atvinnu-, ferða- og menningarnefnd Hrunamannahrepps stóð fyrir hefur einnig komið til tals að móðir Laufeyjar sé Aldís Hafsteinsdóttir en hún er sveitarstjóri hreppsins. „Þetta tengist henni engan veginn. Okkur er boðið að taka þátt í markaðnum af skipuleggjendum þessa jólamarkaðs og þótti gaman,“ segir Laufey. „En svo vill til að ég er dóttir hennar og ég og eiginmaður minn erum eigendur Ölverk pizza og brugghúss í Hveragerði sem er fyrirtæki sem er búið að vera starfandi í níu ár.“ Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis.Vísir Einnig með sósur Laufey bendir á að bjórinn hafi einungis verið hluti af vöruúrvali Ölverks á markaðnum og þar hafi einnig mátt finna sósur, sultur og krydd úr íslenskum eldpipar. Þá hafi bjórinn sem hafi verið til sölu á umræddum jólamarkaði ekki verið hugsaður til neyslu á staðnum og margir þeirra verið í sérstökum gjafapökkum. Henni þyki afar miður ef salan vakti ekki ánægju allra. Jólabjórinn Grýla var meðal annars í boði í félagsheimilinu. aðsend „Þetta var ekki stóra salan og einnig var fókus á Eldtunguchillisósurnar. Þetta er einungis til kynningar og sýnileika og vitundarvakningar á þeirri öflugu íslensku framleiðslu á öli um allt land.“ Íslensk handverksbrugghús séu samanlagt með undir fimm prósent af heildarsölu bjórs á Íslandi. „Ef eitthvað er þá ætti kannski frekar að hampa þessum aðilum og fagna því að hér séu að skapast störf í héraði um allt land,“ bætir Laufey við. Brugghúsin hafi engan áhuga á því að stuðla að eða ýta undir neyslu áfengis hjá ungmennum og vilji fara að lögum. Kalli mögulega á endurskoðun Ef lögreglan kemst að þeirri niðurstöðu að litlum brugghúsum sé óheimilt að selja vörur sínar í smásölu utan framleiðslustaðar telur Laufey ástæðu fyrir löggjafann að rýna í regluverkið og endurskoða það. Um sé að ræða hátt í 26 smáframleiðendur sem sé sniðinn mjög þröngur stakkur þegar kemur að vörudreifingu innan áfengisverslana ÁTVR. Ölgerðin og Víking í eigu Coca-Cola Europacific Partners á Íslandi reka langstærstu brugghús landsins.Vísir/vilhelm „Aðilar í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa hafa undanfarið verið að fá mun minna hillupláss vegna nýs fyrirkomulags þar sem vörur og dreifing í verslunum ÁTVR fer eftir seldu lítramagni. Svo það gefur augaleið þegar smábrugghús sem eru að framleiða kannski hundrað þúsund lítra á ári eru að keppa á móti stóru aðilunum eins og Ölgerðinni eða Víking sem eru að framleiða milljónir líta ári. Við erum að keppa um sömu pláss í hillunum og þeir. Við bara komumst ekki þarna inn,“ segir Laufey. „Litli aðilinn verður einhvern veginn að fá að koma sinni vöru áleiðis til áhugasamra einstaklinga um það íslenska handverk sem bjórinn er. Þetta er menning, vitneskja og þetta er atvinnusköpun sem við viljum halda í. Hvert starf skiptir máli í þessum smáu samfélögum.“
Hrunamannahreppur Áfengi Lögreglumál Tengdar fréttir Enginn bjór beint frá býli strax en bruggarar brosa sínu breiðasta Lög sem heimila sölu áfengis beint af framleiðslustað smáframleiðenda taka gildi á morgun. Reglugerð sem heimild mun byggja á er ekki tilbúin og því er ljóst að hvorki bjór né vín verður afhent neytendum beint frá brugghúsi á morgun. Reykjavíkurborg er þó þegar byrjuð að undirbúa útgáfu leyfa. 30. júní 2022 17:17 Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Enginn bjór beint frá býli strax en bruggarar brosa sínu breiðasta Lög sem heimila sölu áfengis beint af framleiðslustað smáframleiðenda taka gildi á morgun. Reglugerð sem heimild mun byggja á er ekki tilbúin og því er ljóst að hvorki bjór né vín verður afhent neytendum beint frá brugghúsi á morgun. Reykjavíkurborg er þó þegar byrjuð að undirbúa útgáfu leyfa. 30. júní 2022 17:17
Mega selja áfengi á framleiðslustað um mánaðamótin Frumvarp um að heimila sölu á áfengi á framleiðslustað var samþykkt sem lög á Alþingi nú í kvöld. Lögin taka gildi um mánaðamótin. 15. júní 2022 23:59