Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 12:39 Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður. Vísir/Vilhelm „Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify. Ólga hefur verið í samfélagi tónlistarmanna undanfarnar vikur vegna tengsla sænsku tónlistarstreymisveitunnar við gervigreindarfyrirtæki. Gervigreindartónlist hefur látið bera meira á sér á streymisveitunni og hefur jafnvel fengið gríðarmargar hlustanir, líkt og gervigreindarbandið The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur án þess að greina frá því að um gervigreind væri að ræða. Yfir milljón manns hlustuðu á bandið samkvæmt The Guardian. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig orðið fyrir barðinu á gervigreindarlögum en ný lög birtust á veitunni sem áttu að vera eftir Sálina hans Jóns mín, Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson. „Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærsta hluta markaðsins,“ segir Sigríður. „Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.“ Hernaðargervigreind fyllti mælinn Daniel Ek er annar stofnandi streymisveitunnar og var lengi forstjóri fyrirtækisins en sagði af sér í september. Þegar hann var við stjórnvölinn stofnaði hann áhættufjárfestingafélagið Prime Materia sem síðan fjárfesti sex hundruð milljónum evra, 89 milljörðum íslenskra króna, í gervigreindarhernaðarfyrirtækinu Helsing. Ek er jafnframt stjórnarmaður í fyrirtækinu sem notar gervigreindartækni til að upplýsa um hernaðarákvarðanir í rauntíma og framleiðir hernaðardróna samkvæmt CNBC. Sigríður Hagalín tekur einnig fram þessa fjárfestingu sem ástæðu af hverju hún hætti í viðskiptum sínum við Spotify. „Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt! Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daneils Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk - manneskjur - á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“ Í staðinn á hún núna í viðskiptum við Tidal, eftir að hafa fundið út hvernig færa mætti listana hennar yfir á aðra streymisveitu. „Að lokum hvet ég vini mína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir,“ segir hún en bætir við að bækur ættu auðvitað að vera þar á lista. Spotify Gervigreind Svíþjóð Tónlist Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Ólga hefur verið í samfélagi tónlistarmanna undanfarnar vikur vegna tengsla sænsku tónlistarstreymisveitunnar við gervigreindarfyrirtæki. Gervigreindartónlist hefur látið bera meira á sér á streymisveitunni og hefur jafnvel fengið gríðarmargar hlustanir, líkt og gervigreindarbandið The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur án þess að greina frá því að um gervigreind væri að ræða. Yfir milljón manns hlustuðu á bandið samkvæmt The Guardian. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig orðið fyrir barðinu á gervigreindarlögum en ný lög birtust á veitunni sem áttu að vera eftir Sálina hans Jóns mín, Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson. „Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærsta hluta markaðsins,“ segir Sigríður. „Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.“ Hernaðargervigreind fyllti mælinn Daniel Ek er annar stofnandi streymisveitunnar og var lengi forstjóri fyrirtækisins en sagði af sér í september. Þegar hann var við stjórnvölinn stofnaði hann áhættufjárfestingafélagið Prime Materia sem síðan fjárfesti sex hundruð milljónum evra, 89 milljörðum íslenskra króna, í gervigreindarhernaðarfyrirtækinu Helsing. Ek er jafnframt stjórnarmaður í fyrirtækinu sem notar gervigreindartækni til að upplýsa um hernaðarákvarðanir í rauntíma og framleiðir hernaðardróna samkvæmt CNBC. Sigríður Hagalín tekur einnig fram þessa fjárfestingu sem ástæðu af hverju hún hætti í viðskiptum sínum við Spotify. „Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt! Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daneils Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk - manneskjur - á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“ Í staðinn á hún núna í viðskiptum við Tidal, eftir að hafa fundið út hvernig færa mætti listana hennar yfir á aðra streymisveitu. „Að lokum hvet ég vini mína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir,“ segir hún en bætir við að bækur ættu auðvitað að vera þar á lista.
Spotify Gervigreind Svíþjóð Tónlist Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira