Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2025 23:00 Elías hefur bent á að gangandi vegfarendur séu í hættu við gatnamótin í þrjú ár. Vísir/Lýður Valberg Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. Á gatnamótum Reykjavegar og Kirkjuteigar hafa orðið þrjú umferðarslys í haust þar sem ekið hefur verið á börn. Til stendur að setja upp mönnuð umferðarljós við gatnamótin í janúar í kjölfar þess að íbúar hafa sjálfir sinnt þar gangbrautarvörslu, eftir að hafa ítrekað bent á hættu við gatnamótin. Elías Blöndal Guðjónsson faðir í Laugardal segir íbúa komna með nóg. Langþreytt „Við erum auðvitað bara orðin langþreytt á svarleysi og í raun og veru afskiptaleysi borgarinnar af þessu máli og það er bara kominn tími til að við tökum málin í eigin hendur.“ En borgin segir að málið sé ekki alveg svo einfalt. Samkvæmt svörum frá deild afnota og eftirlits hjá Reykjavíkurborg geta íbúar að sækja um leyfi til umferðarstýringar líkt og umferðarljósa og yrði slík umsókn alltaf tekin til stjórnsýslulegrar meðferðar og umsagna aflað hjá þar til bærum aðilum líkt og lögreglu. Harla ólíklegt sé hinsvegar að slíkt leyfi yrði veitt, ákvörðunin sé á endanum samgöngudeildar borgarinnar. „Þetta eru auðvitað bara týpísk svör frá borginni eins og hún virkar núna. En það stendur ekki til að sækja um neitt leyfi fyrir þessu. Ég er sjálfur í atvinnurekstri hér í borginni og veit hvað slíkt ferli þýðir og það kemur ekki til greina,“ segir Elías. „Ef borgin ákveður síðan að taka ljósin niður vegna þess að það hefur ekki fengist leyfi fyrir þeim nú þá verður borgin bara að gera það, það verður mjög spennandi að sjá hvort hún bregst þá hratt við því.“ Þetta er táknræn aðgerð hjá ykkur? „Þetta er fyrst og fremst táknræn aðgerð.“ Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Á gatnamótum Reykjavegar og Kirkjuteigar hafa orðið þrjú umferðarslys í haust þar sem ekið hefur verið á börn. Til stendur að setja upp mönnuð umferðarljós við gatnamótin í janúar í kjölfar þess að íbúar hafa sjálfir sinnt þar gangbrautarvörslu, eftir að hafa ítrekað bent á hættu við gatnamótin. Elías Blöndal Guðjónsson faðir í Laugardal segir íbúa komna með nóg. Langþreytt „Við erum auðvitað bara orðin langþreytt á svarleysi og í raun og veru afskiptaleysi borgarinnar af þessu máli og það er bara kominn tími til að við tökum málin í eigin hendur.“ En borgin segir að málið sé ekki alveg svo einfalt. Samkvæmt svörum frá deild afnota og eftirlits hjá Reykjavíkurborg geta íbúar að sækja um leyfi til umferðarstýringar líkt og umferðarljósa og yrði slík umsókn alltaf tekin til stjórnsýslulegrar meðferðar og umsagna aflað hjá þar til bærum aðilum líkt og lögreglu. Harla ólíklegt sé hinsvegar að slíkt leyfi yrði veitt, ákvörðunin sé á endanum samgöngudeildar borgarinnar. „Þetta eru auðvitað bara týpísk svör frá borginni eins og hún virkar núna. En það stendur ekki til að sækja um neitt leyfi fyrir þessu. Ég er sjálfur í atvinnurekstri hér í borginni og veit hvað slíkt ferli þýðir og það kemur ekki til greina,“ segir Elías. „Ef borgin ákveður síðan að taka ljósin niður vegna þess að það hefur ekki fengist leyfi fyrir þeim nú þá verður borgin bara að gera það, það verður mjög spennandi að sjá hvort hún bregst þá hratt við því.“ Þetta er táknræn aðgerð hjá ykkur? „Þetta er fyrst og fremst táknræn aðgerð.“
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira