Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2025 19:00 Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir gríðarlega aukningu á haldlagningu á fíkniefnum tengjast fjölgun brotahópa á landinu. Vísir Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur verið slegið í ár þegar kemur að haldlagningu á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni, amfetamíni, MDMA, hassi, marijúana, ketamíni og nýgeðvirkum efnum. Fleiri brotahópar flytji inn fíkniefni Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir þetta mikla magn fíkniefna tengjast fjölgun brotahópa á landinu. „Það er náttúrulega ljóst af þessum haldlagningum að það er gríðarlegt flæði af fíkniefnum inn til landsins,“ segir Finnbogi. Fjöldi brotahópa á landinu er tvöfalt meiri en fyrir áratug. Þeir eru nú tuttugu talsins. „Það er alveg ljóst að menn eru ekki að smygla svona stórum sendingum nema á bak við það sé talsvert skipulag. Þannig að það að hér séu starfandi fjöldi brotahópa hefur áhrif á þetta mikla magn,“ segir hann. Jafnoki annarra Norðurlanda Hann segir að Ísland skeri sig nú ekki lengur úr varðandi brotastarfsemi eins og áður. „Ísland er alltaf að færast nær alþjóðasamfélaginu. Umhverfið hér er að verða mjög svipað og á Norðurlöndum með tilliti til brotastarfsemi. Hóparnir koma alls staðar að en svo starfa hér líka hreinræktaðir íslenskir brotahópar sem er þá stýrt af Íslendingum. Sumir þeirra eru búsettir erlendis,“ segir Finnbogi. „Fíkniefnabrotin eru langalgengust og þar eru gríðarlegir fjármunir. En við erum líka að sjá aukningu í mansalsmálum og þá ekki bara vændi heldur vinnumansali og öðrum málum,“ segir Finnbogi. Miklar samfélagsbreytingar Hann segir að margt hafi breyst í samfélaginu samfara þessari þróun. „Þetta er skaðleg þróun og margir hópanna eru hættulegir. Margir þeirra hika ekki við að beita ofbeldi til að ná sínu fram. Við höfum áhyggjur af því. Við sjáum meira af ofbeldisglæðum en áður. Ofbeldið er oftast milli sjálfra hópanna, þegar menn eru að tryggja stöðu sína. En það hefur alveg komið fyrir að almennir borgarar hafi lent á milli,“ segir hann. Samfara þróuninni sé ágóða brotanna komið út í hagkerfið með víðtæku peningaþvætti. „Við sjáum peningaþvætti í nánast öllum afkimum samfélagsins eða alls staðar þar sem tekið er á móti reiðufé. Þetta er t.d. stundað í fasteignaviðskipum og við kaup á listaverkum og lúxusvörum,“ segir hann. Allt samfélagið þurfi að vakna Finnbogi segir brýnt að allt samfélagið leggist á eitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. „Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að sporna við þessu. Það er aldrei einkamál lögreglu og tollgæslu að stöðva skipulagða brotastarfsemi, þarna þurfa stjórnvöld og almenningur að koma inn. Við þurfum í sameiningu að skapa erfiðara umhverfi fyrir brotahópana,“ segir hann að lokum. Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Fíkn Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur verið slegið í ár þegar kemur að haldlagningu á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni, amfetamíni, MDMA, hassi, marijúana, ketamíni og nýgeðvirkum efnum. Fleiri brotahópar flytji inn fíkniefni Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir þetta mikla magn fíkniefna tengjast fjölgun brotahópa á landinu. „Það er náttúrulega ljóst af þessum haldlagningum að það er gríðarlegt flæði af fíkniefnum inn til landsins,“ segir Finnbogi. Fjöldi brotahópa á landinu er tvöfalt meiri en fyrir áratug. Þeir eru nú tuttugu talsins. „Það er alveg ljóst að menn eru ekki að smygla svona stórum sendingum nema á bak við það sé talsvert skipulag. Þannig að það að hér séu starfandi fjöldi brotahópa hefur áhrif á þetta mikla magn,“ segir hann. Jafnoki annarra Norðurlanda Hann segir að Ísland skeri sig nú ekki lengur úr varðandi brotastarfsemi eins og áður. „Ísland er alltaf að færast nær alþjóðasamfélaginu. Umhverfið hér er að verða mjög svipað og á Norðurlöndum með tilliti til brotastarfsemi. Hóparnir koma alls staðar að en svo starfa hér líka hreinræktaðir íslenskir brotahópar sem er þá stýrt af Íslendingum. Sumir þeirra eru búsettir erlendis,“ segir Finnbogi. „Fíkniefnabrotin eru langalgengust og þar eru gríðarlegir fjármunir. En við erum líka að sjá aukningu í mansalsmálum og þá ekki bara vændi heldur vinnumansali og öðrum málum,“ segir Finnbogi. Miklar samfélagsbreytingar Hann segir að margt hafi breyst í samfélaginu samfara þessari þróun. „Þetta er skaðleg þróun og margir hópanna eru hættulegir. Margir þeirra hika ekki við að beita ofbeldi til að ná sínu fram. Við höfum áhyggjur af því. Við sjáum meira af ofbeldisglæðum en áður. Ofbeldið er oftast milli sjálfra hópanna, þegar menn eru að tryggja stöðu sína. En það hefur alveg komið fyrir að almennir borgarar hafi lent á milli,“ segir hann. Samfara þróuninni sé ágóða brotanna komið út í hagkerfið með víðtæku peningaþvætti. „Við sjáum peningaþvætti í nánast öllum afkimum samfélagsins eða alls staðar þar sem tekið er á móti reiðufé. Þetta er t.d. stundað í fasteignaviðskipum og við kaup á listaverkum og lúxusvörum,“ segir hann. Allt samfélagið þurfi að vakna Finnbogi segir brýnt að allt samfélagið leggist á eitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. „Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að sporna við þessu. Það er aldrei einkamál lögreglu og tollgæslu að stöðva skipulagða brotastarfsemi, þarna þurfa stjórnvöld og almenningur að koma inn. Við þurfum í sameiningu að skapa erfiðara umhverfi fyrir brotahópana,“ segir hann að lokum.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Fíkn Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent