Lífið

A-teens og tveir fyrr­verandi sigur­vegarar taka þátt í Melodi­festiva­len

Atli Ísleifsson skrifar
Abba Teens, síðar A-Teens var starfrækt á árunum 1998 til 2004 en kom aftur saman árið 2024. Nú er það Eurovision sem er á dagskrá.
Abba Teens, síðar A-Teens var starfrækt á árunum 1998 til 2004 en kom aftur saman árið 2024. Nú er það Eurovision sem er á dagskrá. EPA

Unglingasveitin Abba Teens, sem hefur kallað sig A-Teens í seinni tíð, mun taka þátt í Melodifestvalen, undankeppni sænska ríkisútvarpsins fyrir Eurovision, á næsta ári. Auk hennar eru meðal annars tveir fyrrverandi sigurvegarar Melodifestivalen á meðal þátttakenda.

Þetta var tilkynnt í morgun þegar sænska ríkissjónvarpið tilkynnti um þau þrjátíu lög sem taka þátt í keppninni að þessu sinni. Alls voru tæplega fjögur þúsund lög send inn og voru lögin þrjátíu valin úr þeim hópi.

A-Teens var poppsveit sem stofnuð var árið 1998 og söng þá aðallega ABBA-slagara í nýjum búningi. Sveitin lagði upp laupana árið 2004 en kom aftur saman á síðasta ári og mun nú flytja lagið Iconic í Melodifestivalen. 

Robin Bengtsson, sem keppti fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision 2017 með lagið I Can‘t Go On, keppir nú með lagið Honey Honey.

Þá mun Sanna Nielsen, sem keppti fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision 2014 með lagið Undo, mun nú keppa með lagið Waste Your Love.

Á meðal annarra nafntogaðra söngvara og hljómsveita sem taka þátt í Melodifestivalen í ár eru Smash Into Pieces, Medina, Brandsta City Släckers og Noll2.

Undanúrslitakvöldin fimm standa yfir frá 31. janúar til 28. febrúar í Linköping, Gautaborg, Kristianstad, Malmö og Sundsvall. Úrslitakvöldið fer svo fram í Stokkhólmi 7. mars. Eurovision fer fram í Vín í Austurríki í maí næstkomandi.


Tengdar fréttir

Sænska poppstjarnan sem lifir venjulegu lífi í Garðabæ

Sænska hljómsveitin A*Teens, sem fór sigurför um heiminn upp úr aldamótum, kom nýverið saman á Melodifestivalen í Malmö í fyrsta sinn í tuttugu ár. Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur á Íslandi með íslenskri konu sinni og börnum - og talar reiprennandi íslensku. Við hittum hann í Garðabænum í Íslandi í dag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.