Réðust á sína eigin leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2025 21:27 Terem Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku en hann var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans. Getty/ Jonathan Moscrop Sóknarmennirnir Terem Moffi og Jérémie Boga hjá franska fótboltafélaginu Nice hafa báðir fengið leyfi frá liðinu eftir að þeir urðu fyrir meintri líkamsárás af hendi eigin stuðningsmanna á sunnudagskvöldið. Árásin varð þegar þeir sneru aftur eftir 3-1 tap gegn Lorient. Um 400 harðlínumenn (svokallaðir Ultras) biðu eftir leikmönnunum á æfingasvæði félagsins eftir að liðið kom til baka úr leiknum. Tveir stuðningsmenn fóru um borð í liðsrútuna til að láta í ljós reiði sína áður en ofbeldið braust út þegar leikmennirnir stigu út úr rútunni. Après avoir été ciblés par une partie des 400 supporters niçois présents devant le centre d'entraînement de Nice, dimanche soir, Terem Moffi et Jeremie Boga sont en arrêt maladie. Le premier pour une semaine, le second pour cinq jours.➡️ https://t.co/WyYK9YTbSN pic.twitter.com/dpxTNf9Tmw— L'Équipe (@lequipe) December 1, 2025 Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku og Boga í fimm daga. Þeir voru báðir kýldir, hrækt á þá, sparkað í þá og móðgaðir af harðlínumönnunum, að sögn fólks sem var á staðnum á Boulevard Jean-Luciano þar sem liðsrútan hafði flutt leikmenn og starfsfólk frá flugvellinum eftir heimkomuna frá Lorient. Leikmennirnir tveir fóru til lögreglunnar á mánudag til að leggja fram kæru á hendur meintum árásarmönnum. Í dag gaf Nice út eftirfarandi yfirlýsingu: „Á sunnudag, við heimkomuna frá Lorient, var „Örnunum“ tekið á æfingasvæðinu af stórum hóp fólks. Félagið skilur vonbrigðin sem skapast hafa vegna fjölda slakrar frammistöðu og leikja sem eru langt frá gildum þess.“ „Hins vegar eru þær öfgar sem við sáum í þessum mannsöfnuði óásættanlegar. Nokkrir meðlimir félagsins urðu fyrir árás. OGC Nice veitir þeim fullan stuðning og fordæmir þessa gjörninga af fyllstu hörku.“ Tapið í Brittany var það sjötta í röð hjá Nice í öllum keppnum. Moffi og Boga voru helstu skotmörkin og sökuðu stuðningsmenn þá um slæmt hugarfar undanfarnar vikur. Moffi var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans og þurfti hann hjálp frá markverðinum Yéhvann Diouf til að komast úr mannþrönginni og örugglega inn í byggingu félagsins, að því er heimildir herma. Restinni af hópnum tókst að lokum að komast inn í byggingu liðsins, að sögn heimildarmanna, og voru margir leikmenn í áfalli og með áfallastreituröskun og kenndu félaginu um skort á öryggi og vernd. „Hvernig geta þeir ekki verndað okkur betur? Þetta var ótrúlegt og ógnvekjandi,“ sagði einn leikmaður Nice við ESPN. Nice er í tíunda sæti frönsku deildarinnar og mætir Angers um helgina. Communiqué officiel de l'OGC Nice ⤵︎— OGC Nice (@ogcnice) December 1, 2025 Franski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Árásin varð þegar þeir sneru aftur eftir 3-1 tap gegn Lorient. Um 400 harðlínumenn (svokallaðir Ultras) biðu eftir leikmönnunum á æfingasvæði félagsins eftir að liðið kom til baka úr leiknum. Tveir stuðningsmenn fóru um borð í liðsrútuna til að láta í ljós reiði sína áður en ofbeldið braust út þegar leikmennirnir stigu út úr rútunni. Après avoir été ciblés par une partie des 400 supporters niçois présents devant le centre d'entraînement de Nice, dimanche soir, Terem Moffi et Jeremie Boga sont en arrêt maladie. Le premier pour une semaine, le second pour cinq jours.➡️ https://t.co/WyYK9YTbSN pic.twitter.com/dpxTNf9Tmw— L'Équipe (@lequipe) December 1, 2025 Moffi er kominn í veikindaleyfi í viku og Boga í fimm daga. Þeir voru báðir kýldir, hrækt á þá, sparkað í þá og móðgaðir af harðlínumönnunum, að sögn fólks sem var á staðnum á Boulevard Jean-Luciano þar sem liðsrútan hafði flutt leikmenn og starfsfólk frá flugvellinum eftir heimkomuna frá Lorient. Leikmennirnir tveir fóru til lögreglunnar á mánudag til að leggja fram kæru á hendur meintum árásarmönnum. Í dag gaf Nice út eftirfarandi yfirlýsingu: „Á sunnudag, við heimkomuna frá Lorient, var „Örnunum“ tekið á æfingasvæðinu af stórum hóp fólks. Félagið skilur vonbrigðin sem skapast hafa vegna fjölda slakrar frammistöðu og leikja sem eru langt frá gildum þess.“ „Hins vegar eru þær öfgar sem við sáum í þessum mannsöfnuði óásættanlegar. Nokkrir meðlimir félagsins urðu fyrir árás. OGC Nice veitir þeim fullan stuðning og fordæmir þessa gjörninga af fyllstu hörku.“ Tapið í Brittany var það sjötta í röð hjá Nice í öllum keppnum. Moffi og Boga voru helstu skotmörkin og sökuðu stuðningsmenn þá um slæmt hugarfar undanfarnar vikur. Moffi var kýldur, sparkað í hann, togað í hár hans og þurfti hann hjálp frá markverðinum Yéhvann Diouf til að komast úr mannþrönginni og örugglega inn í byggingu félagsins, að því er heimildir herma. Restinni af hópnum tókst að lokum að komast inn í byggingu liðsins, að sögn heimildarmanna, og voru margir leikmenn í áfalli og með áfallastreituröskun og kenndu félaginu um skort á öryggi og vernd. „Hvernig geta þeir ekki verndað okkur betur? Þetta var ótrúlegt og ógnvekjandi,“ sagði einn leikmaður Nice við ESPN. Nice er í tíunda sæti frönsku deildarinnar og mætir Angers um helgina. Communiqué officiel de l'OGC Nice ⤵︎— OGC Nice (@ogcnice) December 1, 2025
Franski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira