Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 09:23 Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm/aðsend Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Frá þessu greinir Kristín í færslu á Facebook í gærkvöldi. Þar segist hún hafa tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Alþingiskosningunum í fyrra eftir hvatningu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningabaráttan hafi verið skemmtileg og lærdómsrík og hún hafi kveikt enn frekari áhuga til að halda áfram í pólitík. „Það má segja að pólitíska bakterían hafi fundið sér fasta bólsetu hjá mér og hef ég mikinn áhuga og löngun í að nýta krafta mína áfram á þeim vettvangi,“ skrifar Kristín í færslunni. „Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og finnst mér verkefnin sem bíða í Ráðhúsinu afar aðkallandi og hef ég sem borgarbúi mikinn áhuga á að leggja mitt að mörkum þar. Ég tel að reynsla mín í starfi innan leik - og grunnskóla, hvort tveggja í sjálfstætt starfandi skólum sem og borgarreknum leikskólum nýtist þar afar vel. Einnig hef ég þurft að nota ýmsa þjónustu á sviði velferðarmála bæði í vinnu og í tengslum við son minn og má segja að þar sé hægt að auka skilvirkni svo um munar.“ Þrátt fyrir virka þátttöku innan Sjálfstæðisflokksins hyggist hún söðla um og gefa kost á sér fyrir Miðflokkinn. „Mig langar því að bjóða fram krafta mína í komandi kosningum. Að þessu sinni innan Miðflokksins. Ég tel að hugmyndir mínar og skoðanir á sviði þeirra mála sem ég brenn einna helst fyrir rími betur við stefnu þeirra,“ skrifar Kristín. „Ég segi mig því hér með frá trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, þar með talið varaformennsku í Hvöt og málefnavinnu og vil nota tækifærið til að þakka fyrir samstarfið og ómetanlega reynslu undanfarna mánuði.“ Reykjavík Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Frá þessu greinir Kristín í færslu á Facebook í gærkvöldi. Þar segist hún hafa tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Alþingiskosningunum í fyrra eftir hvatningu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningabaráttan hafi verið skemmtileg og lærdómsrík og hún hafi kveikt enn frekari áhuga til að halda áfram í pólitík. „Það má segja að pólitíska bakterían hafi fundið sér fasta bólsetu hjá mér og hef ég mikinn áhuga og löngun í að nýta krafta mína áfram á þeim vettvangi,“ skrifar Kristín í færslunni. „Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og finnst mér verkefnin sem bíða í Ráðhúsinu afar aðkallandi og hef ég sem borgarbúi mikinn áhuga á að leggja mitt að mörkum þar. Ég tel að reynsla mín í starfi innan leik - og grunnskóla, hvort tveggja í sjálfstætt starfandi skólum sem og borgarreknum leikskólum nýtist þar afar vel. Einnig hef ég þurft að nota ýmsa þjónustu á sviði velferðarmála bæði í vinnu og í tengslum við son minn og má segja að þar sé hægt að auka skilvirkni svo um munar.“ Þrátt fyrir virka þátttöku innan Sjálfstæðisflokksins hyggist hún söðla um og gefa kost á sér fyrir Miðflokkinn. „Mig langar því að bjóða fram krafta mína í komandi kosningum. Að þessu sinni innan Miðflokksins. Ég tel að hugmyndir mínar og skoðanir á sviði þeirra mála sem ég brenn einna helst fyrir rími betur við stefnu þeirra,“ skrifar Kristín. „Ég segi mig því hér með frá trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, þar með talið varaformennsku í Hvöt og málefnavinnu og vil nota tækifærið til að þakka fyrir samstarfið og ómetanlega reynslu undanfarna mánuði.“
Reykjavík Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira