Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2025 12:51 Vettvangurinn er þetta einbýlishús við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ, eitt glæsilegasta hús í hverfinu. Vísir/Bjarni Einarsson Foreldrar Margrétar Höllu Hansdóttur Löf sem ákærð er fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður áttu í miklum samskiptum við dóttur sína með bréfaskrifum. Hún mun hafa krafist þagnar á heimilinu. Réttarhöld í málinu voru lokuð jafnvel þótt móðirin hafi ekkert tjáð sig og dóttir hennar aðeins verið viðstödd meðan hún las upp yfirlýsingu. Margrét er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt foreldra sína margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku sem leiddi til andláts föður hennar hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Aðalmeðferð í málinu er lokið en hún fór fram fyrir luktum dyrum ólíkt því sem almennt tíðkast í manndrápsmálum og öðrum sakamálum hér á landi. Heimildin fjallar um ýmislegt sem fram kom við aðalmeðferðina. Meðal annars að Margrét hafi verið viðkvæm fyrir hljóðum. Sérfræðingur hafi talið hana vera með greiningu sem kallast hljóðóbeit og felur í sér skert þol fyrir ákveðnum hljóðum. Þó virðist lítið benda til þess að röskunin hafi bitnað á öðrum en foreldrum Margrétar. Tveir meinafræðingar líktu áverkum föður Margrétar við þá sem finnast á fólki sem lendir í hörðu bílslysi. Voru þeir sammála um að andlát hans hefði mátt rekja til áverkanna. Þá er sagt frá því að fjöldi skrifaðra skilaboða hafi fundist á heimili fjölskyldunnar í Arnarnesinu í Garðabæ og ljóst að samskipti hafi að miklu leyti verið skrifleg. Heimildin segir frá bréfi föðurins til Margrétar þar sem hann sver af sér sakir eftir að hestamaður nokkur hafði gert athugasemdir við Margréti vegna hegðunar hennar við foreldra sína. Sá hafði séð hana veitast að móður sinni inni í bíl. Hestafólk var á meðal vitna sem komu fyrir dóminn en Margrét stundaði hestamennsku. Virðist faðirinn hafa reynt að minnka líkurnar á að Margrét tæki athugasemdir hestamannsins út á þeim hjónum. Lokað þinghald en svöruðu engum spurningum Þinghald í málinu er háð fyrir luktum dyrum en samkvæmt lögum um meðferð sakamála skulu þinghöld háð í heyranda hljóði. Dómari getur þó ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola, að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, telji hann það nauðsynlegt. Verjandi Margrétar Höllu og sömuleiðis réttargæslumaður móður hennar fóru fram á að þinghaldi yrði lokað og saksóknari hreyfði ekki við mótmælum. Málið þykir afar viðkvæmt en Margrét Halla er eina barn móður sinnar. Óvænt verjendaskipti urðu hjá Margréti í haust þegar Sigurður G. Guðjónsson tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það að frumkvæði móðurinnar sem er brotaþoli í málinu. Í framhaldinu kom fram krafa um að skipaður réttargæslumaður móðurinnar yrði leystur undan störfum. Þykja þeir sem til þekkja allsérstakt að héraðsdómur hafi ekki fundið móðurinni nýjan og óháðan réttargæslumann. Flókið samband móður og dóttur Málið er ekki síst flókið vegna þess að þótt móðirin sé brotaþoli í málinu og Margrét Löf sökuð um að hafa reynt að bana henni þá er hún um leið einkabarn móðurinnar. Þær hafa verið í nánum samskiptum í aðdraganda aðalmeðferðarinnar sem er ekki skrýtið í ljósi tengsla þeirra en mjög sérstakt í ljósi þess að dóttirin er sakborningur en móðirin brotaþoli. Faðir Margrétar átti einn son sem hefur gert kröfu um að Margrét verði svipt arfi eftir föður sinn. Þá gerði réttargæslumaður hans kröfu um það fyrir dómi að þinghald í málinu yrði opið. Ekki var fallist á það heldur tekið undir sjónarmið verjanda Margrétar og móðurinnar. Margrét var þó aðeins viðstödd aðalmeðferðina í skamma stund, þegar hún las yfirlýsingu fyrir dómi en neitaði að svara spurningum. Í yfirlýsingunni gerði hún lítið úr meintu ofbeldi gegn foreldrum sínum og ýjaði að því að það hefði verið á báða bóga. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir jól. Grunuð um manndráp við Súlunes Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Margrét er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt foreldra sína margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku sem leiddi til andláts föður hennar hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Aðalmeðferð í málinu er lokið en hún fór fram fyrir luktum dyrum ólíkt því sem almennt tíðkast í manndrápsmálum og öðrum sakamálum hér á landi. Heimildin fjallar um ýmislegt sem fram kom við aðalmeðferðina. Meðal annars að Margrét hafi verið viðkvæm fyrir hljóðum. Sérfræðingur hafi talið hana vera með greiningu sem kallast hljóðóbeit og felur í sér skert þol fyrir ákveðnum hljóðum. Þó virðist lítið benda til þess að röskunin hafi bitnað á öðrum en foreldrum Margrétar. Tveir meinafræðingar líktu áverkum föður Margrétar við þá sem finnast á fólki sem lendir í hörðu bílslysi. Voru þeir sammála um að andlát hans hefði mátt rekja til áverkanna. Þá er sagt frá því að fjöldi skrifaðra skilaboða hafi fundist á heimili fjölskyldunnar í Arnarnesinu í Garðabæ og ljóst að samskipti hafi að miklu leyti verið skrifleg. Heimildin segir frá bréfi föðurins til Margrétar þar sem hann sver af sér sakir eftir að hestamaður nokkur hafði gert athugasemdir við Margréti vegna hegðunar hennar við foreldra sína. Sá hafði séð hana veitast að móður sinni inni í bíl. Hestafólk var á meðal vitna sem komu fyrir dóminn en Margrét stundaði hestamennsku. Virðist faðirinn hafa reynt að minnka líkurnar á að Margrét tæki athugasemdir hestamannsins út á þeim hjónum. Lokað þinghald en svöruðu engum spurningum Þinghald í málinu er háð fyrir luktum dyrum en samkvæmt lögum um meðferð sakamála skulu þinghöld háð í heyranda hljóði. Dómari getur þó ákveðið, að eigin frumkvæði eða eftir kröfu ákæranda, sakbornings eða brotaþola, að þinghald fari fram fyrir luktum dyrum, telji hann það nauðsynlegt. Verjandi Margrétar Höllu og sömuleiðis réttargæslumaður móður hennar fóru fram á að þinghaldi yrði lokað og saksóknari hreyfði ekki við mótmælum. Málið þykir afar viðkvæmt en Margrét Halla er eina barn móður sinnar. Óvænt verjendaskipti urðu hjá Margréti í haust þegar Sigurður G. Guðjónsson tók við hlutverkinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það að frumkvæði móðurinnar sem er brotaþoli í málinu. Í framhaldinu kom fram krafa um að skipaður réttargæslumaður móðurinnar yrði leystur undan störfum. Þykja þeir sem til þekkja allsérstakt að héraðsdómur hafi ekki fundið móðurinni nýjan og óháðan réttargæslumann. Flókið samband móður og dóttur Málið er ekki síst flókið vegna þess að þótt móðirin sé brotaþoli í málinu og Margrét Löf sökuð um að hafa reynt að bana henni þá er hún um leið einkabarn móðurinnar. Þær hafa verið í nánum samskiptum í aðdraganda aðalmeðferðarinnar sem er ekki skrýtið í ljósi tengsla þeirra en mjög sérstakt í ljósi þess að dóttirin er sakborningur en móðirin brotaþoli. Faðir Margrétar átti einn son sem hefur gert kröfu um að Margrét verði svipt arfi eftir föður sinn. Þá gerði réttargæslumaður hans kröfu um það fyrir dómi að þinghald í málinu yrði opið. Ekki var fallist á það heldur tekið undir sjónarmið verjanda Margrétar og móðurinnar. Margrét var þó aðeins viðstödd aðalmeðferðina í skamma stund, þegar hún las yfirlýsingu fyrir dómi en neitaði að svara spurningum. Í yfirlýsingunni gerði hún lítið úr meintu ofbeldi gegn foreldrum sínum og ýjaði að því að það hefði verið á báða bóga. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir jól.
Grunuð um manndráp við Súlunes Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira