Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2025 11:40 Baldvin Már Kristjánsson er verjandi lögmannsins sem sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir Verjandi lögmanns sem sætir gæsluvarðhaldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi segir málið ekki það fyrsta sinnar tegundar. Hann þekki til minnst tveggja annarra mála þar sem lögmenn hafa sætt gæsluvarðhaldi en að rannsóknir þeirra mála hafi að lokum verið felldar niður. Hann og umbjóðandi hans búist fastlega við því að sú verði niðurstaðan í máli lögmannsins. Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður hjá Delikt lögmönnum, er verjandi annars lögmanns sem var handtekinn á þriðjudag í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Héraðsdómur Norðurlands eystra framlengdi gæsluvarðhald yfir honum í gær. Baldvin Már segir í samtali við fréttastofu að úrskurður héraðsdóms hafi verið kærður til Landsréttar. Erfitt sé að segja til um það hvenær niðurstaða Landsréttar muni liggja fyrir. Neitar staðfastlega sök „Eðli máls samkvæmt fer ekki vel um neinn í gæsluvarðhaldi,“ segir hann. Umbjóðandi hans hafi staðfastlega neitað sök hvað allar sakargiftir málsins varðar. Líkt og kom fram í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær er lögmaðurinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi sem felst í að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram „Mér persónulega finnst það aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram að fyrra bragði og hafið opinbera umfjöllun um mál sem er væntanlega á frumstigi rannsóknar,“ segir Baldvin Már. Þá segir hann að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögmaður er úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Ég þekki til að minnsta kosti tveggja mála þar sem lögmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Svo eftir því sem rannsókn málsins vindur fram, þá leiðir það til þess að lögregla fellir málið niður á síðari stigum. Við teljum að það verði niðurstaðan í máli þessu.“ Lögmennska Lögreglumál Tengdar fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. 25. nóvember 2025 23:56 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður hjá Delikt lögmönnum, er verjandi annars lögmanns sem var handtekinn á þriðjudag í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Héraðsdómur Norðurlands eystra framlengdi gæsluvarðhald yfir honum í gær. Baldvin Már segir í samtali við fréttastofu að úrskurður héraðsdóms hafi verið kærður til Landsréttar. Erfitt sé að segja til um það hvenær niðurstaða Landsréttar muni liggja fyrir. Neitar staðfastlega sök „Eðli máls samkvæmt fer ekki vel um neinn í gæsluvarðhaldi,“ segir hann. Umbjóðandi hans hafi staðfastlega neitað sök hvað allar sakargiftir málsins varðar. Líkt og kom fram í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í gær er lögmaðurinn grunaður um skipulagða brotastarfsemi sem felst í skipulagðri starfsemi sem felst í að aðstoða útlendinga við að koma ólöglega til landsins, peningaþvætti og fíkniefnamisferli. Aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram „Mér persónulega finnst það aðfinnsluvert að lögreglan hafi stigið fram að fyrra bragði og hafið opinbera umfjöllun um mál sem er væntanlega á frumstigi rannsóknar,“ segir Baldvin Már. Þá segir hann að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögmaður er úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Ég þekki til að minnsta kosti tveggja mála þar sem lögmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Svo eftir því sem rannsókn málsins vindur fram, þá leiðir það til þess að lögregla fellir málið niður á síðari stigum. Við teljum að það verði niðurstaðan í máli þessu.“
Lögmennska Lögreglumál Tengdar fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. 25. nóvember 2025 23:56 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. 25. nóvember 2025 23:56