Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2025 21:31 Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. vísir/Sigurjón Fæðingum án nokkurrar aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks hefur fjölgað hér á landi á milli ára. Um er að ræða tískufyrirbæri sem á fyrirmynd sína að sækja vestur um haf en formaður Félags ljósmæðra segir einnig dæmi um áhrifavalda hér á landi mæli með þessari varhugaverðu aðferð. „Frjáls fæðing er hugtak sem Parvati Baker kom í sviðsljósið. Það þýðir að fæða fyrir utan heilbrigðiskerfið án nokkurrar aðkomu heilbrigðisstarfsfólks.“ Þetta segir Emilee Saldaya sem stendur að baki hreyfingunni Frjálsar fæðingar eða Free Birth Society í Youtube-myndbandi sem kynnir hugtakið fyrir nýjum áhorfendum. Hreyfingin var til umfjöllunar í ítarlegri grein breska dagblaðsins Guardian á dögunum. Hreyfingin hefur fjölmarga fylgjendur og þénað fúlgur fjár fyrir þjónustu. Líkir hreyfingunni við sértrúarsöfnuð Fæðingum án aðstoðar hefur fjölgað hér á landi síðustu ár að sögn Berglindar Friðriksdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Slíkar fæðingar hafi leitt til fósturláts og andvana fæðinga samkvæmt Guardian. „Árið 2022, þá er þetta tekið með í heimafæðingar en þetta er ekki það sama og heimafæðingar því að heimafæðingar eru alltaf með ljósmæðrum. Það eru alltaf tvær ljósmæður á Íslandi. 2023 voru þetta sex fæðingar líklegast og 2024 voru þetta níu fæðingar.“ Í raun gæti verið um enn fleiri fæðingar að ræða. Hún bendir á að dæmi séu um að börn séu ekki skráð við fæðingu hér á landi. „Það að kalla þetta frjálsar fæðingar er ekki rétta orðið því í rauninni eru þetta hættulegar fæðingar og fæðingar án aðkomu heilbrigðisstarfsfólks. Ég hef heyrt að það séu íslenskir áhrifavaldar að mæla með þessu en þetta kemur frá þessari hreyfingu sem að Guardian er að fjalla um,“ segir hún og bætir við: „Þessi samtök eru sprottin upp úr allt öðru umhverfi en við erum með hér á Íslandi. Á Íslandi er mæðravernd, fæðingar og ungbarnavernd ókeypis þannig að þú þarft ekki að borga fyrir það. Í Bandaríkjunum er kerfið allt öðruvísi og mjög dýrt að fá þessa þjónustu.“ Hún átti sig ekki á því hvað vakir fyrir þeim sem kjósa þessa aðferð eða þeim sem mæla með henni. „Ég veit ekki hvað íslenska orðið fyrir költ er en af hverju fer fólk svona inn í svona költhreyfingar (sértrúarsöfnuð)? Það er mjög athyglisverð pæling af því að þetta er ekki öruggt. Þarna er verið að segja að þetta séu réttindi kvenna að fá að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna en það eru líka réttindi kvenna og barna að fá góða og örugga þjónustu.“ Fæða einar, víðsfjarri heilbrigðisþjónustu Áður hefur sprottið upp umræða um vantraust í garð heilbrigðiskerfisins í tengslum við fæðingar. Á síðasta ári sagði til að mynda Brynhildur Karlsdóttir að hún myndi eignast sitt annað barn heima án aðstoðar fagfólks. Hún lýsti yfir tortryggni gagnvart heilbrigðiskerfinu. Það sé ekki jákvætt ef um þróun í þátt átt sé að ræða að mati Berglindar. „Auðvitað þurfum við að líta svolítið í eigin barm og bara hvað er það? Af hverju er okkur ekki treyst? Því við byggjum allt okkar starf á faglegum forsendum. Við förum eftir niðurstöðum rannsókna í okkar vinnu og veljum alltaf bestu leiðina. Mér finnst líka skrítið að þegar þú hefur alla þessa valkosti á Íslandi. Þú getur valið ljósmóður, þú getur valið hvar þú fæðir. Að þú skulir vera að borga fyrir svona þjónustu finnst mér mjög sérstakt.“ Hefurðu heyrt af því að mæður séu að fæða einar og víðs fjarri frá heilbrigðisþjónustu? „Já, það er að gerast hér á Íslandi. Þær eru að fæða langt í burtu og eru jafnvel að ganga það langt að þiggja ekki neina mæðravernd. Meðgangan er þá hvergi skráð og fæðingin ekki heldur.“ Það geti verið verulega alvarlegt að fara í engar blóðmælingar né sónarskoðun. „Ég hef ekki heyrt af andláti hér á landi en ég veit að það hefur bæði gerst í Danmörku og Svíþjóð.“ Börn og uppeldi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira
„Frjáls fæðing er hugtak sem Parvati Baker kom í sviðsljósið. Það þýðir að fæða fyrir utan heilbrigðiskerfið án nokkurrar aðkomu heilbrigðisstarfsfólks.“ Þetta segir Emilee Saldaya sem stendur að baki hreyfingunni Frjálsar fæðingar eða Free Birth Society í Youtube-myndbandi sem kynnir hugtakið fyrir nýjum áhorfendum. Hreyfingin var til umfjöllunar í ítarlegri grein breska dagblaðsins Guardian á dögunum. Hreyfingin hefur fjölmarga fylgjendur og þénað fúlgur fjár fyrir þjónustu. Líkir hreyfingunni við sértrúarsöfnuð Fæðingum án aðstoðar hefur fjölgað hér á landi síðustu ár að sögn Berglindar Friðriksdóttur, formanns Ljósmæðrafélags Íslands. Slíkar fæðingar hafi leitt til fósturláts og andvana fæðinga samkvæmt Guardian. „Árið 2022, þá er þetta tekið með í heimafæðingar en þetta er ekki það sama og heimafæðingar því að heimafæðingar eru alltaf með ljósmæðrum. Það eru alltaf tvær ljósmæður á Íslandi. 2023 voru þetta sex fæðingar líklegast og 2024 voru þetta níu fæðingar.“ Í raun gæti verið um enn fleiri fæðingar að ræða. Hún bendir á að dæmi séu um að börn séu ekki skráð við fæðingu hér á landi. „Það að kalla þetta frjálsar fæðingar er ekki rétta orðið því í rauninni eru þetta hættulegar fæðingar og fæðingar án aðkomu heilbrigðisstarfsfólks. Ég hef heyrt að það séu íslenskir áhrifavaldar að mæla með þessu en þetta kemur frá þessari hreyfingu sem að Guardian er að fjalla um,“ segir hún og bætir við: „Þessi samtök eru sprottin upp úr allt öðru umhverfi en við erum með hér á Íslandi. Á Íslandi er mæðravernd, fæðingar og ungbarnavernd ókeypis þannig að þú þarft ekki að borga fyrir það. Í Bandaríkjunum er kerfið allt öðruvísi og mjög dýrt að fá þessa þjónustu.“ Hún átti sig ekki á því hvað vakir fyrir þeim sem kjósa þessa aðferð eða þeim sem mæla með henni. „Ég veit ekki hvað íslenska orðið fyrir költ er en af hverju fer fólk svona inn í svona költhreyfingar (sértrúarsöfnuð)? Það er mjög athyglisverð pæling af því að þetta er ekki öruggt. Þarna er verið að segja að þetta séu réttindi kvenna að fá að fæða án aðkomu heilbrigðisstarfsmanna en það eru líka réttindi kvenna og barna að fá góða og örugga þjónustu.“ Fæða einar, víðsfjarri heilbrigðisþjónustu Áður hefur sprottið upp umræða um vantraust í garð heilbrigðiskerfisins í tengslum við fæðingar. Á síðasta ári sagði til að mynda Brynhildur Karlsdóttir að hún myndi eignast sitt annað barn heima án aðstoðar fagfólks. Hún lýsti yfir tortryggni gagnvart heilbrigðiskerfinu. Það sé ekki jákvætt ef um þróun í þátt átt sé að ræða að mati Berglindar. „Auðvitað þurfum við að líta svolítið í eigin barm og bara hvað er það? Af hverju er okkur ekki treyst? Því við byggjum allt okkar starf á faglegum forsendum. Við förum eftir niðurstöðum rannsókna í okkar vinnu og veljum alltaf bestu leiðina. Mér finnst líka skrítið að þegar þú hefur alla þessa valkosti á Íslandi. Þú getur valið ljósmóður, þú getur valið hvar þú fæðir. Að þú skulir vera að borga fyrir svona þjónustu finnst mér mjög sérstakt.“ Hefurðu heyrt af því að mæður séu að fæða einar og víðs fjarri frá heilbrigðisþjónustu? „Já, það er að gerast hér á Íslandi. Þær eru að fæða langt í burtu og eru jafnvel að ganga það langt að þiggja ekki neina mæðravernd. Meðgangan er þá hvergi skráð og fæðingin ekki heldur.“ Það geti verið verulega alvarlegt að fara í engar blóðmælingar né sónarskoðun. „Ég hef ekki heyrt af andláti hér á landi en ég veit að það hefur bæði gerst í Danmörku og Svíþjóð.“
Börn og uppeldi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Sjá meira