Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2025 12:02 Við Laugabakka í Miðfirði. aðsend Varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi segir mildi að ekki hafi farið verr þegar að tvö umferðarslys urðu með um fimmtán mínútna millibili á svæðinu í gær. Aksturskilyrði versnuðu mjög skyndilega. Vegurinn hafði ekki verið hálkuvarinn. Hópslysaáætlun var virkjuð eftir að tvö umferðarslys urðu upp úr klukkan fjögur í gær á Norðvesturlandi, við Blönduós annars vegar og í Miðfirði hins vegar. Pallbíll og jepplingur skullu saman á þjóðveginum í grennd við Laugarbakka í Miðfirði um klukkan 16.22 . Þrír fólksbílar skullu saman við Þverárfjallsveg skammt frá Blönduósi um klukkan 16.06. Fjórtán manns voru í fólksbílunum þremur en þrír af þeim voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur. „Myndast hálka bara á núll einni“ Heimir Gunnarsson, deildarstjóri þjónustudeildar Vegagerðarinnar á Norðurlandi, segir aksturskilyrði í gær hafa verið erfið og hálka á svæðinu. „Það var mjög mikill raki í loftinu. Við sáum hér á Akureyri í morgun að það er allt bullandi hrímað. Þarna gerði frostrigningu eftir skýrslunni að dæma, þá breytist ástandið rosalega hratt. Það var búið að fara í eftirlit.“ Ekki hafði verið talin þörf á að hálkuverja umrædda vegi í gær þar sem þeir voru þurrir um morguninn þegar eftirlit fór fram. Á vef Vegagerðarinnar kom fram að hálkublettir væru á svæðinu en ekki að um hálku væri að ræða. Heimir ítrekar að aðstæður á vegunum geti breyst mjög skyndilega. „Þarna myndast hálka bara á núll einni. Því að þegar er farið í eftirlit þá eru bara hálkublettir og vegirnir að miklu leyti þurrir og svo gerir þokuloft þegar það líður fram á daginn og svo frostrigningar seinni partinn þegar sólin fer að setjast. Fólk má endilega hafa samband við 1777 til að koma upplýsingum á framfæri. Við komumst ekki yfir alla vegi þegar þessar aðstæður eru að breytast. Eins og um helgar þá eru kannski tveir menn á vaktinni og margir kílómetrar sem þarf að fara yfir,“ segir hann og tekur fram að bílar hafi verið sendir til að hálkuverja á svæðinu um leið og fregnir bárust af umferðarslysunum. Allir fimm bílarnir ónýtir Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi, segir að enginn hafi slasast alvarlega. „Það var farið með alla til skoðunar. Sumir fóru suður á Landspítalann, einhverjir á Akranes. Þá fóru líka einhverjir á Akureyri til frekari skoðunar eftir skoðun á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Allir fimm bílarnir eru ónýtir. við getum sagt að það var mildi að ekki fór verr.“ Tildrög slysanna eru nú til rannsóknar. Búist er við hálku víða á vegum í dag. „Allir að hafa varann á alltaf, sérstaklega þegar það er hálka. Það er hált á vegum í dag.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Húnaþing vestra Skagafjörður Landhelgisgæslan Samgönguslys Húnabyggð Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Hópslysaáætlun var virkjuð eftir að tvö umferðarslys urðu upp úr klukkan fjögur í gær á Norðvesturlandi, við Blönduós annars vegar og í Miðfirði hins vegar. Pallbíll og jepplingur skullu saman á þjóðveginum í grennd við Laugarbakka í Miðfirði um klukkan 16.22 . Þrír fólksbílar skullu saman við Þverárfjallsveg skammt frá Blönduósi um klukkan 16.06. Fjórtán manns voru í fólksbílunum þremur en þrír af þeim voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur. „Myndast hálka bara á núll einni“ Heimir Gunnarsson, deildarstjóri þjónustudeildar Vegagerðarinnar á Norðurlandi, segir aksturskilyrði í gær hafa verið erfið og hálka á svæðinu. „Það var mjög mikill raki í loftinu. Við sáum hér á Akureyri í morgun að það er allt bullandi hrímað. Þarna gerði frostrigningu eftir skýrslunni að dæma, þá breytist ástandið rosalega hratt. Það var búið að fara í eftirlit.“ Ekki hafði verið talin þörf á að hálkuverja umrædda vegi í gær þar sem þeir voru þurrir um morguninn þegar eftirlit fór fram. Á vef Vegagerðarinnar kom fram að hálkublettir væru á svæðinu en ekki að um hálku væri að ræða. Heimir ítrekar að aðstæður á vegunum geti breyst mjög skyndilega. „Þarna myndast hálka bara á núll einni. Því að þegar er farið í eftirlit þá eru bara hálkublettir og vegirnir að miklu leyti þurrir og svo gerir þokuloft þegar það líður fram á daginn og svo frostrigningar seinni partinn þegar sólin fer að setjast. Fólk má endilega hafa samband við 1777 til að koma upplýsingum á framfæri. Við komumst ekki yfir alla vegi þegar þessar aðstæður eru að breytast. Eins og um helgar þá eru kannski tveir menn á vaktinni og margir kílómetrar sem þarf að fara yfir,“ segir hann og tekur fram að bílar hafi verið sendir til að hálkuverja á svæðinu um leið og fregnir bárust af umferðarslysunum. Allir fimm bílarnir ónýtir Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðvesturlandi, segir að enginn hafi slasast alvarlega. „Það var farið með alla til skoðunar. Sumir fóru suður á Landspítalann, einhverjir á Akranes. Þá fóru líka einhverjir á Akureyri til frekari skoðunar eftir skoðun á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Allir fimm bílarnir eru ónýtir. við getum sagt að það var mildi að ekki fór verr.“ Tildrög slysanna eru nú til rannsóknar. Búist er við hálku víða á vegum í dag. „Allir að hafa varann á alltaf, sérstaklega þegar það er hálka. Það er hált á vegum í dag.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Húnaþing vestra Skagafjörður Landhelgisgæslan Samgönguslys Húnabyggð Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira